Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Side 6
Forn og mosagróin fiskbyrgi á Gufuskálum á Snæfellsnesi — minjar frá þeim tima, er menn flykktust víðs
vegar að i verstöðvarnar á Snæfellsnesi. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson.
dagsbirtunni; eitt sinn tók hann til
dæmis kembíngarlár og grýttj hon-
um innanbæjar, hversu oft sem reynt
var að láta hann á sinn stað. Varð
hann nú svo frægur þar um slóðir,
að hann var eingu síður kaliaður
Sólheima-Móri eða Sólheimadraugur
en sínu gamla nafni.
Þar kom, að hver húskarlinn eft-
ir annan var drepinn. Bjaini Þórð-
arson hét bróðursonur eldra Finns;
hann byrjaði að fá ásvifaköst og sá
drauginn jafnan í köstunum, unz
hann dó í einu kastinu 1827.
Steinn, sonur Guðrúnar húsfreyju
og fyrra manns hennar, lézt einnig
snögglega 1831, „úr hidsigfeber",
segir kirkjubó'tin.
Jóhann hét maður, hann var sonur
Samsonar Samsonarsonasr, þess er
var meðal lífvarða Jörundar hunda-
dagakonúngs. Jóhann var skáldmælt-
uu, knár maður. og harðskeyttur.
Hann kom til vistar að Sólheimum, og
var hald manna, að hann legði hug
á Þorbjörgu, dóttur Finns og Guð-
rúrar. Jóhann kvaðst aldrei skyldu
hræðast Móra. „Hann gekk til hrossa
frá Sólheimum, tók sótt allskjótlega
og heldúr kynjalega. Komst hann
naumlega heim aff bæ þeim á Hömr-
um heitir, og dó þar fttlu síðar". Aðr-
ir segja: „Eitt kvöld kom hann ekki
222
heim í sama mund og vant var; var
hans þá leitað og fannst hann þá
dauður innf heytóft og líkaminn all-
ur blár og blóðugur". Þetta var 1834
12. febrúar.
Stytzt frá sagt lét draugurinn eig-
inlega ekkert í friði á Sólheimum
nema Kristján nokkurn Kristjánsson,
sem sagan kaliar vesalmenni, og Finn
bónda, sem aldrei hafði ótta af hon-
um og kvað hann aldrei mundu buga
sig. Enn má nefna Jakób Samsonar-
son, föðurbróður Jóhanns. Hann tal-
aði af njestu kokhreysti um drauginn,
en sagt var, ag Jakob stykki stundum
uppúr rúminu um hánætur og væri
þá að fylgja einhverjum til dyra.
Hugðu menn helzt, að hann héldi
Móra rólegum með kveðskap.
Þeim hjónum varð brátt örðugt að
fá vinnuhjú.
Finnur bóndi þótti sækja illa að
á bæjum, og voru skepnur drepnar á
undan honum, stundum margar í
senn; þar fyrir utan voru smálegar
skráveifur, braml og annað. „Einu
sinni sáu menn, að Móri labbar inn
á bæ þar í grenndinni og innar eftir
baðstofu. Þar stóð borff með kaffi-
áhöldum og leirílátum. Hann smokr-
ar sér innundir borðið og rekur haus-
inn uppundir það, svo að allt fór of-
anaf því og brotnaði mélinu smærra.
Að því starfi ioknu fór Móri út. Kom
Finnur rétt á eftir og sá viðskilnað
Móra. Varð fátt um veitíngar."
Allvel hafði annars dugað að
skvetta á hann úr hlandkoppunum,
og iðkuðu gömlu konurnar það mest.
Slys og villur ágerðust í Laxárdal;
hröpuðu menn af björgum fram og
álpuðust útí ár, allt fyrir tilstilli
Móra.
Kirkjuvegur að Hjarðarholti frá Sól
heimum er það lángur að þegar lík-
in voru flutt þaðan til kirkju, voru
haíðir tveir líkhestar, hvíldir á víxl.
En hvíldin var hæpin, í það minnsta
þegar flutt var lík af þeim, sem Móri
sá fyrir. Sagt var, að Móri sætj allt-
af á þeim sem laus átti að vera, og
var annar ævinlega sligaður eftir
hann.
o
Hallur Hallsson hélt sig undir
Jökli við svipaða liðan og áður er
greint. Mesta hroðaorð fer af hon-
um í munnmælasögnum. Þióðsögur
herma, að hann hafi kvænzt þar
vestra; hafi þau hjón misst dóttur
sína og Hallur um svipað leyti reiðzt
konu sínni svo herfilega, að hann réð-
ist á lík barnsins á börunum og lék
það svo illa að hann „braut í því
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ