Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Side 13
Svipmynd frá hálendinu i Austur-Kongó.
un við landsmenn og sló eign sinni á
allt óræktað land. Innfæddum var
gert að safna fílabeini og gulli fyrir
félagið og urðu að hlýða öllum boð-
um þess og bönnum.
Þegar mótmælunum gegn þessum
stjómai'háttum fór sífellt fjölgandi,
sá Leopold þann kost vænstan að láta
af stjórn Kongós og liafa sig á brott
með þann ágóða, sem orðinn var. Eft-
ir dálitlar vangaveltur tók stjórn Belg
íu við landinu og gerði að nýlendu
sinni. Þetta var árið 1907, tveimur
árum fyrir andlát Leopolds II.
Hér verður ekki rakin saga nýlendu
stjórnar Belgíu á Kongó, sem stóð í 53
ár. Efttr síðari heimsstyrjöldina fóru
Kongóbúar eins og aðrir Afríkumenn
að una yfirráöum erlendra manna
verr en áður. Kröfurnar um sjálfstæði
urðu æ háværari. Belgíustjórn stakk
við fótum eftir mætti, en allt kom
fyrir ekki. Sama sagan gerðist í Kon-
gó og áður hafði geizt í öðrum lönd-
um Afríku og enn er að gerast í Afr-
íku. Nýlenduveldið féllst að lokum
á að veita nýlendunni sjálfstæði.
30. júní 1960 var því hátíðlega lýst
yfir í Leopoldville, höfuðborg lands-
ins, að lýðveldið Kongó hefði verið
stofnsett. Áður höfðu þingkosningar
verið látnar fara fram í landinu, for-
seti kjörinn og ríkisstjórn skipuð. í
Leopoldville var mikið um dýrðir
þennan dag, og viðstaddur hátíða-
höldin var Baldvin konungur Belgíu,
tákn þess, að skílnaðurinn færi fram
í bróðerni og vináttu.
Atburðarásin varg hröð eftir að
sjálfstæðinu hafði verið lýst yfir 30.
júní. Óeirðir brutust út á nokkrum
stöðum í iandirm, og 10. júlí hertóku
sveitir belgískra fallhlífarhermanna
Elizabethville, höfuðborg námufylkis-
ins Katanga, auðugasta hluta ríkisins.
Daginn eftir. 11. júlí, lýsti Tshombe,
forseti fylkisstjómarinnar í Katanga,
því yfir, ag Katanga væri sjálfstætt
ríki og í engum stjómarfarstengslum
við Kongó. 12. júlí fóru þeir Kasawu-
bu forseti og Lumumba forsætisráð-
herr'a þess á leit við Sameinuðu þjóð-
irnar, að þær veittu rikisstjórninni
hernaðaraðstog við að koma reglu á f
landinu. 14. júlí hélt öryggisráðið
fyrsta fund sinn um málefni Kongós
(en þeir áttu eftir að verða fleiri),
og á þeim fundi var skorað á Belgíu
að kalla heim hersveitir sínar þar í
landi og jafnframt samþykkt ag verða
við tilmælum ríkisstjórnar Kongós að
senda þangað herlið. Daginn eftir, 15.
júlf, komu fyrstu hersveitir Samein-
uðu þjóðanna íil Kongó.
Á þeim tæpu þremur árum, er síð-
an hafa liðið, hafa miklir atburðir
orðið í Kongó og mörg harmsagan
gerzt þar. Enn hafa Sameinuðu þjóð-
irnar þar herlið, en í flestu öðru til-
liti hafa þar orðið miklar breytingar.
Katanga hefur nú aftur verið samein-
uð Kongó og stjórnarfar landsins er
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
að komast á réttan kjöl. En sá ár-
angur hefur kostað miklar fórnir og
mikið blóð. Alvarlegasti þrándurinn í
götu þess, að unnt yrði að friða land-
ið og koma þar á nokkurn veginn eðli-
legu mannlífi, var án efa sjálfstæðis-
tilraun Katangafylkis. Af þeirri til-
raun var ekki látig fyrr en eftir blóð-
uga bardaga, umfangsmikið stjórn-
málalegt iaumuspil allra stórvelda
og margra smáTikja, morð fyrsta for-
sætisráðherra landsins og fall fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Fyrir skömmu var staddur hér á
landi maður, sem kynnzt hafði þessu
nafntogaða landi af eigin raun. Þetta
var sænskur maður, sem gegnt hafði
henþjónustu í liði Sameinuðu þjóð-
anna í Kongó — Ég náði tali af hon-
um á heimili Eggerts Kristjánssonar
póstmanns, en Eggert er kunningi Sví
ans og var gestgjafi hans þá fáu
daga, sem hatin stóð við hérlendis.
Freddie Persson heitir hann og var
leutenant að nafnbót, myndarlegur
Vermlendingur, hávaxinn og hermann
legur, ljós yfirlitum og einbeittur á
svip, — greinilega góður fulltrúi nor-
rænna manna meðal framandi þjóð-
flokka. — Við tókum tal saman um
Kongó.
— Ég var nærri þrjú ár í Kongó og
líkaði þar að flestu ágæta vel. Landið
er gott, hreinasta pai'adís, perla meðal
landa. Að minnsta kosti í friði og fyr-
ir venjulegt fólk. Það er kannski dá-
lítið annað fyrir hermann, sem getur
þurft að eiga í ófriði, en yfirleitt
fannst mér gott að vera þar. Hitann
í Kongó er alls ekki eins örðugt að
þola og ætla mætti fyrir fram. Lofts-
lagið venst fljótt og eftir hálfs mán-
aðar dvöl er hitinn alls ekki lengur
til neinna óþæginda. Það er að vísu
ákaflega heitt og rakt loft í Leopold-
ville, en annars staðar er þetta betra.
Margir staðir í Katanga, sem ég var
talsvert í, t. d. herstöðin í Kamina,
eru allhátt yfir sjávarmál, og fyrir
bragðið er þar svalara en á láglend-
inu. Veðráttan þar ,er álíka og á fögr-
um hásumarsdegi í Svíþjóð.
— En andrúmsloftið var óstöðugt.
Það lá þarna alltaf einhver órói í loft-
445 .