Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Síða 7
SéS úr lofti yfir Flatey á BrelSafirSi og eyjar og hólma í grennd viS hana. Þarna var íslenzka þilskipaútgerSin hafin til vegs á öndverSri nítjándu öld, og nokkrum áratugum si'Sar varð Flatey öflugt vígi þjóSlegrar vakningar. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). á þá norðangarð, sem stóð í fulla viku, og þeir voru orðnir alveg ærð- ir yfir að komast ekki heim, búnir að slá túnin í Skáleyjum og sátu svo iðjulausir. Að lokum fór faðir minn með þá til lands á áttæringi, sem hann átti. Þannig lauk nú þeirri ferð. Sagt var, að einn þeirra hefði hrekkj- azt svo' á þessu, að hann hefði aídrei farið í eyjaferð eftir það. En ekki veit ég, hvort það er nú alveg rétt. — Það hafa auðvitað allar samgöng ur verið á sjó? — Eins og gefur að skilja kom bát- urinn eyjabóndanum í stað hestsins á landi. Bóndinn í eyjunum tók bát sinn í nausti og ýtti á flot, ef eitt- hvað þurfti að fara, og þessar sífelldu sjóferðir sköpuðu góða sjómenn og örugga. En svo gat þetta skyndilega breytzt að vetrinum. Ef það komu frost, lagði ís á milli svokallaðra Inn- eyja, t. d. Skáleyja, Svefneyja og Hvallátra, og þá var bara tekið til postulanna og labbað á milli eyjanna með broddstaf í hendi til að kanna ísinn, og sérstaklega var þetta til- hlökkunarefni hjá unga fólkinu. Þá hljóp það á milli eyjanna og sló upp böllum og veizlum án þess að þurfa að fara á bát. Þá liðkaðist um það allt saman. — Og hvar kom það saman? — í eyjunum á víxl. Það var stutt á milli og þurfti ekki nema 8—12 stiga frost í nokkra daga. Þá lagði og ísinn vaið gengur. Stundum var nú reyndar teflt á tæpasta vaðið til að geta dansað, þegar ísinn var veikast- ur. — Hvernig var háttað félagslífi i eyjunum? — Það var talsvert félags- og menn- ingarlíf. í Flatey starfaði ungmenna- félag með miklum blóma, a. m. k. á tímabili, en það náði eiginlega aldrei lengra. Þar hefur líka lengi verið ágætt bókasafn. Séra Ólafur Sívertsen stofnaði bókasafnið á sínum tima, og prestarnir í Flatey hafa löng- um verið sjálfkjörnir forustumenn þess og unnið því mikið og gott staif margir hverjir. Að vetrinum var gott næði í eyjunum og mikið lesið. Einu sinni stofnuðum við nokkrir strákar félag, sem náði yfir allar eyjarnar og hét Árblik og hélt oftast fundi sína í Flatey. Aðalhvatamaðurinn að stofn- un þess var Andrés Straumland, mik- ill efnispiltur, en missti snemma heils una og var mörg ár berklaveikur á Vífilsstöðum og dó fyrir aldur fram. Hann var á sinum tíma hvatamaður að stofnun SÍBS og fyrsti formaður þess, að mig minnir. — Þarna voru líka gefin út handskrifuð blöð. Áður en ég man eftir, var gefið út blað, sem hét Flateyingur, en seinna man ég líka eftir Gesti og seinast blaði, sem hét Eysteinn og var myndskreytt. Við höfðum einn ágætan teiknara I hópnum. Miðstöð félagslífsios var auð vifað í Flatey: þat var kauptún og fólkið flest, og þar starfaði m. a. kvenfélag. Þar sátu presturinn, lækn- irinn og ljósmóðirin, eins og gengur, svo að þetta var eðlilegt. — Voru ekki læknisferðir oft erf- iðar í eyjunum? — Jú, það var sótt djarft til þeirra ferða. Og þær voru oft sullsamar. í sambandi við allar þessar sjóferðir má geta þess, að kvenfólk þótti oft ekki síður liðtækt við sjómennsku en karlmenn. Þær voru jafnvel fornienn í Bjarneyjum og Oddbjarnarskeri, en svo reru þær með karlmönnunum og voru hásetar, bæði í heimaverstöðv- unum og suður undir Jökli alla leið suður í Dritvík — Hefurðu trú á, að Breiðafjarð- areyjar eigi fyrir sér nýtt blómaskeið? — Eg er nú ekki spámaður, en það væri vonandi, að þær ættu bjaitara tímabil fyrir höndum en nú gengur yfir þær, því að lífsskilyrðin eru þau sömu þar nú og áður var, nema fisk- ur mun vera minni á grunnmiðunum kringum eyjarnar, en á þeim byggð- ist að miklu leyti búseta í Bjarneyj- um o. fl. eyjum. Og ég er viss um, að allir gamlir eyjamenn óska þess, að fólkinu eigi eftir ag fjölga þar og reisa þessi gömlu höfuðból við á ný, Framhald á 549. síðu. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 535

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.