Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Qupperneq 14
VÍÐIVELLIR í BLÖNDUHLÍÐ. (Ljósmynd: Páll Jónsson). oiði um það, að lengi hafi verið reimt eftir Solveigu og getur einnig þessara heitinga við séra Odd. Ber hann prest sjálfan fyrir þeirri sögu. Hann segir og, að nálega hafi ekki sú nótt komið, að hun sækti ekki að Jóni Steingrímssyni, og vegna þess- ara aðsókna hafi hann hrökklazt frá Miklabæ um vorið Jón Espólín segir, að séra Oddur hafi gerzt undarlegur í háttum og nefriir til marks um það, að eitt sinn hafi hann hlaupið frá öðrum mönnum til fjalla og verið eltur. Er af þessu bert, að séra Odd- ur hefur stundum ekki verið með réttu ráði og mönnum vart eða ekki þótt honum óhætt í verstu köstunum. Ekkert er líklegra en dauði Solveigar og draumar og fyrirbæri, sem menn þóttust skynja að henni látinni, hafi raskað jafnvægi prests, og það því fremur sem samvizka hans kann að hafa ýtt óþægilega vig honum. Svo er einnig að sjá, að prestur hafi á þessu skeið'i verið alldrykk- felldur, sem raunar var ekki nýlunda um presta á hans dögum, og talsvert skort á, að 'hann rækti embætti sitt, svo að vel þætti. Vildi hann þá einn- ig eitt sinn komast brott frá Mikla- hæ, því að hann sótti um Laufás árið 1784. Þá var Árni Þórarinsson orðinn hiskup á Hólum, og gerði hann þá at- hugasemd við umsókn séra Odds, að hann væri. ekki viss um reglusemi hans og kostgæfni. Þó liðu svo átta ár, að ekki dró til stórtíðinda. En þá var það' hinn fyrsta dag októbermánaðar hau<d;’ ’Vfw sextánda sunnudag eftir þrenningar- hátíð, að séra Oddur messaðí á Silfra- stöðum. Varg hann seinn fyrir, er hann reig heim um kvöldið. og lenti í myrkri. Kom hann að Víðivöllurn til Vigfúsar sýslumanns Schevings og var boðið til stofu eftir hætti Drakk hann þar kaffi, en annars er svo að sjá. að viðstaðan hafi verið fremur stutt. I annálsviðauka, sem skráður var af Jóni sýslumanni Sveinssyni á Eskifirði, getur þess, að prestur hafi verið „lítið hreyfður af víni“, og gæti það þýtt alldrukkinn á nútíðarmáli, enda þótti þá nálega jafnnauðsynlegt, að prestar hefðu með sér pyttluna sem bænabókina á ferða- lögum um sóknir sínar, og brennivín mjög veitt þeim gestum, er menn vildu gera vel til. Frost hefur verið talsvert dagana áður og hörzl komið, því að prestur reið skaflajárnuðum hesti, en nú var hlákuveður og niðamyrkur. Sýslumað- ur fylgdi séra Oddi á hest og kvaddi til mann eða menn til þess að fylgja honum. En prestur vildi ekki heyra nefnda fylgd, enda ekki nema rösk- lega einn kílómetri frá Víðivöllum að Miklabæ. Segir séra Páll á Brúar- landi, að sá, sem sýslumaður bauð presti til fylgdar, hafi verið Jón sá Bjarnason, er var heimildarmaður að frásögn hans um þessa atburði, en Gísli Konráðsson nefnir þar til Arna Jónsson, er síðar varð bóndi á Utan- verðunesi. Frásögn Gísla er á þá leið, að Árni hafi farið af stað með presti, þrátt fyrir mótmæli hans. Bjóst hann við, að prestur riði út hjá Víkurkoti, því að þar roru svellaðar mýrar og greiðar yfirferðar þeim, er reið skafla járnuðum hesti. En svo fór, að prestur sló þegar í hest sinn, er hann reið úr hlaði, en Árni sneri aftur við vallargarð á Víðivöllum, því ag sá, sem hann átti að f-ylgja, var horfinn út í haustmyrkrið. Ekki er tryggt, að þessi frásögn sé í öllum atvikum hárnákvæm. En ekki er fjarri lagi að álykta, að hér stígi annað tveggja fram mynd af drukknum manni eða ofsareiðum, er tyrjar ferð sína meg því að berja hest sinn og þeysi út í myrkrig frá gestgjafa sínum og fylgdarmanni. Þessu næst víkur sögunni til Mikla- bæjar, og fer hún nú að taka á sig kynjamynd, er ber blæ þjóðsögunnar í vaxandi mæli. Fólk var þar mjög myrkfælið orðið, segir Gísli Konráðs- son, vegna reimleika þeirra, sem af Solveigu stöfuðu — ekki sízt prests- konan. Nú bar það vig þetta kvöld, að þeim, sem í baðstofu sátu, heyrð- ist komið upp á bæinn og að glugga, og segja sumir, að síðan hafi heyrzt sem sá renndi sér niður aftur, er þar var á ferð, eða væri dreginn brott. Heimafólk nugði prest kom- inn, og var sonur hans, Gísli að nafni, átta ára gamall, sendur fram til þess að opna bæinn fyrir föður sínum. „Farðu fram, Gísli litli, og taktu opinn bæinn. Hann fað'ir þinn er kominn“, segir séra Páll á Brúar- landi, að einhver í baðstofunni hafi sagt við barnið. Það er sögn sumra, að drengurinn hafi farið til dyra, en einskis orðið var, en séra Páll telur, að hann hafi ekki þorað að opna sakir myrk- hræðslu, og hafi því enginn skyggnzt út. Eru um þetta r kreiki ýmsar sagn- ir, sem lengi gengu í munnmælum og voru skráðar löngu síðar. En á því- líku eru ekki reiður hendandi. En að morgni stóð hestur prests með reiðtygjum öllum skammt frá bænum. Nefna þar sumir til túnið, en aðrir jafnvel hlaðið. Voru vett- í hnakknum, en hattur hjá bæjar- vegg. Þó sögðu nokkrir, að vettling- lingar prests og keyri undir sessunni arnir hefðu verið á bæjarveggnum og keyrið á kirkjugarðsveggnum. Fólki á Miklabæ varð að vonum hverft við, og þegar spurnir bárust af brottför séra Odds frá Víðivöllum kvöldið áður, gat engum dulizt, að váleg tíðindi höfðu gerzt. Voru þá boð send á bæi í Blönduhlíð og leit hafin. Var leitað í marga daga, og tóku að minnsta kosti fjörutíu til fimmtíu menn þátt í henni — sumir nefna hundrað. Jón Espólin segir, að fjöru- tíu menn hafi leitað í átta daga. Fyrir neðan Miklabæ er kíll sá, sem heitir Gegnir, djúpur mjög, og liggur til Héraðsvatna. Ætluðu marg- ir, að prestur hefði farið ], kílinn, og var ieitað þar með stöngum og l^rók- um, að því er séra Páll á Brúarlandi segir með skírskotun til Jóns Bjarna- sonar, er sjálfur var í leitarflokknum dögum saman. En allt kom þetta fyrir ekki. Séra Oddur fannst ekki. Gerðust nú margar getgáturnar um endalok prests, og voru þeir ófáir, sem þóttust þess fullvissir, að Solveig hefði dregið hann til sín í dys sína. Vildu sumir rjúfa dysina og leita prests þar, og fullyrðir séra Páll, að prestsmaddaman hafi haft á því mik- inn hug. En Vigfús sýslumaður Schev- ing bannaði það, því að honum þótti slíkt tiltæki votta óviðurkvæmilega hjátrú. Loks er þess ekki að dyljast, að í hvíslingum hefur verið haft, að minnsta kosti þegar frá leið, að prest- ur kynni að hafa horfið af mannavöld- um, og ppp komu þær raddir, að sjálf- ur sýslumaður hefði gerzt ráðbani 50 T í M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.