Tíminn Sunnudagsblað - 05.08.1962, Side 17
ur konunnar ætlaði, að gröfin væri.
En sú leit bar ekki árangur. Þar
undir var óhreyfð mold, og fundust
engin bein. Sigurður Einarsson, sem
annars átti heimili á Hrólfsstöðum i
Blönduhlíð, hafði farið út í Hegrane^s,
þegar vísbendingu hans var ekki
fylgt, því'að þar hafði hann með hönd
um vörzlu við Héraðsvötn v.egna fjár-
pestanna, sem þá voru í algleymingi.
Virðist hafa verið búizt við því, að
Sigurður yrði tregur til frekari af-
skipta af þessu mál.
Það var auðvitað á hvers manns
vitorði í Skagafirði og miklu víðar,
hvað í bígerð var í Miklabæ. Margs
konar sögur um fyrirbæri á miðils-
fundunum, þar sem Solveig talaði til
tuttugustu aldarinnar gegnum móðu
og mistur hundrað og sextíu ára,
gengu fjöllunum hærra, og marga
kvöldstund var það rifjað upp, er
menn geymdu í minni sínu úr sögu
þeirra séra Odds og sögnum um þau.
Nú tóku líka að glæðast draumar og
ýmiss konár vitranir, og gerðist slíkt
eftir því tíðara sem spenna beina-
ævintýrsins jókst og hugblærinn í
kringum það gæddist meira dul. Sol-
veig og séra Oddur stóðu enn á ný
við sængurstokka fólks.
Það mun hafa verið einhverja þess
ara nátta, þegar óvissa ríkti um úr-
slit málsins, að skagfirzka konu í
Reykjavík, Maríu Þorsteinsdóttur frá
Hrólfsstöðum, dreymdi, að Solveig
kæmi til sín, lágvaxin kona, döklc-
hærð og fölleit, og bæði sig að koma
til Miklabæjar og sjá, hvar hún lægi.
Um sama leyti dreymdi föður henn-
ar norður í Skagafirði, að séra Odd-
ur vitjaði hans, hár og herðibreiður
og festulegur á svip. Varpaði hann
að bónda þessum orðum:
„Ég sé það á þér, að þú ællar að
gera þetta fyrir okkur“.
Ekki vissi Þorsteinn þó til hlítar
að hverju þessi orð lutu, fyrr en séra
Lárus fór þess á flot við hann, að
hann sækti Sigurð Einarsson út 1
Hegranes. Tókst Þorsteinn þá ferð
á hendur, og er ekki að orðlengja
það, að Sigurður lét tilleiðast að
koma aftur til Miklabæjar til þess
að vísa á gröfina, þar sem beinin úr
kistunni gömlu, sem fannst haustið
1914, átti að vera. Þótti þá allvel hafa
skipazt, því að hermt var þar nyrðra
eftir hinum reykvísku miðlum, að
bein Solveigar myndu ekki koma í
leitirnar fyrr en við aðra tilraun.
Var nú grafið á ný og að þessu sinni
að tilvísun Sigurðar.
Það kom í Ijós, að minni hans
hafði ekki skeikað. Komið var beint
niður á kistu konunnar, sem jörðuð
var 1914. Voru lausu fjalirnar enn
sunnan við kistuna og beinin í skúta
sínum hjá þeim. Höfðu þau allmjög
fúnað, frá því að þau voru færð þang-
að fyrir tuttugu og þremur árum,
að því er Sigurði virtist. Þó héldu
stærstu og hörðustu beinin sér all-
vel.
Séra Lárus og Stefán Jónsson á
Höskuldsstöðum mældu lærlegg og
höfuðkúpu. Ekki getur þó annars um
stærð höfuðkúpunnar en þess, að
hún svaraði til fremur smáu höíði
konu. Lærleggurinn reyndist aftur á
móti 39 sentimetrar, og ályktuðu þeir
af því, að hann væri úr lágvaxinni
konu. Af tönnum. töldu þeir sig geta
ráðið, að hún hefði verið á þrítugs-
aldri.
Fjalirnar voru svo heillegar, að
unnt reyndist að gera sér grein fyrir
upphaflegri stærð kistunnar. Mældist
lengdin 147 sentimetrar, en breiddin
42 sentimetrar. Á gaflfjöl vottaði fyr
ir járnspöngum, og í moldinni fannst
járnhringur, sem þeir Stefán og
prestur hugðu vera úr gafli kistunn-
ar. Loks fannst þarna ein silfurmilla
og ofurlítil pjatla af sterkum dúki.
Þótti hún góður fundur, því að sagt
GLAUMBÆR í SKAGAFIRÐI.
(Ljósmynd: Páll Jónsson).
var, að hennar hefði verið getið á ein-
hverjum miðilsfunda þeirra, þar sem
beinaleitina bar á góma. Stefán á
Höskuldsstöðum varpaði fram þeirri
getgátu, að Solveig hefði verið dysjuð
í fatakistu sinni og studdist þar við
gamlar sögusagnir í héraðinu.
Kista var nú smíðuð að beinum
þeim, sem fundust við uppgröftinn.
Voru þau síðan flutt til Glaumbæjar
11. júlí um sumarið. Séra Lárus söng
messu i Miklabæ og flutti þar fyrir-
bænir, áður en haldið var að Glaum-
bæ, og enn messaði hann í Glaumbæj-
arkirkju og bað fyrir Solveigu, áður
en beinin voru jörðuð þar í kirkju-
garðinum með venjulegum hætti. —
Var mikill fjöldi fólks við messu
í báðum kirkjunum við þetta óvenju-
lega tækifæri.
Þorsteinn á Hrólfsstöðum og Stefán
á Höskuldsstöðum höfðu valið bein-
unum legurúm í Glaumbæ. Nóttina
áður dreymdi Þorstein, að hann væri
staddur í Glaumbæjarkirkjugarði og
sæi þar opna gröf. Virtist honum þar
hjá sér einhver, er bæði hann að
setja á sig afstöðuna. Þegar þeir
Stefán og Þorsteinn fóru að ganga
um garðinn daginn eftir, varð fyrir
þeim leiði séra Gísla Oddssonar,
prestssonarins frá Miklabæ, er þar
var jarðsettur árið 1855. Hvarflaði
fyrst að þeim að taka beinunum gröf
við hlið hans. En frá því var þó
horfið, þar eð Þorsteini virtist þetta
ekki vera sá staður, þar sem hann
hafði séð gröfina í draumnum Fann
hann og brátt þann stað, er hann
þóttist kannast við, og þar grófu
þeir. Hafði kirkjugárðurinn í Glaum-
bæ nýlega verið stækkaður til norð-
urs, er þetta gerðist, og lenti gröfin
á mörkum gamla garðsins og við-
aukans, austan við miðjan garðinn,
svo að afstöðunni svipaði mjög til
þess staðar, þar sem beinin höfðu
legið í Miklabæjargarði.
VI.
Hér líður að lokum þessarar sögu.
Því er ekki að leyna, að upptaka bein-
anna í Miklabæjargarði og gröftur
þeirra í Glaumbæ, sætti misjöfnum
dómum. Margir véfengdu, að það
hefðu verið bein Solveigar, sem upp
voru tekin, færðu þéir það meðal
apnars fram máli sínu til stuðnings,
að dys Solveigar hefði að vitni Gísla
Konráðssonar verið sunnan við kirkju
garðsvegginn, og mætti hann hafa
gerr um þetta vitað en þeir, sem síðar
voru uppi. Þeir skírskotuðu einnig
til þess, er löngum hefur verið sagt,
að Solveig hefði verið grafin inn
undir vegg kirkjugafðsins og hefði
því legstaður hennar átt að vera innar
í garðinum en þau bein, sem upp voru
tekin. Þá virðist auðsætt, að Solveig
hafi verið komin af þrítugsaldri, þeg-
Framhald á 550. síðu.
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
545