Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 09.12.1962, Blaðsíða 22
og styðja mig eins og barn, sem stíg- ur fyrstu sporin. En þetta lagaðist vonum fyrr. Ég fór heim 11. desem- ber — eftir ellefu vikna dvöl í Þjórs- ártúni. Gúmpipa var í sárinu, og fjórða hvern dag var skipt um um- búðir. Um vorið fór ég að vinna, en átti þó erfitt meg það vegna pípunn- ar og útferðar úr sárinu, sem alltaf var nokkur. Blautar umbúðirnar ollu sviða og sársauka. ★ í októbermánuði um haustið, rúmu ári eftir að aðgerðin var framkvæmd, var ég á ferð í Reykjavík. Mér var sagt, að Guðmundur Magnússon prófessor, sem þá mun hafa verið eini sérfræðingur landsins í þessari sjúkdómsgrein, hefði viðtalstíma ó- keypis tvisvar í viku. Ég notaði þetta. Ég sagði honum frá aðgerðinni og g'at þess, ag stöðugt gengi út úr sár- inu og það grynntist lítið. „Er þetta nokkuð?" segir hann. „Það er það, sem mig langar til þess að biðja yður ag athuga“, svara ég. Hann lætur mig leggjast upp á borð og kemur með málmkanna, fjögur>-a eða fimm þumlunga langan, og stingur honum gætilega á kaf í sárið. Um leið hrýtur út úr honum: „Hver andskotinn — er þag svona djúpt?" Sækir hann síðan pípu, og með henni finnur hann botn. Spyr hann mig nú, hvaða meðferð sárið hafi fengið. Ég segi honum, að mér hafi verið sagt ag skola það úr soðnu vatni annan hvern dag. „Það hefur verið gott. En þér skul uð hætta því. Það verður dálitið eft- ir af vatninu í sárinu. Það tefur fyrir því, að þag gangi saman og grynnist. Ég þakkaði honum fyrir og kvaddi. Fór ég eftir ráðum hans, og grynnk- aði þá sárið smám saman, og útferð- minnkaði. í lok nóvembermánaðar árig eftlr, þegar tvö ár og tveir mán- uðir voru liðnir frá uppskurðinum, var sárið algróið, og hef ég ekki síð- an fundið til neinna óþæginda undir síðunni. ★ Frá því um tvítugsaldur hafði ég verið haldinn þeim hugarburði eða ímyndun, að ég myndi deyja, áður en ég næði fertugu. Ekki hafði mig samt dreymt fyrir því, enginn hafði spág því og enginn á slíkt minnzt við mig. Þetta stóð þó fast og óhaggan- legt í huga mínum. Ekki olli það mér hugarangri né kvíða — síður en svo. Lífslöngun mín hefur aldrei ver- ið mjög sterk. Þegar ég fór að hressast eftir sulla- veikina, hvarf þessi hugarburður, og hefur þetta aldrei hvarflað ag mér síðan. En þrjátíu og tveggja ára var ég orðinn, þegar ég veiktist. Guðjón Jónsson í ÁsL Rætt við Ragnar Framhald af 945. síðu. hávað'a. Þegar „tónnæmur" maður kemur í vélsmiðjuna Héðin, fær hann veri: í hlustirnar af óþægilegu vélaskrölti, en sá „ótónnæmi" þykist heyra músik i vélarskröltinu, — kannske er sá „tónnæmi" bara alls ekki músikalskur, og þá sá „ótón- næmi“ músikalskur. Kannske — kannske — kannske............ Nei, frelsi og mikið ímyndunarafl getur verig gott, en um leið og þú færð mig til þess ag trúa að teið í boll- anum þínum sc kaffi, þá finnst mér eðlilegast, að við göngum á höndun- um, þegar við förum út úr þessu kaffihúsi. — Hvernig líður þér eftir hljóm- leika? — Ef maður leggur mikið að sér, og það á maður ag gera, fyrir hljóm- leika, er maður algerlega tómur fyrst á eftir. Það er ef til vill ekki fyrr en daginn eftir, sem maður fer að geta hugsað um það, sem fór fram. — Og þá kemur gagnrýnin. — Já, það er nauðsynlegt að fá sanngjama gagnrýni. Hún má gjarn- an vera neikvæð, ef hún er sann- gjörn. Maður vill fá gagnrýni, sem hægt er að læra af, — ekki eitthvað sem ein-hverjum finnst, heldur rök- vísa gagnrýni, sem byggist á þekk- ingu. Gagnrýni, sem byggist á hinu stóra Ego, hefur lítig gildi fyrir aðra en þá, sem skrifa hana, en þó er ég viss um, að því er þannig farið, að margir tónlistargagnrýnendur kæmu litlu á pappírinn, ef þeir ættu að skrifa án þess ag ganga út frá sjálfum sér sem miðpunkti. Gagn rýnandi getur mótað þroska og skiln ing áheyrenda, en hann getur líka skapag þetta hvort tveggja. — Þess vegna er honum mikill vandi á hönd um. Þó má segja að hér sé þetta allt á réttri leið, — inn að kjamanum, en ekki „frá“ honum, eins og stóð nýlega í tónlistargagnrýni. — Hvernig finnst þér tónlistar- gagnrýni erlendis? — Hún stendur á gmndvelli, sem ekki hefur skapazt hér enn þá, enda á hún margra alda þróunarferil að baki sér. Lausn 39. krossgátu söngstjóra — — Þið Fóstbræður fóruð til Rúss- lands — varstu ekki smeykur við Rússana, þeir eiga svo góða kóra? — Nei, eiginlega ekki. Þeirra kór- ar eru mjög bundnir við rússneskan söngstíl, en sá stíll, sem við byggð- um upp okkar söng með, var klass- ískur, og vig þurftum ekki að vera hræddir við ag sýna hann í Sovét- ríkjunum fremur en á Norðurlönd- um. — Það er mikið talað um, að ís- lenzkir kórar geri of mikið að þvi að syngja „gömlu, góðu lögin“. — Sannleikurinn er sá, að mörg „gömlu og góðu lögin“ eru nokkuð góð, en vitanlega er nauðsynlegt að kýnna eitthvað nýtt, sem er sprottið upp úr okkar tíma. Hins vegar held ég ag það sé ekki heppilegt að glata tengslum við sum af þessum „gömlu og góðu lögum“. — Þú ert aðstoðarorganisti í dóm- kirkjunni — heldurðu, að kirkjutón- list sé að vinna á í hugum fólks? — Já, ég held það. Hún hefur lítið verið kynnt, en eftir því sem fleiri hæfir organistar bætast við, þeim mun meiri möguleikar eru á því að kynna hana. Gallinn er bara sá, að organistar eru svo illa launaðir, að þeir geta ekki gert eins mikið og þeir vildu í þessu tilliti. — Það sagði maður við mig um daginn, ag tónlistin myndi leysa trú- arbrögðin af hólmi, er fram liðu stundir. — Ég get ómögulega tekið undir það sem organisti, að kirkjurnar séu að verða ónauðsynlegar, en það er guðdómur í allri góðri tónlist. Birgir. 95 P T t M I N N — SIINNIinAGÍSR* »»

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.