Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Síða 19
í Kaupmannahöfn húsakynni, sem því tækju fram. Sérstaklega þótti mér þag eftirtektarvert, að alls staðar var annaðhvort píanó eða orgel. Og blómarækt, bæði utanhúss og innan, var aðdáanleg. í þeim samkvæmum, sem ég tók þátt, var oft mikið sungið. Þá var einnig spilað á spil. Venjulega vist upp á peninga. Mikig var og rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Og stundum voru stjórnmálakappræður. Af því hafði ég gaman, að svo miklu leyti, sem ég gat fylgzt með. En í slíkum umræðum vildi mállýzkan verða svo áberandi, ag ég átti stund um helzt til erfitt að halda þræðin- um. Hins vegar kom þarna einu sinni dr. P. Munc, fyrrverandi for- sætisráðherra Dana, sem ættaður var þarna af eyjunum. Hann talaði um gamla þjóðabandalagig 1 Genf, og ég skildi næstum hvert orð, sem hann sagði. Einu sinni kynntist ég skógfræð- ingi nokkrum, Hansen að nafni. Hann bauð mér að heimsækja sig og sjá skóglendið, sem hann hafði tíl um- sjónar. Þar var fjöldi trjátegunda óg fagur skógur: Álmtré, sem talin voru um 30 metra há og alveg bein, og eikur, sem hann sagði, að væru 25 vagnhlöss, eða 37 tonn að þyngd. Beykið var þá aðaltegundin. Þarna voru menn að grafa upp smátré, sem rýma átti, og aðrir, sem voru að grafa upp gamla stofna. Þess ir menn hpfðu ekkert annað að laun um en trjáræturnar, sem þeir grófu upp. Virtist mér þeir hafa nóg til matarins unnið, því að blauta mold var að grafa og verkig hvorki fljót- legt eða þokkalegt. En fagurt var þarna í skóginum, með blikandi hafið á aðra hönd. Og skemmtilegur var Ifansen skógarvörður. En hann var frá Borgundarhólmi og ráðlegra að fara hóflegum viðurkenningarorðum um Svía í nærveru hans, ef vinslitum átti ekki að valda, og nógu tæpt stóð það fyrir mér. Allan þennan skóg átti greifinn á Hjorfchólm, og var Hansen starfsmað- ur hans. Sjálft greifasetrig fýsti mig líka mjög að sjá, og svo gafst mér einu sinni tækifæri til þess, sem ég lét auðvitað ekki úr greipum mér ganga. Einn góðan veðurdag lagði ég land undir fót til þess að sjá mig um. Varg mér þá gengið upp á dálitla hæð, sem þó var talin allmikil þar í landi. Öll var hún skógi vaxin og afgirt. En hlið girðingarinnar var gert úr hvalkjálkum, sem einhver greifinn hafði flutt heim með sér úr suðurhöfum, en greifinn.á Hjorthólm átti þetta landsvæði. Efst á hæðinni var dálítil steinhöll, en þaðan var allgott útsýni yfir landareign hans. En bygging þessi var í hálfgerðum rústum. Þegar ég hugðist halda heimleiðis, mætti ég aðalráðsmanninum á greifa- setrinu. Hann spurði, hvort ég væri ekki íslendingurinn, sem dveldist hjá Pedersen, og síðan, hvort ég vildi ekki koma heim á Hjorthólm og sjá búskapinn þar. Og það var boð, sem ég var auðvitað mjög fús að þiggja. Að tilhlutan hans sýndi svo undir- Á hlaSinu á Kálfaströnd — gamli bær- inn og hús, sem Valdimar Halldórsson byggðl. ráðsmaðurinn mér allt, sem þar var hægt að sjá á þeirri dagstund, sem ég hafði þarna til umráða. Fyrst sýndi hann mér vélar allar og jarð- yilkj'uverkfæri. Þar á meðal eina dráttarvél, sem hann lét setja í gang og sýna mér hvernig starfaði. Slíkan grip hafði- ég eigi ség fyrr. Þar voru einnig tvær bifreiðar og sex skemmti vagnar, sem hestum var ætlað að draga. Þeim tilheyrðu og átta pör af skrautaktygjum. Allt var þetta silfurfágað og gljáandi. Þá sýndi hann mér í fjósið, sem ekki var neinn smákofi. Því þar voru 179 kýr, 98 kvígur, 45 kálfar og 10 naut. Eitt nautig var sérstakur úrvalsgripur, og hafði hann sem kálfur verið keypt ur frá Odense fyrir fimm þúsund krónur. Það var geipiverð í þá daga, og má geta þess til samanburðar, að vinnumennirnir þarna um slóðir höfðu þá kr. 300,00 í kaup fyrir árið, eins og ég hef áður getið. Allir voru nautgripirnir sótrauðir ag lit, mjög vel hirtir og fallegir. — Þá átti greifinn þrjátíu stóra öku- hesta og tvo gljástrokna vagnhlaupa hesta. Einnig tvo hollenzka, tvo ís- lenzka og þrjá rússneska. Þetta var fallegur hópur að sjá á einum stalli. Þar næst sýndi ráðsmaður mér ibúðir verkafólksins, þær voru sæmi- lega vistlegar, en þó líklega fremur kaldar á vetrum. Fjórtán fasta ársmenn hafði greif inn og álíka margt af kvenfólki. Ekki kom ég í höll greifans, en glæsileg var hún til að sjá. Flestir bændur í Langalandi höfðu eigi nema 20—25 hektara lands, og var það venjulega fullræktað. Margir áttu svo einnig dálítið skóglendi. en sumir ekkert nema skjólbeltin með- fram ökrunum og girðingunni. En greifinn á Hjorthólm átti 300 hektara akurlendis, 115 hektara engi, 25 hektara mýri og 80 hektara skóg- lendi. Auk þessa tylgdu sVo greifasetr- inu 20 hjáleigur 20 býli, sem dálitlar landsnytjar höfðu, og 15 hús, sem eng- in jarðarafnot fylgdu. Hér með eru þá upptaldar aðal- eignir þessa greifa. En öllum eignum og réttindum eru líka samfara nokkr- ar skyldur, og 70 þúsund mátti höfð- ingi sá borga i skatt. Það var líka sagt að hann hefði IV* milljón í tekj- ur árlega, Einn bróður átti greifinn, og talað var um, að þeir hefðu orðið að greiða eina milljón i erfðafjárskatt, þegar þeir tóku við arfi eftir gamla greif- ann, föður «inn. Eitt sinn fór ég með kunningja mínum að skoða fornminjasafn, sem stórkaupmaður nokkur í Rödköbing hafði safnað og gefið, ásamt húsinu, sem safngripir voru varðveittir í. Við fórum með járnbrautarlest báð- ar leiðir. Var það 40 km. vegalengd, tók 2 stundir vg kostaði 2 kr. fyrir hvorn okkar. Mér virtist það stórvirki af ein- um manni, ag safna ölhi því, sem þarna var saman komið. Sérlega mik- ið þótti mér til um einn fornleifa- fund, sem þarna var til sýnis. Það var fommaður. sem hafði verið heygð- ur með hesti sínum, um svipað leyti og ísland var að byggjast. Og ég sá ekki betur en hrossbeinagrindin væri alveg eins og af íslenzkum hesti. Beizli og reiðver öll höfðu bæði verið gull- og silfurbúin. Margt góðra gripa hafði einnig verið í haugnum. svo sem mikið sverð, sax og öxi, einnig sporarnir, sem haugbúinn hafði verið með á fótum sér. Sömuleiðis var þar og kámbur og hárfléttingur. Og að síðustu ketill og leirker með mat og drykk. Feiknin öll al steinaldartækjum og munum var og þarna f safninu, því að Langaland er auðugt af fornminj- um. Og víða má sjá þar bautasteina eða hetjugrafir. Það eru þrjú stór- björg, sem velt hefir verið saman, T í M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ 235

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.