Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 15.07.1962, Page 21
NÚTÍMASKÁLDSAGAN Framhafd af 467. síðu. efnið, sem hann hefur valið sér með of mikilli listrænni tækni og of ströngu formi, þangað til hann virðist vera farinn að skrifa æ hetur og bet- ur um minna og minna. Hve oft hefur ekki líf einstaklinga verið kannað ofan í kjölinn síðan Mrs. Dalloway var upp á sitt bezta? Henry Green hefur lyft upp fyrir okkur sálartjaldi þjóna og skrifstofumanna, William Sansom sýnt okkur afbrýðisaman rakara, Cyril Connolly hefur kynnt okkur fyriír sjálfum sér. Rebecca West, sem hefur velt fyrir sér þjóðfélagsmálum frá ýmsum sjónarmiðum, hefur sagt skil- ið við skáldsöguna. (í Ameriku er það þvert á móti svo, að það eru ekki aðeins heimspekingar og aðrir fræð- ar af því tagi, heldur einnig póli- tískir fréttamenn og rithöfundar, sem skrifa skáldsögur, t.d. John Gunther, Vincent Sheean, William Shirer, John Vandercook o.fl.). í The Heat of the Day lýsti Elizabeth Bowen fyrir okkur landráðamanni, en valdi sér þá leiðina að lýsa landráðum hans og svikum einkum með tilfinningum konu hans, þegar henni urðu þau ljós. Það er ekki ætlun mín að gera iítið úr þessum hrífandi, vel skrifuðu og vel byggðu brezku skáldsögum. En Ameríkumönnum þykja þær samt ekki nógu víðfeðmar, höfundar þeirra virðast nærri því óeðlilega -hræddir við að Ijá þeim almennan tón, trén skyggja á skóginn. Skyldi það vera vegna þess, að miklar breytingar hafa orðið á brezku þjóðfélagi, og rithöf- undarnir ’nafi þess vegna snúið sér að viðfangsefnum, sem lágu nærri og voru tiltölulega afmörkuð, meðan svo margt annað hefur verið á ringul- reið? Úr því að jörðin undir fótum þeirra var orðin ótrygg og ekki var lengur hægt að treysta neinum landa- merkjum? Arneríkumenn, meira að segja hinir stórkostlegu einfeldningar og sakleys- ingjar í sögum Henry James, einangr- aðir, í leit að svari í allri þeirri óreiðu, sem ríkir í sundurleitum þjóðfélags- heildum, sem eiga sér enga hefð, og fá allt of oft ófullnægjandi og röng svör við spurningum sínum og vita, að svarið er samt sem áður það, sem máli skiptir. Og þeir trúa því meira að segja, að hægt sé að finna það. Það er ekki aðeins söguhetja Warrens, heldur Warren sjálfur, sem spyr að bókarlokum í World Enough and Time: „Var allt til einskis?“ og spurn- ingin bergmálaði í amerískum nútíma- ritverkum. Þetta er ekki bara spurn- ing mælskumannsins. Warren og okk- ur öll langar til að vita svarið. Er það rangt, að rugla svona saman siðfræði og fagurfræði, rétt eins og hinar endalausu deilur um gildi þeirra og þýðingu hvorrar fyrir aðra hefðu aldrei brotizt út? Óþroskuðum, amerískum höfundum hættir ákaflega mikið til að láta „drepa sig“ í broddi lífsins, og það er ekki fyrst og fremst gullið í Hollywood eða ginnandi met- sölubókalistarnir, sem drepa þá, held- ur skelfilega miklir hæfileikar til að villast. Þetta stafar eflaust að nokkru leyti af menntunarskorti okkar. Eitt af því, sem rangt er í viðleitni okkar, er að ætla okkur að færa landamæri bókmenntanna of langt út. Brezkur rithöfundur virðist geta unnið á sama RoSlaus afli Einu sinni kom göngumaður að Hrepphólum til séra Björns Jónsson ar. Honum var fenginn fiskur og við bit. Fletti hann fiskinum úr roðinu og át hann, en skildi roðið eftir. Prestur horfði á og spurði með hægð: — Hvað fiskaðir þú í vetur, fugl inn minn? — Þrjú hundruð, svaraði maður- inn. —•' Allt roðlaust, sagði þá prestur og brýndi röddina. KveðjuorfS prests Séra Sigurður Sigurðsson á Bægisá mælti eitt sinn af munni fram þessa vísu við gröf sóknarbónda, er hann var að jarða: Þú liggur þarna, laufagrér, lúnóttur í grafarhver. Ekki meira ég þyl yfir þér, þú þrjózkaðist við að gjalda mér. Qottsveinn ávarpaður Séra Björn Jónsson á Hrepphólum sneri sér eitt sinn við í predikunar- stólnum í miðri ræðu, leit til Gott- sveins Jónssonar í Steinsholti og brýhdi raustina: „Vita skaltu það, þjófúrinn þinn, að þótt þú sleppir undan mannlegum dómi hér í heimi, þá bíður gálginn og snaran eftir þér í helvíti". Hógvær jijófur Um aldamótin var uppi maður, sem nefndur var íngimundur krókur. Hann fór víða, en þótti nokkuð fingra langur. Einu sinni mætti hann á Öskjuhlíð bónda, er var á leið til \ akrinum aftur og aftur, bætt upp- skeruna og aukið framleiðsluna með dugnaði og útsjónarsemi, og sem dæmi má nefna Ivy Compton-Burnett. Akrar Ameriku þola' ekki þessa meðferð. Þeir ganga úr sér og verða ófrjóir, eins og Chicago Farrells og Georgia Erskine Caldwells eru orðnir ófrjóir staðir fyrir rithöfund. Við verðum að færa út kvíarnar. Landa- mæri bókmenntanna hafa ekki enn verið afgirt, og ef við höldum ekki áfram landkönnuninni og ryðjum brautina, stöðnum við. Ef til vill vísa grafir okkar horfnu rithöfunda veg- inn til nýrrar Kaliforníu, þar sem vera má, að hin mikla borg verði sann- kölluð borg englanna. Reykjavíkur með lest sína. Nautshúð var bundin ofan á milli á hestinum, og skar Ingimundur hana frá klyf- beraboganum, um leið og lestin fór hjá. Bóndi fékk þegar illan bifur á Ingi- mundi, er hann varð þess áskynja, að húðin var horfin. Sneri bóndi þá við og reið sem ákafast á eftir kauða. Náði hann honum brátt og varð fátt um kveðjur. Þreif bóndi af honum húðina og hellti yfir hann skömmum fyrir hvinnskuna. Ingimundur hlustaði þegjandi á skammirnar og reyndi ekki að bera í bætifláka fyrir sig. Þegar loks varð hlé á skömmum bóndans, sagði hann með^ hægð: „Ósköp liggur illa á þér, maður minn. Mér finnst, að þú ættir heldur að vera kátur yfir því, hvað þú varst stálheppinn að ná húðinni aftur." Söngvió ungmenni Ólafur hét unglingur einn, sem settur var í gapastokk í Skagafirði fyrir þá sök, að hann vildi ekki sækja kirkju. Var hann látinn standa í gapa stokknum úti fyrir kirkiunni á með- an messað var. Ekki var hann þó hnuggnari en svo, að hann söng svo hátt, aa heyrðist inn um alla kirkju: Þar stend ég kyrr, þó kals og spé kveiki mér heims óblíða. Þótti góðu og vandlætingarsömu fólki lítið fara f-yrir blygðun pilts og angursemi. ðskadraumur Strandalíns Bergur Guðmundsson stúdent, sem nefndi sig Fílómathes Stranda- lín, hafði mikinn hug á því að setjast Glettur og gamansögur T I M I N N — SUNNUDAGSBLAB 477

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.