Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Page 9
VÍSIFINGURINN" þegar ég stjórna. Það er í mesta lagi að ég noti vísifingurinn, svona eins og þegar maður kallar á heimaalning — komdu, komdu, kiðlingur. — En það var hann Stokowski, hann notaði svo mikið fingurna, þegar hann stjórn aði, að þegar hann tók við nýjum hljómsveitum, botnaði enginn neitt í neinu. — Eru raddæfingar ekki leiðin- legar? — Takmarkið með kórstjórn verð- ur að vera það, að hægt sé að sleppa öllum raddæfingum. Ég byrjaði í ihaust á því að þjálfa Fóstbræður í að syngja beint af blaði og vil helzt ekki koma nálægt raddæfingum meira. Það fer allt of mikill tími í að liggja kvöld eftir kvöld yfir einni rödd og læra hana eins og páfagauk- ur. Þær æfingar, þar sem allar radd- irnar koma saman strax, eru miklu lífrænni og skemmtilegri; hitt er dautt, því að ein rödd er bara til fyllingar í hljómi, sem menn heyra ekki fyrr en allar raddir eru komnar saman. Hver einstök rödd lifnar ekki fyrr en í hljómnum. — Það mun líka verða þannig í náinni framtíð, að ekki verður hægt að troða upp með kóra, nema hver kórfélagi hafi feng- ið raddþjálfun og tónlistarfræðslu. — Finnst þér allt þetta erfiði svara kostnaði fyrir eina litla stund í hljóm leikasal? — Það er oft meira erfiði en gam- an að æfa eitt tónverk, sem tekur örskamma stund að flytja, en sú stund er manni svo mikils virði, að allt erfiðið borgar sig. — Hvað er erfiðast? — Upptakturinn. — Hvenær hafá hljómleikár tekizt vel, — þegar mikið er klappað? — Nei, vitneskjan um það hvort maður hefur unnið rétt eða efcki, þarf ekki að koma frá áheyrendum. Það hefur stundum komið fyrir, að I"lwAL^Ð^VIÐ^l RAGNAR BJÖRNS ? SON UM KÓR- l SÖNG OG KÓR- | STJÓRN, RADD- \ ÞJÁLFUN OG l TÓNNÆMI - \ kórinn hefur sungið verk á hljóm- leikum, sem mér hefur fundizt rétt unnið á æfingum, og það hefur verið klappað upp, en samt finnur maður, að verkið hefur ekki lifað nema brot af veröld sinni. Það er eitthvað ann- að en áheyrendur, sem gefur manni til kynna, hvort verkið hefur verið rétt unnið. — Hvaða munur er á músík og hávaða? — Ef til viil liggur munurinn í hlustandanum sjálfum. Það er talið staðreynd, að fólk sé misjafnlega næmt fyrir þvi, sem kallað er tónlist. Þegar einn lætur hrífast af sinfóníum Beethovens, sxynjar annar þær að- eins, sem misjafnlega óþægilegan Framhald á 958. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 945

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.