Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 10
hefði flengt rr.ig, en annað myndu nú áhorfendur segja. — Lentirðu i fleiii átökum þarna suður frá? — Já, það voru nokkur svolamenni þarna, sem sýndu yfirgang og höfðu sig í frammi, þar á meðal tveir vand- ræðamenn, sem réðust nokkrum sinn um á mig. Þeir ætluðu að' ná fé af gamalli konu, sem leitaði hjálpar minnar. Ég tók þá þar eftir nokkur átök. En eina nóttina heyrði ég mik- inn söng og gekk á hljóðið. Plássið var illa lýst og því skuggsýnt. Og þeg- ar ég kem að „söngvaranum", segir hann: — Ég vissi, ag þú myndir koma, helvítið þitt, — og svo sá ég blika á hnífsblað, en ég vék mér und- an og sló um leið til hans, svo að hann féll í götuna. Rétt þegar ég var búinn að járna hann, komu tveir menn hlaupandi. Þeir voru honum vandabundnir, og eftir nokkurt karp leyfði ég þeim að fara með hann á þeirra ábyrgð, en hafði áður fengið upp úr árásarmanninum, að hann hefði verið sendur á mig, og hann sagði mér, hvar sendendurnir sætu að sumbli. Ég fór þangað og var víst ekkert sérlega frýnilegur. Þeir gengust við þessari „stríðni" sinni, ag hafa sent hann á mig, en sögðust ekki hafa ætlazt til, að hann notaði hnífinn. Einn þessara manna var sá sami, sem staðið hafði að vald- flutingi verkalýðsleiðtoga úr plássinu af pólitískum ástæðum. Ég gaf skýrslu um þennan atburð, en það er ekki farið að taka hana fyrir enn þann dag í dag, svo að ég viti til. — Heldurðu, að það sé minna um ribbaldahátt nú en áður? — Hann kemur öðruvísi fram. Mér finnst, að þe*r, -sem sýndu af sér ribbaldahátt hér áður, hafi verið meiri mannskapsmenn en óeirðar- gemsar nú tii dags. Nú á lögreglan, þegar til átaka kemur, einkum að etja við spjátrunga, sem sýna ótuktar- og prakkaraskap. En áður áttu oft full- harðnaðir, sterkir menn í hlut, sem sýndu ofríki við vín, en voru góðir þess utan. — Hvernig stóg á því, að þú gerð- ist lögreglumaður? — Upphaflega var það eiginlega tilviljun. Við vorum á gangi í Póst- hússtræti, ég og kunningi minn, skömmu eftir að Hótel Borg opnaði og komum þar að sem danskir sjó- liðsí höfðu ráðizt á lögregluiþjó.n, Guðbjörn Hansson. Þeir voru marg- *r m hann og voru búnir að rifa búninginn hans allan að framan. Við skárumst í leikinn og járnuðum hráustasta manninn, sem var mjög glæsilegur og sagður bezti íþrótta- maður flotans. Ég gleymi aldrei þeirri sjón, þegar sjóliðarnir voru sóttir og yfirmenn þeirra marseruðu með þá til hafnarinnar. Guðbjörn var mér þakklátur fyrir þessa hjálp, og eftir það leitaði lögreglan stundum til mín, og ég fór svo í Alþingishá- tíðarlögregluna 1930. — Hefurðu nokkurn tíma verið sleginn í rot? — Neí, ég hef verið svo heppinn að sleppa við það. En eins og margir aðrir lögreglumenn, hef ég hlotið meiðsli og högg, sem allir mega bú- ast vig að fá, sem fást við þetta starf. Eg, fékk mikið spark í fótinn, þegar ég kom Guðbirm ti] hjálpar, og ber enn ör eftir það. t júlí 1933 kom ég að, þar sem ráðizt hafði verið á tvo lögreglumenn í Hverfisgötu- brekkunni. Ég hljóp þar undir mann, sem ætlaði ag keyra eikarplanka í höfuð annars lögreglumannsins, og náði staurnum, en þá var ég sleginn aftan frá. og hlaut ég tvo skurði á höfuðið. í óeirðunum 30. marz 1949 fékk ég einn stéin á hjálminn, sem dældaði hann og marði mig á höfði, annan fékk ég á brjóstið og handlegg- inn og einn á hnéð, og bjó ég lengi að þeim meiðslum. í átökum við Þórs- kaffi í vetur fékk ég líka mikið högg á hnakkann, þegar ég var ag troða ó- eirðarseggjum inn í lögreglubílinn og kenndi lengi eymsla. — Ég segi þetta aðeins til að sýna, að starf lög- reglumannsins er hættustarf, enda hafa aðrir lögregluþjónar reynt svip- að og ég í þessum efnum. Annars eru það ekki átök vig óróaseggi, sem setja mest mörk á mann í þessu starfi. Við verðum oft vitni að hörmulegum slysum, sem líða manni seint úr minni og sum aldrei. Við höfum komið að litlum börnum í umferðar- slysum með hálfbrostin augu og orð- ið að horfa á manneskjur heyja sitt dauðastríð, og aldrei gleymi ég þeim ógnardegi, þegar bruninn mikli varð í Keflavík. — Menn skyldu hafa það í huga, þegar þeir ásaka lögregluna um tilfinningaleysi, að við höfum tilfinningar engu síður en aðrir, þótt starf okkar krefjist þess oft, að við leynum þeim. — Var lögreglustarfið ekki hættu- legra áður fyrr? — Jú, að mörgu leyti. Það kom oft fyrir, að lögreglumenn urðu að fara einir í köll vegna mannfæðar og urðu þá jafnvel að eiga viðskipti við hálfbrjáluð heljarmenni einir síns liðs, og þá gat farig ýmislega. En yf- irleitt eru lögreglumenn færir menn, kunna ýmis tök og læra að sýna gætni og leita eftír því, sem færir þeim yfirburði. Nú þurfa lögreglu- menn ekki að hætta sjálfum sér eins mikið, þótt oft reyni á snarræði og karlmennsku. — Hvernig voru viðskiptin við her- inn á stríðsárunum? — Það má líkja þeim við eld og ís. Yfirleitt var íslenzka lögreglan alls staðar velkomin, en við vorum nokkrir lögreglumenn rægðir fyrir Bretum og stimplaðir nazistar, og hefði það getag haft alvarlegar af- leiðingar fyrir samstarf okkar og brezku herlögreglunnar. Þessi rógur var í senn ógeðslegur og hlægilegur, því aðJiann beindist gegn þeim, sem voru hvað lengst frá því að vera naz- istar. Yfirleitt var samstarf brezku og íslenzku lögreglunnar gott, en þó brá stundum út af því. Einhver' al- varlegasti atburðurinn í því sam- bandi varð, þegar brezkur herlög- reglumaður æddi út á Lækjartorg með brugðig sverð í æðiskasti. Þar hafði orðið uppþot mílli Islendinga og Breta og íslenzka lögreglan skor- izt í leikinn. Varð hún að beita valdi gegn brezku lögreglunni til þess að verða ekki yfirbuguð. Fregnir um uppþotið komu fljótt niður á stöð til okkar, sem þar voru, og yfirmaður brezku vaktarinnar hélt fvrir nrs- skilning, að biezkur hermaður hefði verið drepinn í upþotinu, — svo var nú/ ekki, heldur hafði hermaður hlotið mikil meiðsl og lá á torginu. Yfirmaðurinn varð óður af bræði og æddi út með brugðinn korða. Við fórum á eftir, og mér tókst að hlaupa undir hann, þegar hann reiddi sverð- ’ið til höggs, en hann renndi því með hliðinni á mér, skar fötin mín, áður en ég gat yfirbugag hann. — Þetta var skemmtilegasti maður, en bræðin hafði leikig hann svona grátt. Eftir þennan atburð var hann sendur burt. Það mætti segja frá mörgum at- burðum svipuðum þessum, sem hentu lögreglumenn víðs vegar um bæinn. Það kom fyrir, ag brezka lögreglan ógnaði okkur með byssum og stund- um höfðu brezku hermennirnir hníf- ana á lofti. Ég mætti einu sinni ís- lendingi með slagæðarsár á hálsi og munaði engu, að honum blæddi út. Vig lentum líka í hörðum átökum í Gamla Bíói við brezku lögregluna, sem hafði barið þar íslending til ó- bóta. Einu sinni lenti ég í 5—6 sjó- liðum, sem grýttu allt með snjó. Þeir ætluðu að brjóta mig saman eins og plastpoka, en þeir voru litlir vexti og meðfærilegir og urðu að athlægi. í öðrum sjóliðaslag lentum við nokkrir lögregluþjónar fyrir utan Hótel Borg. Þeir gerðu leifturárás á okkur og ætluðu að brjóta okkur á bak aftur í einni svipan. En það fór öðruvísi. Sá seinasti komst svo ná- lægt mér, að hann gat bitið sig fast an í bringuna á mér, meðan ég var ekki búinn að losa mig af öðrum, sem ég var búinn að koma niður. Þessi bringubítur var sterkur maður og hafði náð undirtökunum, en þegar ég komst frá honum, skellti ég hon- um. Jóhannes á Borg horfði á þessa viðureign og sagði: Þetta var fallega gert hjá þér, Lárus, en af hverju stóð 226 T ! M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.