Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Síða 10
Ár- í Rangárþingi.
(Ljósmynd: Svavar Jóhannsson).
Guðjón Jónsson í Ási:
fieir hituðu stóran
nagla á kolaglói
Broi úr fimmtíu ára gamalli sjúkdómssögu
tssammMMK
Foreldrar mínir, Guðrún Filippus-
dóttir og Jón Eiríksson, byrjuðu bú-
skap í Bjóluhjáleigu árið 1859 og
bjuggu þar síðan í fjörutíu og sex
ár. Þau eignuðust þrettán börn, og
dóu sex þeirra í æsku úr barnaveiki
og taligaveiki. Sjö synir komust á
þroskaaldur, en tveir dóu uppkomn-
ir, Filippus, elztur systkinanna, úr
lungnabólgu árið 1890, þrjátiu ára
gamall, og Sigurður 1897, tuttugu og
sex ára. Hann veiktist mjög hastar-
lega 26. september, klukkan þrjú síð-
degis, og var látinn klukkan fjögur
um nóttina. Ólafur héraðslæknir Guð-
mundsson var hjá honum, en gat ekki
að gert, nema deyft mestu kvalirnar.
Eiríkur, næslelztur barnanna, lærði
trésmíði og stundaði þá iðn í nokkur
ár á Eyrarbakka, Stokkseyri og í
Reykjavík. En hugur hans stefndi
alltaf að sveitabúskan. Veturinn 1909
frétti hann, að hálf jörðin Bjóla væri
föl og laus til ábúðar vorið eftir. Hann
kom austur að Bjólutojáleigu og færði
í tal við mig, að við keyptum jörð;
ina saman og færum að búa þar. í
mér var eriginn búskaparhugur. Eg
var kóngsins lausamaður, hugsaði
ekkert um konu, börn eða búskap.
Samt lét ég til leiðast vegna löngun-
ar Eiríks til þess að koma undir sig
fótum í sveit. Hann treystist ekki til
kaupanna einn, því að efni hans voru
lítil, líkt og min.
Jörðin fékkst keypt. Það var samið
um kaupverðið, og allt virtist ætla að
ganga að óskum. En af vissum ástæð-
um rann þó þessi ráðagerð út í sand-
inn. Eiríkur fór vonsvikinn og væng-
stýfður til Reykjavíkur.
Nokkru seinna frétti Eiríkur, að
hálf jörðin Ás í Holtum væri laus
til ábúðar. Hann falaði hana, og var
honum gefinn kostur á leiguábúð í
eitt ár, enda keypti hann þá hús
jarðarinnar af bónda þeim, sem þar
hafði verið áður. Þetta þótti okkur
ekki aðgengilegt. Þó fór svo, að við
tókum jörðina með þessum kjörum.
Og þetta réðst betur en á horfðist.
Um haustið festum við bræður kaup
á henni afarkostalaust.
★
Vorið 1909 fluttumst vig að Ási og
byrjuðum þar búskap í félagi. Efnin
voru lítil og bústofninn ekki mikill,
en við vorum vonglaðir og bjartsýn-
ir, treystum guði og lukkunni. Það
hefur ekki brugðizt mér í lífinu.
Við heyjuðum vel um sumarið, og
allt gekk sæmilega vel. En í janúar-
mánuði 1910 veiktist Eiríkur af
höstugri lungnabólgu með háum hita.
Hann var lengi máttfarinn á eftir,
en óeirinn að liggja í rúminu og fór
fljótt á fætur, líklega ekki hitalaus.
Upp úr þessu fór hann að fá verk
í annan fótlegginn ofan við öklalið-
inn. Verkurinn fór vaxandi og varð
að kvalaköstum. Kom í Ijós, að farið
var að grafa í mergjarholinu í leggn-
946
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB