Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Qupperneq 7
KetilsstaSir á Völlum. (Ljósmynd: Gisli Gestsson).
kom að og skildi þá; höfðu illa atazt
rúmföt sýslumanns af lýsinu“.
Um þær mundir sem sýslumaður
stefnir Agli, stóðu Sunnefumál sem
hæst, en við þau er Wíum sýslumað-
ur laungum kenndur. Fóru hugir
þeirra Wíums og Péturs lítt saman
í því máli, sem og reyndar flestum
málum, því þeir áttu í brösum svo
áratugum skipli.
Wíum hélt nú þrjú þíng með vitna-
leiðslum um mál Egils, og að lokum
kvag hann upp dóm að Egilsstöðum
28. marz 1749. Var Agli þar gert að
greiða smávægiiegan málskostnað, en
að öð'ru leyti var hann sýknaður; þess
að auki getið, að Egill hljóti að teljast
bilaður og sé móður hans skylt að
gæta hans sem slíks.
Þvi var eitthvað fley.gt, að Egill
hafi hér notið óvildar þeirra Wíums
og Péturs, en l.íka er vert ag minnast
greiðabragðs Jens Wiums föður Hans,
við Egil forðum.
Pétur sýslurnaður undi þessum
málalokum hið versta og skaut mál-
inu til alþíngis. Dæmdi Björn Mark-
ússon lögmaður í því þann 16. júlí
1751 og breytti dómi Wíums svo, að
Egill skyldi greiða Pétri sex hundruð
á landsvísu í bætur fyrir „ósæmileg
stóryrði" en málskostnaður eða önn-
ur hegníng falli niður sakir fásinnu
Egils. Wíum skyldi hins vegar greiða
8 ríkisdali í málskostnað. Kemur raun
ar fram í dómnum: að með réttar-
höldum Wíums sé „ekki meg vitnum
fullkomlega bevísað, að Egill Snotru-
fóstri sé aldeilis vitstola maður“.
Sumar sagnir halda því fram, að
Egill hafi sjálfur komið til alþíngis
vig þetta tækifæri, „lét hann þar enn
ærilega, gekk um búðir með brauki
og bramli, svo til banda var hann tek-
inn; illyrti hann og ýmsa höfðíngja";
en ekki verður séð af alþíngisbókum
að Egill hafi verið á þínginu, enda
telja menn ósennilegt að honum hefði
verið sleppt lausum þángað.
Þegar dómur Hans Wíums féll á
Egilsstöðum 1749, hefur Jórunn á
Ketilsstöðum, sem nú var háöldruð,
séð hver hlífiskjöldur Wíum gat
reynzt, samtímis því ag illa horfði
um samskipti Péturs sýslumanns og
sonar hennar. Hún gerði því ferð
sína til Eiða á fund Wíums og gerði
samníng við hann, dagsettan 26. júlí
1749. Lýsir Jórunn gamla þar ángri
sínu vegna fásinnu og eymdar sonar
síns, og kveðst lítt fær um að gæta
hans sem vert sé. Annars er aðal-
efni samníngsins það, að þar gefur
Jórunn Wíum sýslumanni allt góss
þeirra mæðgina í föstu og lausu, en
á móti lofar Wíum ag taka ’Egil að
sér eftir hennar dag, eða fyrr, ef
henni þólcnast. Skyldu þó eignir Egils
renna til hans aftur, ef honum batn-
aði veikin.
Jórunn fékk konúngsstaðfestíngu á
þessu gjafabréfi 6. apríl 1753. Það
ár gera Pétur sýslumaður og Wíum
sýslumaður einnig samníng með sér,
11. september. Er þar ákveðið, að Pét-
ur skuli leyfa Agli dvöl á Ketilsstöð-
um meðan móðir hans lifi, en eftir
lát hennar skuli hann fara til Wíum3.
Þetta sama haust andaðist Jórunn
á Ketilsstöðum, 73 ára gömul og södd
mæðusamra lífdaga.
Egill fór því til Wíums á góu um
veturinn, en naut ekki leingi vistai
þar. Næsta sumar, 1754, andaðist
hann nálægt Þíngmaríumessu, 52 árs
ag aldri.
Þess er getið að „eitthvert stapp“
hafi orðið útaf lausafé Jórunnar að
Agli látnum. en jörðunum hélt Wíum
sýslumaður.
Þar lýkur raunalegri sögu þess van
heila gáfumanr.s Egils Guðmundsson *
ar, er kallaði sig Staffeldt og Snotri
fóstra; eftir hann liggur snyrtile.
rithönd á prédikanaafskriftum i
Landsbókasafni, þó ekki sé þar trú-
arjátníng Snotru í frumriti.
(Helztu heimildir: Sýslumanna-
ævir; Huld; Blanda V.; Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar; Jónas
Jónasson: íslenzkir þjóðhættir;
Jón Helgason: Handritaspjall;
Björn Th. Björnsson: Á íslend-
ingaslóðum í Kaupmannahöfn).
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
943