Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Side 16
hann ekki að segja meira. Sigga verð- ur enn ákafari. biður hann að hleypa sér að. Svo byrjar hún að skattyrð- ast. Þrándur lætur það ekki á sig bi’ca, hann Iiggur kyrr, tuldrar, logar af áfergju. „Nei, nú læt eg þig ekki bjóða mér þetta léngur, þverhausinn þinn“. Hún þrífut báðum höndum í hárið á Þrándi og hnykkir honum frá gat- inu. Gamlj maðurinn rekur upp gól, því að þetta var sárt, en meira þó af því, hve honum varð illt við. Þegar Sigga komst loks að gatinu, var ekki neitt að sjá í kamersinu. Gamli mað- urinn situr á gólfinu í öngum sinum. „Nú gerðir þú þeim slæman grikk, konukind". Það er rétt, að það heyr- ist í honum. „Æ-já, góði minn. Mér rann í skap við þig, þú þurftir heldur ekki vera með þessa þvermóðsku vig mig. En það var leiðinlegt, að svona skyldi takast til“. „Það verður hafa það eins og hvert annað hundsbit. kannski ræðst þetta betur en á horfist. Ég reyni að draga mig aftur í dansinn". „Hafðu heill sagt, reyndu það“. Honum verður vel ágengt. Hann kemur með annan mann heim með sér, og allt fer sem áður, nema hvað þessi maður er fjörnieiri en hinn fyrri. Hann skálmar fram og aftur og reigir sig og snýst eins og skoppara- kringla. -Þrándur leggur ríkt á við konu sína að gera engan óskunda, þau verða að fá vera í næði. Sigga hefur fá orð um það, hún er lögzt endilöng á góifið við kvistgatið, og henni verður ekki þokað þaðan: í þetta skipti skal hún ekkj missa af því, sem fram fer. En það er gamla sagan: Þolinmæði Þrándar þrýturv og hann stjakar gömlu konunni frá gat- inu. Af bessu verður svo mikiil skar- kali, að hann heyrist niður Inga hleypur að glagganum og gáir út, hvort þessi fyrirgangur berist utan af hlaðinu. Pilturinn situr skimandi í sæti sínu, rekur svo upp roknahlát- ur, og hvernig báð atvikaðist, það veit ég ekki, nema hann fær hugboð um, að ekkj sé allt með felldu með kvist- gatið stóra á loftinu. Hann rýkur upp, og það er eins og hendi sé veifað: kaffið stendur ems og bogi upp í loft- ið úr boilanum — og piltur á dyr Þarna húkir Þrándur, karlanginn, og nýr á sér augun. en Sigga hlær, þar sem hún tiggur kylliflöt á gólf- inu: „Spreyttu þig nú — seint vill þér batna. Enginn bað þig að vera með þennan fyrirgang". Það er liðið langt á kvöldið: Þránd- ur kemur enn einu sinni úr dansin- um með hóp af mönnum og býður þeim sæti við borðið í fremri stof- unni. Það er borið á borð fyrir þá og ekkert til sparað: Sauðarlærin ligg.ii í haugum. Sjálfur gengur hann milli manna með flöskuna. Inga hefur borað sér inn i kamers- ið, einhver dyntur í henni, býst ég við — er farin að gruna gömlu hjúin um græsku. Þrándur sífrar i sífellu: Að stúikan skuli ekki koma fram Fleirj en einn í hópi borðgestanna tekur undir, þeir segjast undir eins vilja fá hana ■ dans. Og það verður látlaus straumor ínn til hennar — einn fer af öðrum til þess að tala við hana og dekra hana til þess að koma í dansinn. Þá hýrnar yfir gamla mann- inum, hann víkur ekki langt frá hurð- inni: Nei — hún er þrá. hún bvrstir sig meira og neitar að koma. O-já, það er etið og drukkið, mál- æðið er mikið Þeir fara í krumlu, kveða við raust,, lofa heimilið upp í hástert, hrósa Þrándi og konu hans — þó dótturinnt allra mest — enginn botnar í því, hvers vegna hún er svona baldin við karlmennina. Því ag það hlýtur hún að vera — annars væri hún löngu höfnuð í hjónarúminu. Gamli maðurinn tekur ófeiminh undir það lof, sem borið er á Ingu, og eyk- ur við, og ekki verður heldur sagt, að hann dragi dul á það, hve hún er loðin um lófana. „Og baldin“, segir hann — „það er lítið mark takandi á því. Kvenfólkið, piltar, það er nú svo kyndugt — nei, enginn skyldi setja það fyrir sig: Sá, sem er nógu einhuga, hann hefur sitt fram við þær, skepnurnar. He-he — því er nú þannig farið.“ Nú standast þeir ekki mátið, þeir fara inn til Ingu og draga hana fram á gólfið. Og svo dansa þeir og koma henni fljótlega í gott skap. Þá er eins og nýtt fjör íærist í Þránd: Hann seilist undir handlegginn á elzta syni Jóhannesar á Sjónarhóli og segir lág- um rómum: „Líttu á, þama sérðu sjálfur,. að ekki er hún óhnellin — bara að vera einbeittur, hafðu mín orð fyrii því — og efnin, þau hefur hún.“ Allir þakka tyrir sig, og svo er far- ið í dansinn í Lön. Sigga og Þrándur eigra á eftir, bæði tvö. V. Það er dansað langt fram á nótt. Þá er það, að Þrándur saknar dóttur sinnar. Hann fer út til þess að skyggn- ast eftir henni. Og stendur hún ekkt þarna á hlaðinu, rétt til svona, og glápir upp í loftið. Spölkorn frá henni er hópur af körlum og konum með alls kyns galsa. En Inga, hún rorrar þarna ein. „A-jæja“, hreytir hann út úr sér — „það lá að, ekki var á betra von“. Hann ætlar að Götu. Mjöðurinn er farinn að svífa á hann, og hann reik- ar í spori. „Nú dreg ég mig burt - nenni þessu ekki lengur" Hann sezt á götubakk- ann fyrir utan Keldu, því að nú er hann kominn svo langt, að hér fær hann að vera í friði. „Illa lánuðust þau mér, þessi jólin. það er víst og áreiðanlegt," andvarp- ar hann. „Stóð bá ekki stelpugægsnið alein í allri þessari fólksþvögu! Þeir líta ekki við henni, það er hreint brennt fyrir það“. Hann þagnar — fólk að nálgast. „A-há, þú hér, gæzkan“. ,,0-já. Ég nenni ekki að dansa meira. Ég fer heim að sofa“. Konan hélt áfram sína leið. Þannig artað: þetta sig. „Nú var gæfan þér ekki hliðholl, Þrándur — þú færg ekki neinn tengdasoninn, nei ég sá það við fyrsta tillit — það gerir öfundin. Það vill ekki, að hún nái í mann, það ætlai sér að éta upp góss- ið í höndunum á hennii En það skal komast að því keyptu, það segi ég — ég skal samt krækja í tengdason." Framhald á 23/. síðu. 232 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.