Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Page 21
PRESTUR nokkur, sem var fremur
ölkær, var sóttur til að skíra barn.
Þar var staddur kunningi hans og
drykkjubróðir, sem Gísli hét Jósefs-
son, sögumaður góður. Áður en at-
höfnin hófst, fengu þeir sér lítið eitt
í staupinu, en ætluðu svo að bæta
við, þegar skírninni væri lokið. Þeg-
ar prestur hafði lesig skímarformál-
ann litla stund, var Gísla farið að
ieiðast og segir:
— Er þetta ekki bráðum búið.
prestur minn?
Prestur svarar: — Skandalisérar
þú, Gísli Jósefsson, og hélt síðan á-
fram. með formálann, en Gísli dró
sig í hlé.
En þegar prestur hafði lesig enn
um stund, færði Gísli sig nær og
segir:
— Er þetta ekki bráðum búið,
prestur minn?
Prestur svarar: — Skandaliserar þú
f annað sinn, Gísli Jósefsson og hélt
síðan áfram lestrinum, en Gísli dró
sig í hlé.
En litlu síðar kemur hann til
prests og spyr: — Ætlar þetta aldr-
ei að enda, prestúr minn?
Prestur lét sér hvergi bregða en
svaraði sem fyrr: Skandaliserar þú í
þriðja sinn, Gísli Jósefsson — og
lauk síðan athöfninni.
BOTNLANGAR —
Framhald af 939. síSu.
iæknirinn að tvíbinda um hana
og tæma ristilinn, áður en þvi
yrði við komið.
En þegar Dahl yfirlæknir
hafði loks náð þessum merkis-
botnlanga úr manninum, veitt-
ust honum þau laun erfiðis síns
að telja úr fimmtíu og sex högl,
stærð númer þrjú, og í selskap
með þeim var svo kolamoli, 0,4
x 0,5 x 0,6 sentimetrar að
stærð. Þetta var eftirminnileg-
ur dagur í litla sjúkrahúsinu í
Þórshöfn.
(Heimild: Fróðskaparrit. —
Um högl í ágörnini eftir
P. Dahl).
Rústir Persepolis —
Framhald af 950. síSu.
ið um sig. Súlurnar í áheyrendasaln
um eru rúmíega tveir metrar í þver-
mál og yfir 25 metra háar. Efst á
þeim hafa trónað ljóna- og uxa-
höfuð, sem lágu á víð og dreif fyr-
ir neðan undirstöðuh aðann, þegar
Vesturlandabúar litu hallarrústirnar
fyrst augum. Þakið, sem þessar miklu
súlur báru uppi, var úr sedrusviði,
sem höggvinn var í skógum Libanons.
Þetta þak hefur brunnið til ösku,
þegar eldurinn brauzt út í höllinni.
Hin forn-persneska list byggir á
grunni, sem menningarþjóðirnar, er
Persar undirokuðu, höfðu skapað. —
Eólksraðirnar, ljónin og aðrar skepn
ur, sem sjást á höggmyndunum á
ha larveggjunum, sýna greinilega á-
hrif frá listamönnum Assyríu, og
vængjaða sóltáknið á rót sína að
rekja til Egypta, sömuleiðis er ýmis-
legt í tígulsteinavinnunni, sem Pers-
arnir hafa lært í Kaldea. Þrátt fyrir
þessi augljósu áhrif, hafa þeir einn-
ig ausið af eigin brunnum, svo að'list
þeirra hefur þjóðleg einkenni. Lista-
mennirnir, sem unnu veggmyndirnar
hafa ekki eytt miklum tíma í „natúra
listísk“ smáatriði, þeir sóttust frem-
ur eftir að gefa myndunum heildar-
áhrif, og það er algengt, að sama
„mótívið“ komi fyrir hvað eftir annað.
í bergveggnum ofan við hallirnar
í Persepolis eru grafhýsi konung-
anna. f grafhýsi Dareioss er áletrun,
sem leiðir fram hin persnesku trúar-
brögð. Höfundur þeirra hét Zara-
þústra og var uppi um einni öld fyr-
ir daga Dareioss. Zaraþústra hefur
verið talinn einn af mestu trúar-
bragðahöfundum mannkynsins. Höfuð
atriðið í trúarkenningum hans er
baráttan miíli ills og góðs. Áhrif
þessa trúarbragða á andlegt líf í
Persíu speglast í grafskriftinni, sem
Dareios lét greypa í gröf sína: „Eg
hef elskað réttilega og hatað rang-
lega.“ Þessi sömu orð er að finna
Framhald af 947. síðu.
mig ekki hræra. Ólafur gaf mér ró-
andi lyf, en mér fannst lítið til um
áhrif þeirra.
★
Loks var þessi tími liðinn — átta
dagar og átta nætur. Þá kom Jón
Hjaltalín, vingjarnlegur og hlýr, eins
og hann jafnan var við mig.
„Nú er bara að hitta á sullinn,
Guðjón minn“, sagði hann.
Stakk hann síðan sprautu í sárið,
sem var við hægra síðubarðið, rétt
neðan við flagbrjóskið, og dró út gul-
grænan vessa. Hafði hann um leið
orð á því, að þetta ætlaði að heppn-
ast.
„Við verðum að hafa það eins og
við töluðum um“, sagði hann svo og
vék sér að Ólafi ísleifssyni.
Ólafur brá sér frá, en kom aftur
að vörmu spori með fimm þumlunga
langan nagla og tvo hamra. Rak hann
naglann í kolaglóð í ofni í stofunni,
hitaði hann og sló á hann nálarodd.
Að því búnu hélt hann honum all-
lengi í kolaglóðinni, unz hann var
orðinn glóandi rauður, og fékk Jóni
hann síðan.
í 45. sálmi í Gamla testamentinu —
og þau voru hin síðustu, er Gregor 7.
páfi mælti, áður en dauðinn inn-
siglaði tungu hans. Þessi grafskrift,
sem höggvin var í klettagröf Persa-
konungsins 500 árum áður en Krist-
ur fæddist, vitnar um, að hugtökin
rétt og rangt og illt og gott hafa
verið mönnum ærið umhugsunarefni
þá ekki síður en þau eru nú.
TÆPT VAÐ
Framhald af 951. síSu.
á hjalla hér áður fyrr, er unga fó'lk-
ið lék sér á ísnum í stjörnubirtu eða
mánaskini. Stundum lagði þó ána
aldrei til fulls, heldur féll hún
þröngt milli skara. Voru þá lögð þykk
borð yfir ána og þannig komizt yfir
torfæiuna með góð'u móti.
Heyrt hef ég sögu af manni, er uppi
var í Svarfaðardal fyrir alllöngu. Var
s? mikill á lofti.
Eilt sinn lá leið hans yfir Svarfað-
ardalsá, er féll þröngt milli skara, og
borð lagt milli þeirra. Maðurinn
var í samfylgd tveggja ungra stúlkna,
og vildi hann gjarnan sýna þeim at
gervi sitt á einhvern hátt. Er þær
voru komnar yfir ána. kallaði
hreystimennið:
„Takið þið borðið af — ég stekk.“
Stúlkurnar hlýddu, en urðu svo að
hjálpa manninum upp úr ánni á
eftir.
Kristján Jóhannsson.
Jón tók við naglanum, og ég sá ekki
betur en hann beindi honum ag sár-
inu á mér. Mér varð hverft við og
ætlaði að spyrja, hvort ætti að brenna
mig lifandi og ósvæfðan. En ég fékk
ekki ráðrúm til þess, því að Jón var
farinn að svíða lifrina áður en ég
vissi af, og án þess að ég fyndi til
þess.
Þegar lifrin opnaðist, stóð boginn
út í loftið, og þar var ótrúlegt, hve
mikið af ólyfjan gat komið úr þessu
eina, litla líffæri.
Mikil voru viðbrigðin, þegar ég
var laus við þetta, þótt lengi gengi
út úr sárinu. Hitinn minnkaði smám
saman, og ég gat farið að nærast.
Ég fitnaði undrafljótt, enda naut ég
svo góðrar hjúkrunar og mikillar um
hyggju, sem unnt var að láta í té.
Og það er trúa mín, að þessi aðgerð
Jóns Hjartalíns hafi ekki verig siðra
meistaraverk en aðgerð Guðmundar
Guðfinnssonar á fæti Eiríks bróður
míns.
Sex vikur voru liðnar frá því, að
ég var skorinn, er ég fór að stíga
á fætuma. Ég var reikull í spori
fyrstu dagana og varg að ganga með
SJÚKDÓMSSÖGUBROT -
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
957