Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Page 10
tók því fremur vel, en spyr þó, hvaðan ég sé. Ég sagði sem var. En þá tókst ekki betur til en svo, að honum heyrð- ist ég segjast vera úr Hornafirði. — Sagði hann umbúðalaust, að það hvarflaði ekki að sér að taka mann þaðan, því að slíkt væri hann búinn að reyna. Fór hann síðan að lýsa skiptum sínum við Hornfirðinga, og fékk ég ekki komið honum í skilning jm, að ég væri af Berufjarðarströnd og Hornfirðingar mér óviðkomandi. í þessum vöfum vék sér að mér brosandi maður. Sagði hann, að gagns laust væri fyrir mig að segja Magn- úsi, hvaðan ég væri, því að hann hafi það fyrir satt, er honum heyrðist í fyrstu. Hins vegar kvaðst hann sjálf- ur bæði heyra og sjá og spurði mig síðan, hvort ég vildi ekki koma til sín og róa hjá sér á árabáti úti i Skálavik. Maður þessi hét Guðmundur Jóns- son frá Gestsstöðum, en átti orðið heima í Rúst í Búðakauptúni. Kona hans hét Kristín Indriðadóttir frá Vattarnesi. Bauð hann mér heim með sér, og leizt mér prýðilega á hjónin og heimilið. Varð það að ráði, að ég reri með honum og átti kaupið að vera sextíu krónur á mánuði, auk fæðis. Síðan réð hann til sín mann úr Vestmannaeyjum, Friðrik Filippus son, og vorum við þrír á bátnum um 6umarið. Þetta sumar reru þrettán bátar frá Skálavík, flestir með þremur mönn- um á, þrjár séktur um tíma og að- eins einn bátur með fjórum mönnum. Með hann voru þeir Jóhann heitinn Magnússon og Hallur Pálsson, sem gerðu út í félagi. Alls gengu fimmtíu og þrír árabátar til fiskjar úr Fá- skrúðsfjarðarhreppi þetta sumar, að því er ég bezt veit, og eru þá allar séktur taldar með. Þar að auki voru nokkrir Færeyingar, er héldu sig að- allega á Vattarnesi. En þetta var áður en hreppnum var skipt, og eru því bátarnir úr kauptúninu taldir hér með. Sumarið var ekki talið ógæfusamt, og fórum við þó ekki nema sjötíu og átta róðra. Fiskur var í meðallagi, og vorum við taldir hæstir, en fengum þó ekki nema fímmtíu og þrjú skip- pund. Hins vegar voru þeir Jóhann og Hallur með meiri afla, enda voru þeir fjórir á þátnum eins og áður var sagt. Þó hættu þeir róðrum á undan okkur. í þetta skipti hafði Guðmundur, húsbóndi minn, ákveðið að hætta róðr- um 18. október. Ég var ekki ráðinn nema til 20. sama mán., og Friðrik fór nokkrum dögum fyrr. Um þess- ar mundir bjó Stefán Pétursson í Skálavík. Hafði Halldór, bróðir hans, róið með honum um sumarið, ásamt ungum manni úr Ytri-Njarðvík í Gull- bringusýslu, Guðjóni að nafni. Þegar Guðjón fór, byrjaði Pétur, faðir þeirra bræðra, að róa með þeim, þótt gamall væri orðinn. Var hann og í Skálavík, ásamt Guðbjörgu, konu sinni. Nú stóð svo á, að Stefán þurfti að vera við rétt á Kolfreyjustað 18. október. Tal- aðist svo til milli þeirra Guðmundar, að Halldór og Pétur færu í félagi við okkur með lóðirnar á okkar báti þenn an dag. Um morguninn var þoka svo dimm sem hún getur svörtust orðið, og hef- ur það sjaldan boðað gott um það leyti árs. Þegar komið var á flot, mælti Guðmundur við Pétur: „Þú ert elztur og verður því for- maður í dag“. Pétur færðist undan þessu, en kvaðst vera fús til þess að lesa sjó- ferðabænina eins og hann var jafnan vanur að gera. Við féliumst á þetta, og svo vel vorum við að okkur, að við tókum ofan meðan Pétur las bæn ina. En líklega hefur verið misbrestur á við værum í bænarhug, því að þeg- ar komið var nokkuð fram í basnina, segir Halldór allhressilega: „Pabbi, heldurðu, að það verði nokkurt lag á smalamennskunni í dag í þessari þoku?“ Pétur leit raunalega yfir hópinn, án þess þó að láta truflast við bæna- gerðina. Hjá honum fylgdi hugur máli. En því miður er þessi siður nú svo fullkomlega lagður niður, að hver, sem léti slíkt heyrast, myndi sæta aðkasti. Þetta sýnir, hvað þjóð- inni hefur hrakað í trúarefnum. — Hins vegar hefur peningaveltan auk- izt. En það er önnur saga. Við rerum í tæpan klukkutíma frá suðurhorni Andeyjar, sem er yzt í mynni fjarðarins, með þeirri stefnu, að gert var ráð fyrir að vera á austur- halli fjarðdýpisins. Austurfall var að enda, heldur farinn að stækka straum ur, og var því lagt beint undan fall- inu. Enn var sama þokan, og þar eð við vorum með óvanalega langar lín- ur, þá lágum við aðeins yfir í þrjá stundarfjórðunga. Ástaða á línunni var frekar góð. En þegar við vorum búnir að draga linu, sbtnaði hjá okk- ur. Var þá ætlunin að finna næstu bauju, en hvernig sem við lögðum okk ur fram, þá rann tíminn þannig út, að við sáum enga baujuna. Nú stóð þannig á straumi, eins og áður er sagt, að hann var heldur stækkandi og því lítil von að geta dregið línuna á hörðu falli. Var því tekið það ráð að henda stjóra og and- æfa í kringum bauju, þar til fallið linaði. Þegar þannig var komið hög- um okkar, var klukkan tíu árdegis. í kringum þessa bauju sveimuðum við svo í þrjár klukkustundir, án þess að' nokkuð rofaði í þokuna. Klukkan eitt síðdegis birti til, og kom þá í Ijós, að stefnan var í norð vestur á Skrúðinn. Jafnframt þessari kærkomnu birtu renndi á svo snörpu norðvestanveðri, að ekki hvarfiaði að okkur að líta eftir línunum fjórum, sem við áttum þarna í sjó. Byrjuðum við án tafar að róa í átt til lands. Það var þegar sýnilegt, að við mátt- um hrósa happi, ef við næðum Skrúðn um á þeim degi, enda vorum við að- eins þrír við róður. Einn varð því nær sífellt að standa í austri. Tveir vél- bátar, sem áttu heima á Eskifirði, voru að koma úr róðri, en þeir voru svo langt frá okkur, að bátsverjar sáu ekki veifur okkar. Nokkru síðar kom enn einn, sem hafði stefnu á okkar leið. Við þekktum hann. Þetta var Fram, og var Kristján Jónsson frá Eskifirði formaður á honum. Við vor um vissir um, að hann myndi með ánægju liðsinna okkur. En þegar að því kom, að hann hefði átt að sjá okk ur, sneri hann af leið og stefndi sunn an við austur. Fréttum við seinna, að hann hefði séð annan bát, er hann þóttist vita, að þarfnaðist hjálpar, en ekki komið auga á okkur. Sá bátur sem hann aðstoðaði, var frá Kalda- læk, sem þá var enn í byggð og er skammt innan við Vattarnes. Mun eig andi þess báts hafa heitið Guðjón Jóns son, ef til vill síðasti búandinn á Kaldalæk. Guðjón var sonur Jóns Ól- afssonar, er var þjóðkunnur sem rit- stjóri og skáld. Sonur séra Ólafs, áður prests á Kolfreyjustað. Það eru ætíð vonbrigði að verða af nálægri hjálp, þegar illa stendur. En við létum það ekki hamla því, að við gerðum það, sem við gátum. Hins veg ar vorum við hættir að vinna nokkuð í átt til lands, og *afaði það að ein- hverju leyti af því, að áfallið harðnaði, þótt minnkandi róðrarþol okkar hafi einnig nokkru valdið. Úr þessu varð lítil breyting á hjá okkur, þar til suðurfallið rann á. Kom umst við þá inn á vík, sem nefnist Helluvík og er sunnan í Skrúðnum. Þá var klukkan orðin sjö og farið að dimma til mikilla muna. Ekki varð hjá því gengið, að við vorum þreyttir eftir þrotlausan róður í sjö klukku- tíma. En það eitt mátti undravert telja, hve Pétur, svo gamall maður, bar sig hressilega. Hafði hann þó all- an tímann skipzt á við Guðmund að ausa bátinn, og hefur það jafnan verið talið fullt svo erfitt sem þreyta róður. Á Hellisvíkinni var gott að vera. Þar var straumlaust á suðurfalli. — Vindur stóð orðið af norðri og komið frost. Var það nú sammæli hinna 442 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.