Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Qupperneq 19
Bergsfeinn Kristjánsson safnaði FYNDNI OG fLÓNSKA BRANDUR skrifaði stúlku, sem hann lagði mikinn hug á, svohljóðandi bónorðsbréf: Vilt þú eiga mig, ég vil eiga þig. Ég vil það, pápi vill það og mamma vill það. En það getur verið, að ég eigi barn í vonum úti í Stokkseyrar hverfi, en það getur líka skeð, að það verði ekkert úr því. ★ í ÞORPI EINU var sett á stofn kaupfélag, og var sölubúð þess með stórum gluggum, þar sem voru til sýnis margir girnilegir hlutir, sem stráka þorpsins langaði til að eign- ast. Fjórir strákar í þorpinu tóku sig þó saman um að- brjótast inn í búðina. Skyldu tveir fara inn, en tveir vera á verði og gera viðvart, ef þeir yrðu varir mannaferða. Strákarnir voru staðnir að verki, og voru þeir, sem inn fórn, dæmd- ir til refsingar, en þeir, sem stóðu á verði fengu áminningu, sem fólst í eftirfarandi samtali dómarans við þá: - Dómarinn: Hvað voruð þið að gera úti svona seint um kvöld? Strákamir: Við vorum ekkert að gera. Dómarinn: Jú, eitthvað hafið þið verið að erinda úti, svona seint um kvöld í þessum kulda. 'Strá'karntr: Já, við vorum að pissa og svoleiðis. Dómarinn: Já, en það eiga menn ekki að gera, að Vera úti að pissa, þegar þeir vita, að aðrir eru inni að stela. ★ TOBBA GAMLA sagði, þegar hún heyrði talað um trúlofanir og til- hugalíf: — Ég veit ekki, hvag þær eiga að þýða þessar trúlofanir. Ég er búin að vera gift tvisvar og hef aldrei trúlofazt. ★ TOBBA eignaðist tengdason, sem hún var mjög ánægð með, og sagði í því sambandi: — Hann hefði ekki getað verið betri, þó að ég hefði búið hann til sjálf. ★ FYRIR NOKKRUM árum var út- varpsþulur að lesa auglýsingu um tapaðan silfurblýant. Honum varð mismæli og sagði, að blýanturinn hefði andazt á Hverfisgötunni. Dag- inn eftir er hringt til útvarpsins og spurt, hvort búið sé að dagsetja út- för blýantsins. Sá, sem anzaði í sím- ann, svaraði þá: — Því miður get ég ekki svarað því, en þér eruð máske einn af að- standendunúm. ÓLAFUR HÚSEIGANDI og Jónas leigjandi hans höfðu lent í mikilli ósátt út af viðskiptum sínum, og höfðu þeir skipzt á mörgum og hörð um orðum. Nokkru eftir að þetta skeði, kom vinur Jónasar til hans og settust þeir á tal saman. Ólafur brann í skinninu af forvitni og lang- aði ákaft að heyra tal þeirra. Lædd- ist hann því að dyrunum og lagði eyrað við skráargatið. En eftir litla stund gengur Jónas út og verður þá var við iðju Ólafs. Verður honum brátt í skapi og segir: — Liggur þú á hleri, bölvaður lubbinn. Ólafur iét sér hvergi bregða, en segir snúðugt: — Og mér er nú leyfilegt að hlusta hvar sem er í mínu eigin húsi. ★ GUÐRÚN GAMLA vildi láta Jón sinn, gamlan og heyrnarlausan, hjálpa sér við mjólkursölu. Eitt sinn brá hún sér frá og bað Jón að svara fyrir sig í símann og sagði meðal annars honum til leiðbeiningar: — Ef spurt er, hvort við eigum mjólk, þá átt þú að segja: Já, feita og þykka eins og rjóma. Skömmu síðar hringir síminn. Jón tekur heyrnartólið og segir: — Já, þetta er síminn. Hún Guð- rún mín hengdi hann upp á vegg, en ég kann ekkert með hann að fara. Þá er spurt: Er hún Guðrún heima? Jón anzar hátt og snjallt: — Já, feit og þykk eins og rjómi. ★ SÝSLUMAÐUR nokkur var að rann- saka sauðaþjófnaðarmál og fóru yfir- heyrslur fram í skrifstofu hans. Eitt sinn var barið að dyrum, og var þar kominn hreppstjóri sveitarinnar, sem vildi ná tali af sýslumanni. Sýslumað urinn opnaði hurðina í hálfa gátt og sagði: — Þú verður ag fara um bakdyrn- ar, því að hér er allt fullt af þjófum. * í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 907

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.