Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Qupperneq 20
EINAR SIGURFINNSSON:
DAGUR FERJUBONDANS
svo að þau mynda nokkurs konar
hlóðir, síðan hefur svo fjórða bjarg-
inu verið velt þar upp á.
Öllum er það hulið, hvaða áhöld
fornmenn gátu haft til slíkra stór-
virkja, því að björg þessi eru hvort
um sig mörg tonn að þyngd, sérstak-
lega það efsta því að þag er ætið
langstærst.
Sem ég var parna að skoða safnið
þá. kom orðsending frá stórkaup-
manninum, sem öllu þessu hafði safn-
að, ag hann bæði íslendinginn að
heimsækja sig sumarbústað sinn ut-
an við bæinn. Eg brá við og heim-
sótti karlinn, sem tók mér með kost-
um og kynjum. Það kom í ljós, að
hann var niér mikbi fróðarj um forn-
minjar á fslandi og fornminjagröft
þar. Og hann sagði, að við þyrftum
ekki að halda, að þeir Danir hefðu
alveg gleymt gömlu fjarlægu sögu-
eyjunni nbrðm við Dumbshaf.
Mér féll mjög ve! við dönsku þjóð-
ina, eftir þeim kynnum, sem ég hafði
af henni þennan vetrarhluta. Fólkið
var sérlega háttprútt og kurteist, en
þó glaðvært og frjálslegt i framkomu.
Skilyrði til búskapar virtust mér
harla ólík í Danmörku og hér hjá
okkur. Landið var ætíð rétt við býl-
in, svo að um 'angræð'i var ekki að
ræða. Til að lét.ta störfin og auka af-
köstin höfðu þeir márgs konar vélar,
verkfæri og áhóld, bæði innan bæjar
og utan. Flest af þvi var þá óþekkt
hér hjá okkur Samt fannst mér þó
nóg um erfið störf hjá þeim.
Ekki töldu bændumir, að gott væri
að búa, þó að kaupgjald væri sér-
lega lágt hjá þeim um þessar mundir.
Þeir sögðu, að allt, sem kaupa þyrfti,
væri svo dýrt, og verðlag á afurðum
búanna lágt. En skattarnir væru óhóf-
lega miklir, þvi að konungsfjölskyld-
an væri þjóðinn? svo kostnaðarsöm.
Útgjöldin til landvarna og hernað-
ar sögðu þeir líka drjúg, en þeim
kostnaði væri þó algerlega á glæ
kastað, þvi að vonlaust mundi fyrir
slíka smáþjóð að verjast öflugum her-
veldum, ef til átaka kæmi.
Gaman höfðu dönsku bændurnir af
að heyra um oúskapinn hér á landi,
og furðulegar þóttu þeim sögurnar
af smölun fjárins upp um fjöll og
heiðar. Mér er ekki grunlaust um,
að þeim hafi þótt ótrúlegt, hvað ég
fékk mörg villiandaegg og veiddi
mikinn silung, en þetta voru kurteis-
ir menn og rengdu ekki það, sem ég
sagði. En þeir létu f ljós, ag líklega
mundi bæði vera gott og skemmti-
legt að vera bóndi á íslandi. Hrædd-
ur er ég þó um, að þeim hefði
brugðið við ýmislegt, ef þeir hefðu átt
að skipta og stunda búskap hér á
landi á þeim árum, því að ekki duldist
mér, að dönsku bændurnir stóðu
okkur að ýmsu leyti miklu framar um
þessar mundir Ekki sízt vegna marg-
víslegra rannsókna, sem gerðar höfðu
BÆRINN IÐA er á millj hárra
hóla norðaustanvert við Vörðufell,
nokkru vestar en Stóra-Laxá samein-
ast Hvítá. En Hvítá rennur þarna til
vesturs, áður en hún beygir til suð-
urs vestan við Vörðufell. Bærmn er
nokkurn spöl — 800-900 metra — frá
árbakkanum að sunnanverðu. Þar
hefur verið tvíbýli svo lengi sem
vitað er. Næstu bæir handan árinnar
eru Laugarás, læknissetrið, og Skál-
holt. Hjá Laugarási er nú gróðurhúsa
þorp.
Ferjustaður hefur verið á Iðu-
hamri frá ómunatíð. Þar fellur áin
í þröng milli blágrýtisklappa. Nú er
þar komin traust og falleg brú, sem
léttir þungri kvöð af Iðubúum og er
ómetanleg samgöngubót og öryggi
héraðsbúum, ásamt nýlega gerðum
vegi að henni báðum megin.
Klukkan er sex. Alllangt er til
birtunnar. En hennar mátti ekki
bíða, því að ekki mun morgunninn
verða of langur. Ég á að fara með
mjólkina í dag, og það er um tólf
kilómetrar suður á þjóðveginn, en
þar er mjólkurbíllinn um klukkan
níu.
Út er farið og hestunum færður
sinn morgunverður. Síðan er skropp-
ið í fjósið og kúnum gefinn sinn
skammtur. Að því loknu er gengið í
bæinn, þar sem ilmandi, sjóðheitt
kaffi er tilbúið, ásamt vel útilátnum
bita. Ekki má doka. Mjólkurbrúsarnir
eru látnir á vagninn og bundnir vand-
lega. Hrossin, Tinna og Blesi, eru
leidd út, hnakkur og aktygi lögð .á.
Sambýlismaðurinn spennir fyrir með
mér. Svo er lagt af stað, — niður að
verið í þágu landbúnaðarins og margs
konar tækni, sem þeir höfðu yfir að,
ráða við bústörfin. En þetta var fyrir
fjörutíu og tveimur árum, og hvað
þeir standa okkur miklu framar nú,
er mér ekki kunnugt.
Sjaldan kann þag góðri lukku að
stýra fyrir bændur að yfirgefa bú
sín til langframa. Eg hafði líka ætjað
mér að kanna fleiri stigu, áður en
heimleiðis yrði haldið, sem óumflýj-
anlega hlaut að verða með vordög-
unum.
Eftir rúmlega tveggja mánaða dvöl
í Langalandi varð ég því ag kveðja
það góða fólk, sem ég hafði komizt í
kynni við þar.
Hvítá, austur með henni og svo suð-
ur Laxárbakka.
Jörg er alhvít, snjóhreytingur og
stinningsvindur af norðaustri. Illt er
að greina loft frá láði, og enn þá verr
sjást ójöfnur á veginum, ef veg
skyldi kalla: Þetta er niðurgrafin
moldargata, sums staðar vatnspollar
með nýlögðum ís, sem brotnar undan
fótum og hjólum. Þag er komið við á
nágrannabænum o.g mjólkurbrús; tek
inn þar.
Áfram mjakast. Tinna gamla held-
ur götunni, þótt lítil skil sjáist, það
er öruggt. Snjókoman fer vaxandi,
og seint birtir. Og loksins er komið
að brúsapallinum, skammt fvrir sunn-
an Reyki. Enginn er kominn og eng-
in bílför sjáanleg. Nú verður að bíða
eftir tómu brúsunum, og svo er von
á einhverjum vörum. Biðin verður
nokkuð löng, auðvitað er snjórinn og
bylurinn farinn að tefja bílinn. Fleiri
mjólkurpóstar koma að pallinum. —
Hestarnir jóðla heytugguna úr haus-
pokum sínum og virðast rólegir. Mað-
ur verður að berja sér, svo að hlýja
haldist í skrokknum. Og loksins grill
ir í eitthvert ferlíki í gegnum snjó-
kófið. Bíllinn stanzar, allur uppfennt
ur. Bílstjórinn kemur út og hefur
hröð handtök. — Það er vont að
keyra núna — segir hann, þag sér
ekki fyrir vegköntunum, nema á
stöku stað, allt ein blindandi, grá-
hvít mugga.
Það gengur vei og fljótt að taka
á móti því, sem kemur, og ganga frá
öllu á vagnana, enda hjálpar hver
öðrum, þeir sem þarna eru í sömu
erindum. Reykjabóndinn býður okk-
ur að skreppa inn og þiggja eitthvað
volgt — að minnsta kostj veitir þehn
ekki af, sem lengst eiga heim, að
fá kaffisopa. Þetta er þakksamlega
þegið og tefur lítið, því að húsfreyj-
an veit, hvað bezt kemur sér, enda
oftast heitur ketillinn á bænum þeim.
Heimferðin gengur sæmilega, þótt
veðrið sé slæmt og færð fari versn-
andi. Strax er hrossunum komig í
hús og Ijúffengt hey látið í stallinn,
svo eí farangur tekinn af vagninum
og hvað eina látið á sinn stað. Að því
búnu er gengið í bæinn. Gott er að
koma inn í hlýtt húsið og setjast að
vel búnu matborði. Matarlystin er
góð, en ekki má lengi sitja. Strax
verður að fara út aftur. Sauðféð hef-
ur elckert fengið enn. Konan hefur
lokig fjósaverkum og mjöltum, eftir
að ég fór..
236
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ