Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 8
í Hrútaberjadölum Ein i'rægasta hetja í sögum l og skáldskap frá miðöldum er Rollant, systursonur Kírls ) mikla, er féll með köppum sín- ; um öllum á þeim stað í Pýre- neafjöllum, sem íslendingar í hafa nefnt Rúnsival. Á róm- í önskum tungum heitir staður- inn Roncesvalles eða Roncev- £ aux — það er að segja Hrúta- > berjadaMr. ; Hinar fornu heljusagnir herma, að RoMant hafi faMið < fyrir Serkjum, en eina skráða heimildin, sem til er frá þess- ; um tíma, segir, að Hroutland- us, greifi á Bretaskaga, hafi fall ið í árás, sem kristnir Baskar gerðu á lið hans, er hann var á heimleið úr herför um Spán. Til er frægt kvæði frá lokum •! eMeftu aldar um fall Rollants ;! í Hrútaberjadölum, og voru síð an önnur kvæði ort eftir því viða um lönd. Á sextándu öld > orti Þórður Magnússon á Strjúgi í Langadal RoMantsrím / ur, sem í er þetta alkunna / erindi; Minnstu ekki, mær, á hal, í mælti gramur um síðir: „Rollant féll á Rúnsival og riddarar margir fríðir“ ) Páll Þorkelsson frá Staðar- / stað var þúsund þjalasmiður > — gullsmiður, tannlæknir og \ málamaður mikill. Hann samdi ( alþjóðamál, fuglaheitabók á | mör.gum tungumálum og < fransk-íslenzka orðabók. \ Eitt sinn gerði PáM Þorkels- \ son sér það til gamans að þýða í þetta rímnaerindi Þórðar á Strjúgi á frönsku. Var það á / þessa Íei?j í þýðingu hans: Madame! ne parlez pas un mot De l’homme, — le roi dit á \ la fin: > Roland tomba dans Roncevaux í Et beaucotip de vaillants pala- dins. > Mönntim til hægðarauka Iét > hann svo fylgja aðra útgáfu af > þýðingunni, skrifaða sem næst ; hann fékk komizt framburðin- i um: ! Ma-dam! nu par-le pa sönhg mo ! D’lomm, — lu ro-a di-ta la ! fenhg: ! Ro-lanhg tomhg-ba danhg Ronhg-su-vo ! E bó-kú du væ-janh,g pa-la- denhg. Hvítur flibbi Á VEGGNUM í herbergi Lár- usar Salómonssonar lögreglu- þjóns gefur að líta myndir af þrekvöxnum vöðvaskrokkum. — Þar eru þeir kapparnir Gunnar Salómonsson bróðir Lárusar, og Jóhannes Jósefsson á Borg. Þeir kreppa og hnykla vöðva sína, svo að manni finnst ósjálfrátt, að myndirnar muni bresta þá og þegar og kraftajötnarnir, sem öfluðu sér frægðar og frama er- lendis fyrir afl og leikni, stökkva fram á gólfið. Meðal þeirra eru einnig myndir af Lárusi, þegar hann var ungur og glímdi hvað fastast. Þar er og sonur hans fest- ur upp á vegg, — Ármann Lárus- son, sá frægi glímumaður. — Silfurkaleikir, kassar með heið- urspeningum, — allt vitnar þetta um íþróttamennsku liðinna ára. — Er það satt, að þú sért ægilega sterkur, Lárus? — Nei, það held ég sé ósatt, segir Lárus og hlær við. En mcr hefur alltaf þótt gaman að því að halda til jafns við aðra og vera ekki sterk- ari en þeir. Þegar ég glímdi hjá Jóni Þorsteinssyni, sagði hann: Það er alveg sama, við hvern þú glímir, •— það má aldrei sjást, hver hefur betur. Ég var svona skapi farinn, ekkert veiðibráður og fíkinn í að skella mönnum. í sannleika sagt eru kraft- ar dálítið skrýtnir, og oft, þegar á reynir, er skapið stór þáttur þeirra. En þag eru margir afrendir krafta- menn í lögreglunni, sem eru alveg eins sterkir og ég og sterkari, enda hef ég ekki hælt mér fyrir krafta. — Reynduð þið Gunnar nokkurn tíma með ykkur? — Já, blessaður, oft. Annars ólumst við ekki upp saman. Pabbi dó, þegar ég var þriggja ára. Við vorum átta systkini, það yngsta tveggja mánaða. Mamma bjó í fátækt og basli í tvö ár, eftir dauða hans. en þá var heimilið leyst upp. Ég fór til afasystur minnar, Ingveldar Fjeld- steð í Hrisum í Helgafellssveit, og var þar í þrjú ár. Þá dó hún, Og eft- ir það flæktist ég víða um í sveit- ina, þar til móðir mín tók .mig.til sín 1917, en þá var hún flutt til ísa- fjal’ðar. — Já, en hvernig fór með ykkur Gunnari? áballi li Hl ■■1111 PlWHTIBBPilWHWMg — Viltu fá ag vita það?' segir Lár- us og glottir. Ég segi þér ekkert úm það. — Gunnar hefur verið stérkur. — Já, hann var sterkur og líka vel þjálfaður. — Stundaðirðu sjóinn á ísafirði? — Já, svokaliaða árstíðabundna sjómennsku. Mér féll vel við sjóinn. Við vorum líka alltaf að damla á bát- um, strSkarnir þarna. Og einu sinni dró ég einn öfugan inn fyrir borð- stokkinn. Hann var að gá að gráslepp- unni, blessaður og stakkst niður til hennar, en ég náði í löppina á hon- um, dró hann inn og var lengi að því, enda engin hetja, ekki nema á níunda ári Semna kom dálítið svip- að fyrir rnig úti á sjó í vonzkuveðri. Þá var ég svo heppinn að ná í mann, sem var að fara yfir lunninguna, og ég hef alltaf verið þakklátur fyrir það. — Svo hættirðu vig sjóinn og fórst ag fást við' sjómennina? — Já, það fór svo Þeir kölluðu mig meira að segja ituntíum land- krabba, þegar ég varð að hafa af- skipti af þeim. En ég hef aldrei borið óvildarhug til manna, þótt é.g hafi orðið að skipta mér af þeim sem lögrcglumaður. Og yfirleitt eru sjó- menn indælismenn, en vínið breytir framkomu þeirra sumra um stundar- sakir. Að vísu geta smáagnúar stund- um leitt til annars meira með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. — Stórsiagsmál? Já, til dæmis. — Þú hefur verið mikið í sjávar- plássunum úti á landi? — Já, og ég var fyrsti lögreglu- þjónninn í Keflavík 1935. Það var mikill óróastaður á þeim líma, og þar gerðust ævintýri og sum léið og Ijót. Þgar ég kom þangað, var við- horf manna til lögreglumála svo þrjózkufullt, að jafnvel heiðvlrðir menn, sem ekki máttu vamm sitt vita, sýndu löggæzlustörfum andúð, enda höfðu orðið þarna erfi'ðleikar skömmu áður vegna verkalýðsmála. Margir sjómenn og aðrir voru þá svo hatrammir út í hina svokölluðu fínu menn, að þeir máttu ekki sjá hvítan flibba. Hvítur flibbi á baUi koslaði einu sinni klukkutíma slags- mál. Það var líka mikill krytur með Keflvíkingum og nágrannaþorpunum og yfirleitt má segja, að í átökum hafi aðkomumenn alltaf verið annars veg- ar. —- Mættir þú mikilli andúð? — Óreglugemsarnir sýndu mér and 224 TÍilINN - SIJNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.