Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Page 17
Minningar frá Langalandi Það ðar til tiðinda norður í Mývatnssveit liaustjð 1920, að einn bœnda þar, Valdimar Halldórsson á Kálfaströnd, réð ráðsmann að búi sinu, en fór sjálfur í siglingar. Var hnn fyrst nckkra mánuði í Danmörku, einkum á Langalandi, en hélt síðan suður á ítaliu. Þótti það þá ekki litlum tiðindum sœta, að norðlenzkw bóndi skyldi fara siíka för. Á heimleið- inni dvaldist Valdimar loks nokkuð í Skotlandi. — Valdimar skráöi ierðaminningar sínar og flutti erindi um þœr á skemmtifundum í Mývatnssveit. Hér birtast minningar hans frá Langalandi, fœrðar i búning af frœndi hans, Hdlldóri ís- leldssyni. Árla vetrar árið 1920 dvaldist ég í Kaupmannahöfn um mánaðarskeið. Þar var bæði gott og skemmtilegt að vera. En mig langaði til að kynn- ast dönsku þjóðinni og sveitalífinu þar í landi. Mér var það líka ljóst, að ætti ég að öðlast einhvern skiln- ing á danskri þjóðarsál, þá yrði ég að vera meðal alþýðunnar og læra málið sem bezt. Reyndin hafði hins vegar orðið sú, að í borginni umgekkst ég einkum landa mína, svo að lítið þokaðist þar á þá leið, sem ég hafði ætlað mér. i>ví var ég nú að leggja af stað tii Langalands að morgni 7. des. Þar hafði Dansk-Islandsk samfund útveg- að mér dvalarstað um skeið. Ég fór með járnbrautarlest til Korsör, en þangað eru 14 danskar milur, og var hraðlest þeirra dönsku 2 stundir að fara þá vegalengd. — Það var svalur vetrarkaldi þennan morgun, eins og oft um þessar mund ir, svo að ég varð feginn að koma inn í hlýjan járnbrautarvagninn. Ég náði i sæti úti við glugga og hugði gott til að njóta útsýnisins, meðan ekið væri yfir Sjáiand. Þótt Bjarna Thorarensen þætti það land forðum daga „svipijótt sem neflaus og augna laus ásýnd“, þá gat ég ekki verið honum sammála um það. Að vísu eru mishæðir litlar, en þó býr landið yfir mikilii fegurð. Meðfram braut- inni eru greni furu- og beykiskógar og svo vötn nær og fjær. Þess á milli er svo næstum allt akrar. Víða var veiið að plægja þá, en sumir voru' sánir og algrænir, því að rúg og hveiti er sáð á haustin. Hins vegar er byggi og höfrum ság á vorin. Syggðin er mest í þorpum, en em- stök bændabýli sjást þó hér og þar. Flest eru húsin hvít með rauðum þökum, byggð úr múrsteini og kölk- uð utan. En þó að ég hefði mikinn hug á aö njóta þess útsýnis, er þarna bar fyrir augu, var þó víðs fjarri, að það ætti hug minn allan. Þegar lestin var rétt að renna af stað frá Höfn, birtist allt í einu í dyrum vagnsins tvítug blómarós, sem kemur hiklaust og sezt við hlið mína. Hún var öll hjúpuð í silki, með perlufesti um hálsinn og eigi minna en einn dem- antshring á öðrum hverjum fingri. Og lái mér svo hver sem vill, þó að hugur minn væri ekki óskiptur hjá náttúrufegurðinni úti fyrir. Og svo gerðist það, að henni varð það á, sjálfsagt alveg óvart, að koma svolítið við mig með olnboganum. Því fylgdi auðvitað bón um fyrirgefn- ingu, sem nærri má geta, hvort ekki hefur verið auðtengin. En þetta varð tii þess, að samræður okkar hófust. Hún var kaupmannsdóttir úr Kaup- mannahöín og ætlaði til Krosseyrar að heimsækja frænku sína. Hún sagði, að þótt það væri gam- an í leikhúsum, kvikmyndahúsunum, kaffihúsunum og dansleikjum og jafnvel söfnum, þá væri þó nauðsyn- legt ag breyta til öðru hvortí og létta sér ttpp með þvi að ferðast dálítið. Hún hafði lík.a ferðazt nokkuð, bæði i sínu heimalandi og erlendis. Svo rek ég ekki samtalið meira. En tveir tímar geta stundum verið helzt til fljótir að líða, og ag þessu sinni formælti ég lestinni heitt og innilega, í huga mínum, fyrir flýt- Valdimar- Halldórsson. inn, þó að hann væri nú að vísu ekki svo mikill, í samanburði við enskar lestir. Svo yarg ég að kveðja minn ágæta sessunaut. sem cg hefi því miður ekki ség síðar. Þegar til Korsor kom, visaði gild- vaxinn lögregluþjónn mér á skipið, sem fara átti til Langalands. Það var næstum ferðbúið. hlaðið vörum og farþegum. Skipið fór á tveimur og. hálfum lima til Rödköping á Langalandi, sem er stærsti bærinn þar í iandi, en svo varð ég að bíða í rúma þrjá tíma eftir næstu járnbrautarlest. Sú lest þótti mér fara fiægt yfir, því að hún kom við á einum sex stöðum, áður en korn að mínum áfangastaö. sem Hædeby heitir Þá var klukkan sex og dimmt af nóttu. Reyndar var þó lestin ekki búin að vera nema rúm- lega eina klukkustund á leiðinni, en það voru aðeins átján kílómetrar, sem hún hafði farið. Þegar ég hafði staðið Utla siund á stöðinni, kemur til mín maður og heilsar mér afar vingjarnlega og bíð ur afsökunar á því, hvað hann komi seint. Þá býður hann mig hjartanlega veikominn og segír, að nú skuli ég koma heim með sér og dveljast þar eins lengi og ég vilji. Þetta var Jen- <;en fripkólakennari. Frískólar eru víða í Danmörku, þeir njóta ekki styrks frá ríkinu nema að nokkru leyti og eru eign einstakra manna eða sóknarfélaga. Skóla þessum kynntist ég betur síðar og leizt allvel á hann. Sérstak- lega hvag náttúrugripasafn skólans og öll kennsluáhöld voru fullkomin. Þanra var börnum kennt á aldrinum 8—12 ára og svo unglingum tvö kvöld í viku. Þegar kom heim til Jensen, beið okkar kvöldverður, og skorti þar ekki fína rélti, en ekki þ^tti mér minnst um vert, að öðrum megin á borðinu stóð íslenzki fáninn. en hinum meg- T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 233

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.