Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Síða 14
aldrei að brjóta á bak aftur mót-
spyrnu grísku borganna við enda ver
aldar hans. — Hver þessi Ahurum-
azda hefur verið, má sjá á töflu frá
tímum Dareioss: „Hinn mik i Ahur-
umazda, hinn mesti meðal guða, sá
er gerði Dareios að konungi, hefur
og gefið honum drottnunarvald.
Þetta land, Persía, sem Ahurumazda
gaf mér, er dýrðlegt og á góða hesta
og að vilja Ahurumazda óttist það
enga fjendur. Megi hvorki óvinir, lé-
leg uppskera eða lygar ná til þessa
lands.“ — Dareios var vissulega vold
ugur konungur og sparaði heldur
ekki að láta menn verða þess vara.
í hamar fjalls eins, sem stóð fast við
veginn milli Persíu og Babylon lét
bann höggva iógmyndir og áletranir
til minningar um persónu sína, sigur
vinninga og aðrar dáðir. Þessi minn-
ingatafla rís um 50 metra yfir undir
lendi dalsins. Höggvið hefur verið
í slétt hamrabe ti, sem stendur tals-
vert út úr hamrinum. Þar er mynd
af Dareios og styðst hann við boga
sinn, en stendur á öðrum fæti á hálsi
töframannsins Gaumata, er liggur á
jörðinni endilangur. Hafði sá þorpari
æst landslýðinn til uppreisnar. Að
baki konungsms standa tveir pers-
neskir höfðingjar með boga, örva-
rnæli og spjót. Og frammi fyrir Darei-
os standa níu „lyga-konungar“, hand-
járnaðir og samanbundnir á hálsun-
um .algjörlega undirokaðir. Báðum
megin við þessa mynd og undir henni
eru fjórtán dá kar af áletrunum um
afrek Dareioss, og eru þær á fjórum
tungumálum . Stendur þar meðal
annars:
Dareios konungur gerir kunnugt:
Þú, sem á ókomnum dögum
sérð þessa áletrun, sem ég lét
skrifa með hamri á klettavegginn
og sérð þessar mannsmyndir hér:
Afmá þú — eyðilegg þú —
ekkert. — Gæt þess, svo lengi
sem þú átt afkvæmi
að láta það allt óáreitt.
Hægra megin við hlið Xerxess var
móttökuherbergi þar sem gestir gátu
þvegið hendur sínar í keri, sem var
höggvið út í sjálfan fjal shamarinn.
í steinskríni, sem var í einu horni
þessa herbergis, fundust tvær litlar
töflur úr gulli og silfri, og voru þær
með áletrun. Þessar töflur hafði
Dareios sjálfur lagt þarna fyrir tvö
þúsund og fimm hundruð árum, þeg
ar húsið var tekið í notkun með há-
tíðlegri athöfn.
Frá h aðanum utan við móttökuher-
bergið liggja breiðar tröppur til á-
heyrendasalar, sem stendur nokkrum
metrum hærra. Veggirnir beggja
vegna trappanna eru þaktir högg-
myndum, og eru þessar höggmynda-
„seríur“ yfir hundrað metra langar.
Þær sýna hirðmenn, hermenn og und
irgefið fólk, sem kemur skríðandi til
þess að veita konunginum lotningu.
Á norðurhlið áheyrendasalarins hafa
þessar myndir staðið varnarlausar
mót veðri og vindum, en á austur-
hliðinni, sem veit að fjallinu, hafa
þær verið á kafi í sandi og möl allt
til okkar daga. Þar eru höggmyndirn-
ar eins ljóslifandi í hinu sterka sól-
skini og þær voru endur fyrir löngu,
þegar lífið átti sér athvarf í höllun-
um. Allt skraut og öll myndgerðar-
list snýst um sömu þungamiðjuna:
Konung konunganna, sem þegið hef-
ur ve di sitt frá Ahurumazda. Alls
staðar, þar sem myndir eru af sjálf-
um konunginum, er tákn guðanna
yfir höfði hans. Hinar mörgu súlur,
sem standa í göngunum að hinum
ýmsu salarkynnum, eru prýddar högg
myndum, og sýna nokkrar þeirra
Dareios sitjandi í hásæti sínu, en
Xerxess, son hans, að baki honum.
Þeir eru bornir uppi af mönnum.
sem tákna hið undirokaða fólk. Aðr-
ar höggmyndir sýna konunginn í bar-
daga við Ijón eða þar sem hann líð-
ur tignarlega áfram í fylgd þjóna
hans, sem bera sólhlíf hans, flugna-
drápara og handklæði.
Með því að bera saman höggmynd-
ir af konungnum og grískar frásagn-
ir af honum fæst a lgóð hugmynd
um, hvernig klæðnaður hans hefur
verið. — Á höfðinu hefur hann haft
hátt og flatt höfuðfat, sem aðeins
Ahurumazda og hinn jarðneski full-
trúi hans, konungurinn, höfðu rétt
til að bera. Hárið féll frjálst niður
á herðarnar samkvæmt persneskri
tízku, og hið mikla skegg var vel
skorið og liðað að hætti Assyríu-
manna, — og var slík skegghirðing
ekki öðrum leyfi eg en konungnum.
Hin skósíða skikkja hans var úr kon-
unglegum purpura frá Fönikíu, og
hvítar buxurnar voru einnig lagðar
purpura. í annarri hendi hafði hann
veldissprota, en í hinni hélt hann
á blómi. — Þannig leit hann út, stór-
konungurinn, sem engin dauðleg
vera gat nálgazt án þess að fleygja
sér til jarðar.
Þegar maður gengur um hallar-
rústirnar og virðir fyrir sér mynd-
irnar af drottnaranum, kemst mað-
ur ekki hjá að hugleiða, hve ólík við-
' fangsefni þessara listamanna hafa ver
ið viðfangsefnum hinna grísku lista-
manna, sem uppi voru á sama tíma.
— Þeirra lif var á torgum, leikvöng-
um og í hofum, en ekki innan hall-
■irmúra.
Ekki finnst ein einasta mynd af
konu méðal þeirra mörg hundruð
mynda, sem prýða Persepolis. Maður
gætj freistazt iil að álykta, að hall-
irnar hafi aldrei hýst konur, — en
því hefur þó ekki verið þannig far-
ið. Forn eifafræðingar hafa grafið
upp mörg rúmgóð kvennabúr, þar
sem drottningin og allar hinar eigin-
konur konungsins hafa hafzt við í
umsjá hörundsdökkra geldinga.
Það er einkenni á byggingarstílnum
í Persepolis, hve allt er stórt og mik-
Framhald á 957 síSu.
TEIK-NIMYND af einu hinna vængjuðu Ijóna. Á myndinni sést, hvernig veSur og
vindar hafa étiS úr höggmyndinni. Mydin er frá 17. öld og sýnir virSingarverða
nákvæmni teiknarans, Cornelis de Bruin.
950
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ