Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Side 11

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Side 11
ekrifa þetta og ég skal borga þa3 í fyrramálið“. En Bodos þekkti þetta gamla bragð of vel. Hann leit yfir gleraugu sín og sagði: — Skelfing hefurðu horazt, dreng- ur! Sá, sem hefur peninga heima, er ekki svona horaður. Hann , setti pöntun drengsins til hliðar. — Fyrst kemurðu með pen- ingana, svo færðu þetta, sagði hann. — Gott og vel, sagði drengurinn og furðaði sig á, að upp hafði komizt um skreytni hans. — Eg kem með peningana. Svo flýtti hann sér út. Þegar drengurinn var farinn, sneri Bodos Agha sér að konu sinni, sem hjálpaði honum í verzluninni: — Vesalingarnar, sagði hann, — ég vor- kenni þeim af öllu hjarta. Hvað í ósköpunum ætli þau hafi til að lifa af núna? Mér þætti fróðlegt að vita það. Kona hans kinkaði kolli: — Já, ég hef líka samúð með þeim. Vesling- arnir! Drengurinn fann enn sárar fyrir svalanum úti á heimleiðinni úr búð- inni. Við hornið sá hann rjúka úr skorsteinum hvíta hússins. Mikið hlaut þetta fólk að vera hamingju- samt! Honum datt ekki í hug að vera öfundsjúkur; hann hafði óblandna aðdáun á þessu fólki, sem gefið hafði honum beztu máltíð, sem hann hafði nokkurn tíma fengið á ævinni. Drengurinn hraðaði sér eftir megni að heimili sínu, og tennurnar glömr- uðu í munninum á honum. Þegar hann kom inn í herbergið, mælti hann ekki orð af vörum við móður sína og bróður. Tómar hendur hans töl- uðu fyrir hann. Frammi fyrir spyrjandi augum þeirra fór hann að afklæðast og skreið upp í fletið, sem hafði enn ekki misst alla hlýjuna; en þegar hann talaði, sagði hann: — Mér er kalt. Mér er kalt. Og hann engdist sundur og saman á óhrjálegu fletinu. Gulnaz breiddi ofan á hann það, sem hún gat fundið og leit hræðslu- lega á drenginn, sem kvaldist. Hann skalf og titraði í meira en hálfa aðra klukkustund. Þá kom sótthitinn. Drengurinn lá þráðbeinn á bakinu, hreyfingarlaus, og horfði fram fyrir sig tómum augum. Gulnaz tók ábreið- una og reyndi að kæla sjóðheitt enni drengsins með svölum höndum sínum. Konan læddist um húsið fram til kvölds, og hún var á barmi örvingl- unar. Hún vissi ekki, hvað hún átti til bragðs að taka. Hún gat ekki hugs- að. Hún hélt áfram að ganga inn í herbergið og út úr því aftur, horfði sljólegum augum á veggina, fátækleg húsgögnin. Skyndilega varð hún þess vör, að hún var ekki lengur svöng. Sólin var að ganga til viðar. Ábreið- urnar, sem hún hafði tekið ofan af Framhalcl á 550. síðu. — Ó, elsku drengurinn minn, elsku drengurinn minn. — Hérna, hérna, inni í mér. Það er eitthvað að hreyfast. — Það er af hungri. Eg finn það líka. Hafðu engar áhyggjur af því, það er ekkert. Innyflin í þér eru á hreyfingu. — Eg er að deyja. Eg er að deyja. Eldri drengurinn opnaði augun og leit á bróður sinn. Gulnaz leit á báða sonu sína. Litli drengurinn var þög- ull. Augu hans voru dökk, varirnar þurrar, rifnar og hvítar, kinnarnar gular og kinnfiskasognar, blóðlaust hörund hans fölt og gulleitt. Að lok- um gaf Gulnaz eldri drengnum bend- ingu. Hann brölti upp og þau fóru bæði út úr herberginu. Frammi í ganginum hvíslaði hún eins og hún óttaðist, að einhver lægi á hleri. „Við verðum að fara til Bodos, kaupmanns ins. Við verðum! Biddu hann um dá- lítið af hrísgrjónum, hveiti og kartöfl- um. Segðu honum, að við borgum bað aftur eftir fáeina daga“. Snáð og slitin treyja drengsins skýldi honum aðeins að litlu leyti fyrir svalanum í götunni. Hann hafði enga krafta í fótunum. Hann varð að styðja sig við húsvegginn, þar sem hann skjögraði áfram. Að lok- um komst hann að búðinni á Cerrah- pasha-hæðinni og ýtti upp hurðinni og smokraði sér inn í hlýjuna í verzl- uninni, sem var hituð upp með gríðar stórum potti. Hann lét alla vera á undan sér og vonaði, að hann gæti fengið að tala við kaupmanninn í einrúmi og svo hann fengi notið hit- ans nokkru lengur. Þegar allir voru farnir, fór hann frá arninum og bað um eitt pund af hrísgrjónum, eitt pund af hveiti og eitt pund af kart- öflum, stakk svo hendinni í vasann, eins og hann ætlaði að ná í pening- ana og lézt síðan hafa gleymt þeim heima, og hann leit gremjulega upp og stundi: „Æ, ég hef gleymt pening- unum heima. Hvernig lízt yður á? Eg vildi ógjarna þurfa að fara alla leið heim og hingað aftur í þessum kulda. Viljið þér vera svo góður að ,,Frammi á gangínum hvíslaSi hún aS honum eins og hún óttaðist, a3 einhver lægi á hieri". T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 539

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.