Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Page 21
Nú er fljótt farið í fjárhúsin. Ánum er hleypt út. Þær hlaupa að læknum og svala sér á hreinu og tæru upp- sprettuvatninu. Á meðan er heyið borið á garðinn, hlöðugólf sópað og krær rakaðar. Ærnar ryðjast inn, þegar opnað er. Þær raða sér að jötu og taka hraustlega til matar. — Ivömbum verður að gera sömu skil. En þeim gaf ég tuggu um morguninn, áður en ég fór. Svo verður að vatna hrossunum, kemba þeim og gefa sinn síðdegisskammt. Leysa niður hey til næsta dags og troða því í polka. Og svo er komið að fjósaverk- um. Kýrnar krefjast matar síns, og hann má ekiki við neglur skera. Þær þurfa líka mikið að drekka, og vatn ið handa þeim verður að sækja niður í lind, stutta leið að vísu, en nokk- uð bratta. Vatnið er gott og heil- næmt, og það birgist aldrei af ís né snjó, alltaf opið og tiltækt til svöl- unar mönnum og skepnum. Veðrið er nú orðið betra. Hver skepna hefur fengið fóður og vatn, og húsin þeirra eru þurr og sæmi- lega hlý. Og nú hlakkar maður til þess að setjast inn, fara í þurr föt taka sér bók í hönd og njóta heimil- ishlýjunnar. En þá kemur sambýlis- maðurinn og segir: — Okkur er ekki til setu boðið að sinni, það er kominn maður að sækja lækninn. Við verð- um að fara báðir, því að áin er eifið eftir bylinn. Já, skyldan kallar, og ekki má tregðast við að sinna brýnni þörf. Við göngum norður á Hamar. Báturinn hvolfir skammt frá vatnsborðinu. — Þétt krapaskrið er í ánni, og dimmt er orðið. Báturinn er tekinn, ýtt á flot. Það er harla erfitt að róa gegn- um krapahrönglið, sem er svo þétt, að varla sér í vatn, og okkur sækist seint yfir ána. — Þó mjakast Jitla kænan hægt og hægt að norðurland- inu. Læknirinn er að koma að ánni heiman frá sér, og tafarlaust er iagt aftur út á krapafullt jökulvatnið. Hægt og seint, en slysalaust, gengur að komast að suðurlandinu. Þessu verki er lokið. Læknirinn stígur á hestbak og heldur sína leið með manninum, sem er að sækja hann. Við Loftur drögum bátinn nokkuð upp frá vatninu, hvolfum honum og hreinsum hann vandlega. Nú er hætt að snjóa og komið all- gott veður. Heim er haldið. En und- ir vökuloikin kemur læknirinn aftur, og nú verður að flytja hann upp yfir. En á meðan skyldj fylgdarmaður hvíla sig og hestana heima á Iðu. Nú var krapaskriðið heldur minna og ögn hægara að komast yfir. En heim að Laugarási urðum við að fara og bíða á meðan læknirinn útbjó lyf handa sjúkbngnum, sem hann var sóttur til. En ekki tók það langan tíma. Svo er farið aftur til baka. — Gengið vel frá bátnum og því, sem honum tilheyrir, og gengið heim. — Dagsverkinu er að þessu sinni lokð, og er þá skammt til miðnættis. Gott er að leggjast til hvíldar heil- brigður, nokkuð lúinn, en ánægður að öllum verkum er lokið og allt gekk óhappa- og slysalaust. Eitt skref ævileiðar áfram stigið. Svipað þessu líða vetrardagarnir. Þó með marg- víslegum frávikum, eftir veðri, vegum og ferjuþörf. En vig ferjukalli mátti búast, hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Stundum gerði Norðri isbrú á ána, og þótti mikil samgöngu bót og nokkur starfsléttir. En þó var ísinn á Hvítá einatt varhugaverð ur og varð að notast með aðgæzlu. Því oft var hann veikur eða opin vök- in undir snjóföli við fætur manns. En tíminn mjakast áfram, dagar líða og dagar koma. Samgöngur batna, menn færast hver nær öðrum. Bílarnir þjóta nú eftir góðum veg- um, þar sem voru aðeins troðnar braulir og torfærur. Traustar brýr tengja saman byggðir, þar sem erfið og hættuleg vatnsföll skiptu þeim í sundur. Símaþræðir téngja bæ við bæ og sveit við sveit. Og víðar og viðar eru spenntar raftaugar, sem færa yl og birtu inn á heimili og létta störfin. Þetta er gott og mjög ánægju legt. En samt er gott og fróðlegt að skyggnast fáein ár til fortíðar og gleðjast og þakka það, sem ávinnst til hagsbóta. Vig jólalok 1962. Mussuleggur — Framhald af 223. sí8u. stokknum, og loks er lagzt á glugg- ann og kveðið með ámátlegri röddu: Vaki þú, Búi viljirðu finna Móra; knæfur er knúi; kyrkt hef ég fjóra; Lítt’ upp í ljéra, Lítt’ upp í ijóra. Er mælt að presti yrð! svo hverít við, að hann þyti í ósköpum upp fyr- ir konu sína í rúminu”. Jóhann Ólafsson hét maður og bjó í Laxárdal í Ilrútafirði, auðugur að kvikfé. EiU kvöld taldi hann fé sitt að venju og vantaði þá eitt lamb. Um nóttina dreymdi Jóhann, að Mussuleggur kom að honum og sagði: •Jóhann, sástu ekki til mín í dag? — og vísaði honnm á, hvar hann hefði roðið lambinu ofaní dý. Morguninn eftir fann Jóhann lambið þar. — Jó- hann Ólafsson var fæddur og upp- alinn á Kverngrjóti í Saurbæ, næsta bæ við Bjarnastaði, þarsem Galdra- Hallur var í uppvexti sínum um sama leyti, svo Jóhar.n hefur væntanlega minnzt æskufélaga síns vig þetta tæki færi. Ð Þegar Sólheima-Móra eða Mussu- leggs er fyrst getið á prenti, árið 1862 í fyrra bindi þjóðsagna Jóns Ámasonar, eru ekki nema tvö ái Iið- in síðan Finnur bóndi Finnsson lézt á áttræðisaldri; en Guðrún kona hans hafði látizt 1846. Það er eingin feimni við þálifandi menn í sögunni hjá Jóni Árnasyni, þegar hann segir: „Nú þykir Mórj vera orðinn mjög dofn- aður og kyrrlátur; samt er ekki trútt um, að enn þyki sem Sólheima- fólk sæki illa að“. Nú er það aigeingast um uppvakn- íngana að þeir eru svæsnastir á ýngri árum, en daprast og verða nán- ast kímilegir, þegar stundir líða. Ekki voru menn á því um og eftir aldamót- in síðustu, að Móri Mussuleggur væri liðinn undir lok, því Finnur Jónsson á Kjörseyri kann margt nýlegt frá honum að segja í Þjóðháttum sínum; en ag vonum eru þar eingar hryðju- verkasögur. Ekkert af því efni er dregið til þess háttar. (Heimildir: Þjóðsagnasöfn, s.s. Jóns Árnasonar, Ólafs Davíðs- sonar, Bjöms Bjarnasonar frá Viðfirði, Odds Björnssonar, og Strandamanna saga Gísla Kon- ráðssonar, ásamt athugasemd- um og sögulegum íaukum Jóns Guðnasonar.) Þrándur í Hliði — Framhald af 232. sí3u. Hann ætlar að risa upp, en það tekst ekki, höfuðið er orðið býsna þungt. En þá læsir hann lúkunum í moldar- barð og rembist við að rífa þqð upp. „Þeir skulu komast að því keyptu, áður en þeir éta upp góssið hennar", endurtekur hann. „Komist þeir í greiparnar á mér, þá skal ég hantéra þá til svona og til svona" — og hann nístir rofig á milli handa sér. Nú kemur Sigga vagandi: „Skömm er að sjá þig — ég hef leitað að þér um allar trissui, og þá hangirðu hér berfiausaður. Hvar er Inga?“ „Ætti ég að vita, hvar þetta þvæl- ist? Nú er ég svo reiður, að ég vildi vera dauður”. Og hann leggst. aftur á barðið, rótar þar og ýlir „Þú lætur það, kort sagt, vera að liggja hér eins og afstyrmi — það verður þokkalegt að hirða af þér dáminn, þegar þú kemur heim“, seg- ir Sigga. „Og hvers vegna ertu að hallmæla dóttur þinni, segi ég — „hvar þetta þvælist — ég segi ekki meira“. “Það er ekki lánið yfir því húsi, þar sem dóttirin eigrar ein um hlöð- in. Og nú er ekki ætur biti til í hjall- inum, eftir allc það, sem ég brytjaði niður í kjaftana á þeim“. „O-jæja, enginn gat vitað það fyr- ir fram, að þessu væri á glæ kastað. Það var þó tilraun". Bræðin sjatnaði heldur, en nú T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 237

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.