Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Page 3
vandist maöur gauraganginum og
ihgetti raunar að heyra hann. — Mat-
seljan var alúðlég, — reyndi óspart
að liðka mig í dönskunni strax fyrsta
kvöldið og sýndi mér píanó sitt há-
tíðleg á svin, því að slíkan grip hugði
hún íslending aldrei hafa augum lit-
ið. Maturinn var kjöt og aftur kjöt,
eiginlega feitt kjöt með enn feistara
fleski — að mér fannst — og saknaði
íslenzka fisksins.
Þegar næsta skip kom, leiðbeindi
ég tveimur nýsveinum að heiman
um borgina. Þeir báru á milli sín mik-
inn kút með íslenzkri sýru, sælgæti
handa aldraðri kunningjafjölskyldu á
Hafnarslóð. Fóikið á götunni dangl-
aði brosandi í kútinn og vildi vita,
hvaða víntegund væri á honum! —
Sögðum við það „frónskt", en það
skildu þeir sem franskt og báru
meiri virð'ingu fyrir kútnum en áð-
ur.
Mér fór sem mörgu barni: Stóru
hestarnir, hávaxin trén, aldingarð-
arnir og blómin vöktu fyrst athygli
mína. — á sunnudögum reikaði ég
oft um skógana í Holti og víðar eða
fór í bátsferðir um Furesöen, eii bað
vatn er alkunnugt af kvæðinu ,Svíf
þú, fugl“. Vötn eru mörg í T)an-
mörku, svo að augnalaus er ásy.,d
hennar ekki. Skógarlundir upp> á
ásum og hólum bæta talsvert
fjallaleysið. Mörgum landa þ>i»r
þröngt um sig í skógunum, en ég
undi strax ágætlega í súlnahöllum
sjálenzku beykiskóganna. Og hvílík
fegurð, þegar anemónurnar lita skóg
argrunninn snjóhvítan á vorin. Þar
duga engar sóleyjar til samanburðar.
Eða alblómguð kastaníutré og sýren-
ur við vötnin og skyndileg laufgun
beykiskóganna.
Mér brá í brún, þegar froskar tóku
langstökk upp úr laufdyngjunni í
skóginum. Það er líkt og þegar
hrossagaukur þýtur upp undan fótum
manns. Lóan syngur heima. Hér gal-
ar gaukurinn. Þun.gur laufþyturinn
hátt uppi í trjákrónunum minnti mig
á sjávarnið við stiöndina heima. —
Fólk gekk rólega um skógana. Þar
var engin „Þórsmerkurmenning". Að
kvöldi var haldi(| með lestinni til
Hafnar og snædd fimmtíu aura mál-
tíð á Vatnsenda eða Glaumbæ. Mat-
stofa stúdenta var virðulegri staður,
en ögn dýrari. Þar var heimspólitík-
in stundum rædd af mikilli speki og
orðgnótt. En ef nýliði settist að borði,
þótti mikil íþrótt að viðhafa svo
hroðalegt orðbragð, að hann missti
matarlystina og skundaði út aftur.
Fremur vel fór á með dönskum og
íslenzkum stúdentum. Þeir dönsku
stunduðu nám sitt af jafnari iðni en
hinir íslenzku, sem þóttu meiri á-
hlaupamenn — bæði við nám og í
peaingamálum. Náttúrufar landanna
er líka gagnólíkt! „Vældig elven brus
Hann hlaut stöðuna: Adolf Jensen
prófessor.
er i mit fædreland — havet storm-
fuldt suser ind mod klippestrand.
— Korn og grönne lunde — kor af
fuglesang. GUrnt af blanke sunde —
det er Dannevang".
Talið var, að um 800 íslendingar
væru búsettir í Kaupmannahöfn og
var allfjörugt félagslíf með þeim —
íslendingafélag, sem Bartels stjórn-
aði lengi af myndarskap, og stúdenta
félag, sem oftar skipti um stjórn. í
því fóru oft fram miklar og heitar
umræður um landsmál og fleira. —
Mektarmenn að hdiman, einkum ráð-
herrar, gáfu ,,bollur“. Fyrir kom, að
hýrlegur ræðumaður sté. upp á borð-
ið og iðkaði mælskulist sína þar hátt
uppi við almennan fögnuð. Mikið var
sungið á fundunum — stúdentavísur
og ættjarðarljóð. Eldheitur komm-
únisti mótmælti því harðlega, að
sungið væri „Hvað er svo glatt“, því
að Heimdellingar væru farnir að
syngja það ljóð á fundum sínum í
Reykjavík. — Þorláksblót var mikil
hátíg stúdenta. og skyldu sitja það
karlmenn einir. Aðeins ein kona,
Helga Sigurðardóttir, fékk að vita
það. hóf á Hafnarárum mínum. En
hún sá líka um hangikjötssuðu og
laufabrauð — og var þá þegar kven-
hetja talin. Blaðamenn tóku myndir
af laufabrauðinu og birtu í blöðun-
um. Sigfús Blöndal. söng við gítar
sinn og Jón Helgason flutti gaman-
söm kvæði. Vöndu margir landar
komur sínar til Jóns og Sigfúsar. Eitt
Þorláksskáld sofnaði sætum blundi
á legubakk, og var yfir því sunginn
útfararsálmur. Daginn aftir lögðu
margir leið sína út á Gömluströnd,
þar sem Amagerkonurnar með hvítu
hetturnar seldu fisk. Þar drukku þeir
öl og borðuðu bragðsterkan, íslenzk-
an saltfisk í hádegisverð.
Námsmenn bjuggu dreift út um
alla borg og borguðu 25—35 krónur
á mánuði fyrir herbergið. Garður
var ekki lengur samastaður þeirra.
Var Ágúst Sigurðsson frá Lundi þá
eini íslenzki Garðbúinn. Ekki voru
allar vistarverur stúdenta margra
skildinga virð'i. Einn bjó uppi á háa-
lofti i herbergiskytru með fúnu, hall
andi gólfi. Var hurðinni læst með
sama hætti og fyrrum tíðkaðist í ís-
lenzkum fjárhúsum. Miðstöðvarhitun
var þá nær óþekkt fyrirbrigði og kola
ofnar misjafnir. Bjuggu flestir
þröngt, en þó sæmilega. Þeir hlupu
þá heldur vfir stöku máltíð eða höfðu
eitthvað snarl heima. Fyrir þrjár
krónur mátti fá kóngamáltíð.
Margar sögur ganga af íslenzkum
stúdentum erlendis, suinar allýktar.
Einkum voru það kraftasögur og hafa
danskir rithöfundar skrásett sumar
þeirra, til dæmis söguna af Gauta.
Sérkennilegir höfum við landar
jafnan þótt úti í heimi. En nú er
flest að sléttast og jafnast á öld skóla,
útvarps og örra samgangna.
Metnaðurinn fékk útrás á ýmsa
vegu. Benedikt Gröndal leigði mann
til þess að bera sig á háhesti um göt-
urnar. Þegar vegfarendur spurðu,
hverju þetta sætti, kvaðst hann vera
að sýna muninn á íslenzkum herra-
manni og dönskum asna. Virðulegur
embættisrpaður var haldinn þeirri ár-
áttu á námsárum sínum að gan.ga um
Framhald á 238. sí3u.
Háskólaprófessor, sem gat drukkið
öl, strandaði á höndunum.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
219