Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Blaðsíða 15
1 leg jól. En hann fær ekki svar — Þrándur í Hliði sér ekki hverja heng- ilmænu, þegar sá gállinn er á honum. Það er fjölmonni í kirkjunni- Þránd ur sezt á innsta bekkinn og stjakar frá sér með olnbogunum — gamli maðurinn vill sjást í sæti sínu og hafa þar svigrúm. Bænin er lesin. og fólk grúfir sig. Þrándur @r í vanda, því að beygja sig í keng og setja upp einhvern auð- mýktarsvip, núna þegar hann vill| sýna reisn sína — það er honum ekki ljúft, og að sitja hnakkakerrtur, hundsa alla mannasiði — ekki getur hann það heldur. Þess vegna fer hann bil beggja, lætur nægja ag halla sér ofurlítið' fram á, stífur eins og drumb- ur. Djákninn þylur bænina, og því lengur sem hann les, þeim mun meira bognar Þrándur, og þegar bæninni er lokið, er höfuðið sigið niður á bringu. Raddmaður er Þrándur mik- ill, og hann tekur hressilega undir, þegar sálmasöngurinn hefst, dregur þó öllu meira seiminn en hinir, svo að hann verður á eftir öðrum. vili siður fella neitt úr. Predikunin snýst um Stefán písl- arvott, sem Gyðingar grýttu til bana fyrir dyggðir sínar. Þrándur situr grafkyrr og nlýðir ræðu prestsins, hefur fest augun á fúageit í loftinu og sér allt fyrir sér: Stefán heitinn, friðsemdarmaður eins og hann sjálf- ur, röltir inn á Grindur, síðklæddur og berfættur, með kollótt prik í hend- inni. Þá drífur þá að, béaða fantana, svona keimlíkt slag og Hellismenn, og þarna hremma þeir hann og draga hann upp í Grófina, þar sem þeir berja hann grjóti — þess vegna er hún þar, urðin sú ama. Presturinn vikur ræðunni að okkur, sem nú erum á dögum — hvernig við grýtum stund- um hvert annað. „Uppi í brekkunni hjá mér“, hugsar Þrándur — „þar er engu að grýta, þag var lóðið — ekkert eftir. Nú er þetta orðinn falleg- asti teigur, ekki verður annað sagt“. „Við sjáum allar þær hörmungar, sem mennirnir baka sér“, heldur presturinn áfram: „Allt konar óár- an, deilur og styrjaldir, þjakar lönd- in og kæfir hvern helgan gróður í heiminum". „Bezt væri, ef hann drifi upp þara- hrönn. Næði ég í fáein hlöss á þennan blett þarna upp frá, þá fengi hann þar nokkrar bygglúkur, sá sem lifir næsta haust.“ Og hann sér fyrir sér þarann, brúnan og marggreindan, hvernig hann blaktir þunglamalega í sjávarskorpunni, og yið og við skýt- ur upp blaði, sem glampar á í sól- skini vorsins. Skrautið á altarisskör- inni verður að þara, flúrið á predik- unarstólnum verður að þara, og hann sér öldurnar koma veltandi og fleygja hrönninni upp að sætinu djáknans. Svo heyrir hann eitthvert árans skvaldur: Þeir eru að koma með Stefán píslarvott. Hann hrekkur upp, vaknar við hroturnar í sjálfum sér. Prestinum hefur miðað vel áfram, hann hefur hendurnar á lofti, og fólk- ið rís á fætur. Þrándur tyllir sér á tá: Það er þó bági ef ég er ekki hærri en þessii Hellismenn, sem flykkzt hafa hingað. Hvers vegna sitjið þið ekki á krókbekknum, bannaðir laus- ingjarnir? Þrándur sat grafkyrr og álútur á meðan hringt var út úr kirkjunni. Nú, þegar presturinn hafði lokið emb ættinu, hafði hann sitt að færa fram. Hver var sá, að hann þarfnaðist ekki hjálpar hjá hooum, sem öllum getur hjálpað? Það var þessi tengdasonur — já, það var viðurhlutamikið fyrir gamlan mann ag eiga sér enga stoð, úr því að himnajöfurinn hafðj Iagt honum svo mikig upp í hendur sem raun var á. Og svo tuldraði Þránd- ur jólabænina sína. Enginn biður inni legar en hann, að allt illt víkj frá sér. „Og svo þökk af hjartans innsta grunni fyrir mig og mína“, segir gamli maðurinn. „Ekki þarf að telja þér það, ag sitthvað hefði ég átt að gera á annan veg, en enginn þekkir ástæðurnar eins og þú, ög þú munt leitast við að bera í bætifláka fyrir mig — það þekki ég til þín“. Það verður að segja um Þránd, að hræsnislaus er hann — hann meinar það, sem hann segir, og enginn geng- ur með flekklausari hjarta og fölskva- lausara trúnaðartraust úr helgidómn- um en hann. „Dansboð? Hvar?“ „í Lön“. „Þakka þér fyrir, blessaður, þakka þér fyrir". IV. Þrándur kemur kófsveittur úr dans- inum og ungur maður á eftir honum. Þeir stefna í sofnhúsið, fara þar inn og loka á eftir sér. „Ég var búinn að lofa þér dropa, og hann skaltu fá“, segir Þrándur „Komdu nú hingað — seztu í hálminn og spjallaðu vig mig stundarkorn. — Og súptu nú á“. „Þakka þér fyrir allan vinskapinn, gæti ég bara launað þér þetta seinna. Það vill nú svo illa til, að það hefur lekið allt af kútnum mínum". ,,Ég ætlast ekki til neinna launa — smásopi af brennivíni, he! Nei, dreng- ur minn — það skal ég segja þér, að svo báglega er ekki komið fyrir gamla manninu-m, ag hann muni til eða frá um hvem smádreytil. En nú fer ég að varpa öllu frá mér, orðinn gamall, skal ég segja þér. Nú verður dóttírin að taka við því, sem til er í kotinu.“ „Það hefur einhver orðið að láta sér lynda minna“. „Ekki veit ég það — nei, það getur verið, fjögur eru jarðahundruðin, og ekki á kóngurinn þessa skækla, óskor- uð eign hvei þúfa Og svo húsin rneð því, sem í þeim er. O-jamm — húsin eru kannski ekki vegleg, en þó svo. að við höfum getað hafzt hér við, jafnvel nógu stæðileg til þess að hanga uppi hennar tíð og eitthvað lengur. Og úr því að við erum farnir að spjalla um þetta, þá get ég sagt þér — þú ferð ekki lengra með það —, að svo mikið verður eftu okkur af þeim kringlóttu, að hún gæti byggt upp — og vel það . Heyrðu, kunningi. þú sinnir ekki kútnum“. „Jú, jú-jú — mikil ósköp“. Klukk, klukk. Svo fara þeir inn í bæ. í reykstofunni sitja fáeinir menn að spilum. Jóhannes á Sjónarhóli gef- ur. Hann ætlar að rísa á fætur, þegar granni hans kemur inn, og yrða á hann, en hann kemur einhvern veginn ekki undir sig fótunum, hann er svo afturþungur. Hann tekur þann kost- inn að sitja kyrr. Þeir fara inn í fremri stofuna og þaðan inn í kamers- ið. Þar segir hann manninum að tylla sér niður, hann ætlar að biðja kven- fólkig að koma með kaffi handa hon- um. „Þakka þér íyrir — það er nú allt of mikil fyrirhöfn." „Heyrðu, hróið mitt“, segir hann við Ingu, „farðu inn í kamers við kaffileka handa honum Jóhanni. Ég gerði mér það til gamans að bjóða honum inn, þó að ég tefji þig frá dansinum litla stund. Það verður ekki við öllu séð, við verðum að vera kumpánleg við fólk“. Hann hnippir í konu sína, og svo fara þau bæði upp á loftið. „Komdu nú og sjáðu — betur, að það takist“. Þau l-aggjast bæði á hnén á gólfið yfir kamersinu og rýna niður í gegnum kvistgat. Hann ætlar að skyggnast þangað niður fyrst og legg- ur augað alveg að gatinu. „Nú-nú — sérðu nokkuð?“ „Nei, hún er ekki komin inn enn þá“. „Hvað hefst hann að?“ „Þegiðu, kona. Nú er hurðin opn uð“. „Segðu mér. hvað þú sérð, Þránd ur“. „Bíddu, manneskja, lofaðu mér að heyra, hvað þau segja". „Segðu mér, hvað þau segja, Þránd- ur . . . Það er ekki að spyrja að þér: Þarna liggurðu og glápir og segir mér ekki neitt“. „Lokaðu á þér túlanum, svo að þag heyrist mannsins mál fyrir mælg- inni í þér . . . Nú lifnar yfir þeim báðum — það sé ég, hvað sem meira verður. Nei, hvað hann lítur hýrlega til hennar — segir henni að koma til sín“. „Gerir hún það þá ekki, tuskan sú arna, fer hún . . . ?“ „Þegiðu, Sigga. Jú, nú fer hún til hans, þau setjast hlið við hlið“. En svo þagnar Þrándur, nú ætlar XÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 231

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.