Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Qupperneq 18
EVIargareta Ekström: Bróðir skáMsins Ég fyrirlít hann meira að segja að aftan. Þaraa væflast hann, mjór og ræfilslegur í ljósbláum jakka — tók- uð þið eftir því? Ljósbláum jakka! Yfir fallegu grasflötina okkar! Hon- um dettur ekki í hug að spásséra á gangstígnum, nehei! Spígsporar þarna á þessum jesúsandölum sínum, mitt í grasinu, sem kostar mig minnsta kosti hundrað krónur á fermetrann. Honum verður aldrei hugsað til þess. Það er of jarðneskt fyrir hann. Mér verður svo gramt í geði, að ég verð að fá mér annað glas af groggi, þótt yfirleitt taki ég aldrei nema einn 1 lítinn fyrir hádegismat. Og það er nóg til þess, að Amy verður áhyggju- full á svipinn, og þá verð ég enn þá reiðari og teyga allt úr glasinu í einu. Þá fær hún það. sem hún þarf. Amy er stór og þrifleg kona, ekki beint valkyrja, fremur einhvers kon- ar Venus. Minnsta kosti Venus frá Milo. En hún þarf samt ekki að bera neinar hlýjar tilfinningar til svona vindhana, sem þrammar á grasflötum ættaróðalsins í Ijósbláum jakka og andar sveitaloftinu að sér fyrir ekki neitt. En ég botna aldrei neitt í Amy. Til dæmis ekki þegar hún segir: — Finnst þér hann vera svo lítill? Hann er ekkert minni en þú, bara grennri. Grennri! Hafið þið heyrt annað eins! Ég segi: - Þetta er bölvaður hálf- viti, og þú segir þetta bara til þess að finna eitthvað gott um hann. Og svo tölum við ekki meira um það — Það var ekki ég. sem byrjaði að tala um hann. segir Amy rólega og breiðir úr sér í stólnum, rétt eins og hún væri segl á báti og einhver væri að beita henni upp í vindinn Meðán á borðhaldinu stóð. kom ég varla niður einum eínasta matarbita, heldur sat - dolfallinn og glápti á, hvernig þessi peysularfi fór að þvi að troða í sig matnum Það heyrðist ekki einu sinni í honum. meðan hann át. Er þetta mannlegt! Hann vildi ekki snafs og ekki einu sinni pilsner, og.þá sagði ég: — Ojæja, ætli ég viti ekki, hvað það þýðir. þegar menn hætta að raka sig og láta skeggið vaxa af ótta við að hafa rakspíritus í hús- inu! Hann leit á mig, þessi litli skratti. með stóru dýrsaugunum sínum, rétt eins og ugla, sem pírir f dagsljósið. — Hvað þýðir það? spurði hann. Bölvaður sauðurinn. Ég sagði Amy að gefa ráðsmannin- 47^ um og vinnumönnunum svolítið mad- eira. Eiginlega var of heitt, og mig langaði ekki í sjálfan, en maður verð- ur að sýna svona fíflum, hvað það er, sem heldur gáfnafarinu og vinnu- þrekinu f lagi. En hann vildi ekkert. Nei, takk. Ég hellti nú samt i glasið hans, þegar hann var ekki nógu fljót- ur að slæma lúkunni yfir það, og svo var löggin í glasinu engum til gagns, að minnsta kosti ekki fyrr en hann færi út, svo að maður gæti sett hana í sig sjálfur í friði. Ég hafði víst innbyrt eina 15 senti- lítra alls frá því um morguninn. Ekki þar fyrir, að það sæi á mér. Það sér aldrei á mér, hve mikið sem ég drekk, en maður er aldrei of varkár. Þess vegna sagði ég Amy að koma með kaffi. En eRkert koníak, sagði ég, og blíndi á hann, en hann drap ekki einn einasta tittling. En við kaffið kom hann upp um það, hvílíkt bölvað dusilmenni hann í rauninni er. Hann setti fimm sykur- mola í bollann sinn án þess að biðja afsökunar, ekki einu sinni með aug- unum. Ég er viss um það, að ef hann hefði séð sér færi á, hefði hann laum- azt að barskápnum og fengið sér einn lítinn lika! Þetta varð skrítið kvöld. Klukkan sjö opnaði ég fyrir kvöldfréttirnar og byrjaði um leið að tala um garðinn okkar og hvað ég hefði gert fyrir hann í ár — um nýja garðhúsið, mal- biksbrautina uþp að bílskúrnum, um grasflötina dýru (hann hafði gott af því að heyra það, andskotans gras- tramparinn). Sem sagt, ég spjallaði um heima og geima til þess að sýna. hve alþýðlegur ég er. En þið hefðuð átt að sjá mannskrattann! Hann glennti upp á mig skjáina, og ég hefði getað svarið, að hann væri augafull ur, því að ég hef aldrei séð neinn glenna sig þannig f framan. Og það meira að segja gestur — í mínu eigin húsi! Ég er varla fyrT byrjaður að tala um, hvernig við sláum grasið og ber- um á það, það er ekki eins ódýrt og það lítur út fyrir, þeir eru harla fáir, sem skilja, hvað það er mikið verk og dýrt að eiga grasflöt — en þessi manntuska glennir á mig skjáina og segir: — Uss! (V-ið mig!). Þegiðu að- eins, mig langar að heyra, hvað þeir segja frá Kongó! Kongó! át ég eftir honum, því að ég var svo dolfallinn, að ég mundi ekki eftir neinu öðru að segja. Nigg- ararnir spjara sig bezt, ef þú kemur þar hvergi nærri, bætti ég svo við, þegar ég hafð náð mér svolítið. Nokk ur högl í malakútinn, ha, ha, og þá leggjast þeir niður og hætta öllum fíflaskap. Og það eiga strákarnir okk- ar þarna niðri frá að sjá um. Þeir verða fljótlega blágulir þarna niðri í Kongó, ha, ha, ha, án þess að þú þurfir að skipta þér af því! Persónulega held ég, að góður hlát- ur hafi æskileg áhrif á magasýrurnar, en peysularfinn og blájakkinn dró stólinn bara nær útvarpinu og saug í sig fréttirnar úr útvarpinu, eins og hann hafði áður slokað í sig matinn. Og sódavatnið! Þetta er nú meiri fjandans afturkreistingurinn. — Fyrirgefið, sagði hann svo hálf- tíma seinna, þegar fréttirnar voru búnar, en ég var srco spenntur fyrir að heyra fréttirnar frá Kongó. Og svo lét hann sem hann ætlaði að fara að loka útvarpinu, en þá opnaði Amy munninn og sagði, að hún fyrir sitt leyti vildi gjarnan heyra dálítið af léttri sumartónlist. Ég hef aldrei fyrr heyrt hana segja, að hana langaði til einhvers sérstaks. En hún getur apað eftir, það hef ég áður séð. Og hann leit á hana og hló kankvíslega, eins og þau tvö byggju yfir einhverju skemmtilegu. Svo kveikti hann í pípu og tók allt í einu að spyrja mig út úr um gamla daga — æskudaga okkar. kallaði hann það. Án þess að hugsa út í það, hvað það er lítið gaman að vera minntur á þá staðreynd. þá andstyggðartíma. — Eg 'myndi nú ekki kalla það æskudaga okkar, sagði ég og hugsaði með sjálfum mér. Þú værir sá síðasti, sem ég vildi eiga nokkuð sameiginlegt með. Við eigum lítið sameiginlegt frá þeim tíma. Þegar koma að vinnunni, stakkzt þú af. Þetta hitti, sá ég var, því að hann fór að föndra v-ið pípuna sína og slá úr henni. þótt hann hefði rétt áðan verið að troða í hana. Eg hugsaði: Þú lætur þér ekki detta í hug, að ég spanderi á þig vindl- um, þótt ég hafi ráð á því núna. Eg á þá meira að segja með magabelti og gilda eins og læri á svertingja, en ég fer ekki að draga þá fram handa þér, liðleskja! — Ekki er það nú kannske alveg rétt með farið, sagði hann. Segðu mér annars, gekk það á nokkurn hátt út yfir þig, að ég — stakk af? -----------------------; vikunnar Smásaga T í M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.