Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Page 13
SÍNISHORN FÆREYSKRAR SMÁSAGNAGERÐAR Það er orð'ið dagsett. Grængul kuldaslikja hið efra, túnið hvítt af hrími og ámar á haldi. Víkin er öll einn sorti landa á milli. Og hljóðbært er: Bárugjálfrið við ströndina og ó- lætin í krökkunum niðri við hliðið — það er eins og þetta sé rétt hjá. Þrándi er létt í skapi. Það er gott að sitja svona og hvíla sig stundar- kom að loknu verki. Hann hefur kom- ið sér vel fyrir. Barkrókurinn liggur á hliðinni og snýr fetlinum niður, og svo situr hann á honum og hallar bakinu að botnfjölunum. Hann er engu likari en haugbúa, þarna sem hann situr —- einhverjum, sem rumskað hefur við umrótið í urð inni og tyllt sér á gömlu tóftarbrotin sín, áður en hann hverfur inn í fjallið. Olnbogarnir hvíla á hnjánum, báðar hendumar krepptar um pípuh'ausinn, og jaxlarnir leggjast fast að munn- stykkinu — þannig hefur hann skorð- að sig: pú-ú. Blár tóbaksreykurinn lyppast fagurlega, gamli maðurinn brosir annað veifið, þótt brosið líkist helzt grettum: Það tognar á öllum hiukkum í andlitinu og þær renna saman í eina bendu kringum augun. He. Það brýzt eitthvað um í huga hans, sem vekur kátínu. „Ekki á það að vera tómur þrældómur", segir hann við sjálfan sig. „Einhvern tíma má ég bregða mér á leik og gera mér nokkuð til gamans. Fólk skal fá að sjá, að Þrándur í Hliði á flíkur, sem farandj er í — ekki er hann sá sjálfsníðingur, að hann geti það ekki. Ég hét sjálfum mér því i haust, að ég skyldi unna mér einhvers um hátíð ina, ef ég knésetti urðina þá arnr fyrir jól. Og það skal ég efna“. En nú hvarflar það að Þrándi af hafa meira upp úr hátíðinn; er skemmtunina eina — hún gat líka orð ið til gagns Þarna var hún dóttir þeirra hjóna, einkabarnið, ólofuð Og oft hefur hann spurt sjálfan sig á meðan hann þreytti fangbrögðin við grjótið hér upp frá, hver ætti a? taka við af sér Allt á þetta að fallí dótturinni í skaut, það er svo serr vitanlegt, og það er fyrir hana, serr hann baslar þetta. En . . hún e> ein síns liðs, og forsjárlaus konukinr með mikið jarðnæði handa nágrönr unum að gína yfir — því geðjas gamla manninum ekki að. Þess vegnr hefur hann reyndar stundum verið a? gera gælur við það í huganum, af hann reri dálítið undir, svo að hún næðj í pilt. Og nú var honum fyllsts alvara að gera það, og hann hugsað1 sér ekki að láta það dragast lengi Annan dag jóla skyldi hennar verðs beðið, og það fremur af þremur eða fjórum en einum. En að Þrándu’ hefði haft orð ?- þessu við konuna: Nei, það lá ekkert á. Það var fyrst í kvöld, að hann grandhugsaði þetta, og nú ætlaði hann beina leið heim til þess að segja henni ráðagerð sína. Hann rís á fætur, sveiflar barkrókn- um á öxlina og svo niður brekkuna, kvikur í spori eins og ungur maður, stekkur fram af bríkum, hleypur yf- ir steina, sem standa upp úr vellin- um. Jóhannes á ■ Sjónarhóli kemur kjagandi neðan að, orðinn af sér geng- inn. ,,Hér staulast ég með hendur á Iinjánum,“ hugsar hann með sér, „og þarna kemur hann jafnaldri minn brunandi niður eftir, rétt eins og ung- lamb“ „Hvað gengur á fyrir þér, Þráudur? Hvers vegna leikur þú svona á als óddi?“ „Ég? Það hefur ekkert borið fyrrr mig. En mér bregður við að vera lausbeizlaður i þetta skipti — nú er hátíð, kunningi“. Augun þenjast út í hausnum á Jó- hannesi: „Heyrðu nú — þú kemur þó ekki fullur úr grjótinu á aðfanga- daginn? Klukkurnar hringja eftir litla stund“. „Ertu búinn að missa vitglóruna — ég fullur? En‘^— hann lækkar róm- ""Tðn — „á’Vdrman skaltu ekki fara þurrbrjósta frá mér“. Svo var Þrándur horfinn, og það var eins og Jóhann- Gamalt kvarnhús í færeyskri byggð. T 1 IVI » N N SONNUUAGSBI.A1)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.