Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Síða 14
oSi væri léttari fóturinn, þar sem hann kjagað'i upp brekkuna. Sunnefa var á leið úr hlöðunnj með blóðtrog, pegar Þránd ber að. Hann gerir sér hægt um hönd, kitiar hana á síðunni, kjáir framan i hana og segir mjóum rómi: „í-í-í.“ Henni varð svo bilt við, að hún missti trogið. Var það nema von: Hver gat búizt við svona látum af gömlum karlinum — og það hon- um Þrándi, sem var ævinlega svo stilltur . . „Hvað gengur að honum í kvöld?“ Þrándur arkar heim. Þar rekst uann fyrst á hundinn — hann hrökkl- ast hálfýlfrandi undan spýtukubbj út í traðirnar. „Hu“, tautar gamli mað- urinn, „það brýtur í meira lagi á boð- unum í kvöld, þykir mér. Það er bezt, að ég ljúki fjósverkunum, áður en ég fer inn, kannski lygnir aftur, þegar búið er ag sópa og snurfusa." A-já, hann gefur á hjá kúnum. Svo rambar hann inn í hjallinn, dundar þar við kjötrárnar drjúga stund, læt- ur eins og hann sé að leita að bezta krofinu. Þaðan fer hann í sofnhúsið, lokar vandlega á eftir sér og fer svo að róta í hálmbing, sem þar er. „E-ha, hvar ertu, vesalingur?" Hann þreifar fyrir sér og dregur kút upp úr hálm- inum. „Sjáum til! Þú ert ekk; tóm- ur!“ Hann tekur tappann úr og ber kútinn að vörum sér: „Ne-ei, þó þetta þungur". Svo lætur hann kútinn aft- ur, þar sem hann var, og þrammar inn í bæ. Það var komandi inn í kvöld — Þrándi hlýnar um hjartaræturnar, þegar hann stígur yfir þröskuldinn: Hver-stokkur hvítþveginn og hrein- um sandi stráð á gólfið. Og hvorki þarf að hasta á sjó né vind — mæðg- úrnar sitja í sátt og samlyndi við stóna, sín hvorum megin, og hafa kaffikönnuna á horninu fyrir framan síg. -,Sé eitthvað, sem þarf að gera úti við, þá er bezt að ljúka því af. áður •en dimmir meira“, segir Þrándur. „Það er ekki neitt, held ég,“ segir gamla konan. „Viljir þú auka mér leti, þá væri það helzt, að þú sæktir vatnssopa í lækinn.“ „Ó-já, láttu mig gera það.“ „Þú getur setzt hérna“, segir kon- an við hann, þegar hann kemur aft- ur. „Komdu og fáðu þér sopa, hróið — ekki veitir þér af því.“ Svo sitja þau þarna öll þrjú. Eld- urinn logar, það glitrar á skeljasand- inn á gólfinu — hátíðin hefur þegar haldið innreið sína í reykstofuna. Þrándur hefur kveikt sér í pípu og síarir í eldinn, klórar sér við og við í hnakkahum, er líkt og á báðum áttum: Þá var nú að taka þann slag- inn að impra á því, sem honum hug- kvæmdist. En hann kveinkar sér við ■þvf— „kannski, kannski ég færi það samt í tal við konuna“. Svo rambar hann inn í kamersið — hnippir í gömlu konuna um leið og hann fer. Hún fer á eftir honum, þegar hún hefur dokað við hæfilega langa stund, og lokar á eftir sér . . . Þau eru komin aftur að eldstónni. Þrándur ræskir sig duglega og hnykk- ir á tvisvar, þrisvar sinnum, hlær: „Þetta verða jól í lagj — við förum bæði í dansinn, Sigga,“ segir hann við konuna sína. Sig.ga: „Ég í dans — það verður með seinni skipunum. Ég, sem varla get dragnazt hér um gólfin“. „Jú-jú, það verður ekki langt að fara. Ég heyri sagt, að núna verði dansað hjá þeim í Lön“. Og hann sprettur á fætur og dregur Siggu með sér út á gólfið „Þetta skal verða eft- irminnileg jólahátíð hjá okkur. Þú, Inga, rýjan mín — þú verður ag rétta dálítið úr þér og vera kát, unga fólk- ið á að vera glatt.“ Hann linnir ekki látum fyrr en hún er líka komin af stað. „Það er hverju orði sannara hjá þér, Þrándur", segir Sigga. ,,Ég held ég sleppi hreint og klárt fram af mér beizlinu um þessi jól — ég er ekki heldur svo afgömul". Inga er dálítið styrfin fyrst í stað, þumbast við og reynir að hliðra sér hjá þessum leikaraskap. En það er eins og við manninn mælt — áður en varir er hún orðin jafnáköf og gömlu hjúin. Sigga strikar gólfið með býfunum og vikur sér fimlega aftur á bak, lítur framan í dóttur sína og kveður: „Stígum fast á vort gólf . . “ Þránd- ur hefur þrifið vatnsskjólu í fangið og dansar með hana Sandeyjardans. „Á-á!“ Sigga hlammar sér á bekk- inn: „Nei, við erum hreint af göfl- unum gengin í kvöld“ — og hún hlær, svo að henni liggur við köfnun. Inga hefur dansað og kveðið og hermt eftir Jóhannesi á Sjónarhóli, staðið kengbogin og lyft hægra hnénu eins hátt og hún gat á milli sporanna. Nú veltur hún líka í sæti sitt, máttlaus af hlátri. Þrándur liggur á fjórum fótum á gólfinu og glettist við hund- inn — þeir gelta í ákafa, og heiðing- inn er litlu hvellari en hinn, sem skírður hefur verið til kristinnar trú- ar. En nú hljóma kirkjuklukkurnar, og jólafriðurinn færist yfir -allt. Sigga amstrar við bakstur, og það er ekki nein óvera, sem hún bakar: „Það gæti hent sig, að einhver ræki hér höfug inn f gáttina hjá okkur“. segir hún. Eftir jólalesturinn hátta þau öll. III. Jóladagurinn — það er háheilög blessuð stund. Kvenfólkig fer til kirkju, en Þrándur rambar um heima við. Þegar fer að sjóða í pottinum, leggst hann með húslestrarbókina á bekkinn við eldstóna. Hundurinn húkir sofand; með hausinn á hlóðar- steininum og sogar gufuna úr kjöt- pottinum niður í sig, en lætur rifa í augun við snarkið í eldinum, í hvert skipti sem sýður upp úr. Gamli mað- urinn flettir hverju blaðinu af öðru. Þegar lestrinum er lokið, leggur hann bókina frá sér á ofnbrikina, tekur kökubita, sem hann veiðir með flot úr pottinum handa sér að sleikja. Já, blessað flotið, fallega flýtur þykk bráin ofan á soðinu. Hundurinn glað- vaknar, og það lekur sinn dropinn í hvort kjaftvik á honum. Hann teygir lappirnar öðru hverju upp á hlóðar- steinana. Þrándur stingur að honum kökubitum, en sleikir samt flotig af áður. Svo rennur upp annar dagur jóla. Það var ekki komin dagsbrún, þeg- ar Þrándur fór að brölta um bæinn. Nú var ekki tími til þess að liggja í fletinu. Helzt hafði hann hugsað sér að eigra til kirkju í dag, og ýmsu var að sinna, áður en hann gat farið úr vinnulörfunum. Hann hryllir sig, litur út. Það var andkalt í morgunsárið um jólaleytið, þó að gott væri veðrið. Úff! Vind- stroka leikur um hann og sviptir hurðinni upp á gátt. Honum er um og ó að fara út á fastandi maga, snýr inn aftur og krækir sér í bita úr pottinum. Illir andar voru ævinlega á sveimi um morguninn, sögðu gömlu mennirnir. Enn sést hvergi ljósglæta i húsi, svo ag nú e^ hægt að snúa sér að fyrir fólki. Gamli maðurinn sér sér leik á borði, bregður sér í sofnhús- ið og þreifar sig þangað, sem kútur- inn er: „Ekki ætti það vera nein synd, þó ag ég fái mér einn sopa — eða þó þeir væru tveir — áður en ég fer út í garð“. Klukk, klukk, segir í kútnum í myrkrinu. A-a-a, þægilega rífur bless- að brennivínið í hálsinn, hann finn- ur, hvernig vlurinn streymir um all- an skrokkinn. „Gott er jólaveðrið". Þrándur sprettur á fætur, það heyr- ist þrusk og skrjálf í hálminum: „Gott jólaveðrið — o-já, það má heita gott. — Er það þá þú, Jóhannes kunningi, sem ert svona snemma á fótum?“ „Æ-já, ég rölti hingað yfir um. Eg heyrði, að hurðin skelltist". „Og hafðu blessaður gert það. Það er ekkert að fela, fyrst þetta varst þú. Sjáðu, dreyptu á þessu“. „Nei, gerðu þig nú ekki uppi- skroppa". „Vertu hægur, lagsi — það gutlar í löggunum, þó að þú bragðir á þessu“. Klukk, klukk, klukk. Svo fara þeir báðir út í heygarð. Síðar um daginn fer Þrándur f kirkju, skýtur fram bringunni prúð- búinn og belgir sig út, stingur báðum höndum undir beltið og hallar á, herpir saman munninn og reynir gera sig sem ábúðarmestan. Haraldur I Garði mætir honum og býður gleði- 230 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.