Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1963, Page 14
Þar setn sfeinninn stendur, bar fundum þeirra Livingstones og Stanleys saman 25. nóvember 1871. Freddie Persson sést hér virSa minnismerkiS fyrir sér. inu. Ég var í Katanga haustið 1961, og þá var barizt, bæði í september, — um það leyti, sem Hammarskjöld fórst •— og aftur í desember. Þetta var algert stríð, ný reynsla fyrir Svía. Þana fengum við að kynnast því, !hvað stríð raunverulega er. Það er hryllilegt, viðbjóðslegt, og það var kraftaverk að ekki skyldu fleiri falla úr liði Sameinuðu þjóðanna. Það staf- aði af því einu að hermennirnir frá Katanga kunnu ekki að skjóta. Það var ákaflega erfitt að skipuleggja þá í hersveitir, og þeir létu ekki að stjórn. Hvítu málaliðarnir voru ekki svo margir eftir þá, og þeir gátu ekk ert ráðið við' þá innfæddu. Þeir flúðu strax við minnstu mótspyrnu. Þeir voru bæði huglausir og flóttagjarnir, og það bjargaði okkur. Hér vík ég talinu að bók eftir O’Brien, írskan mann, sem á þessum tíma var æðsti maður Sameinuðu þjóð anna í Katanga, en lenti síðan á önd- verðum meið við yfirboðara sína og var látinn hverfa frá störfum. Hann skrifaði bók um dvöl sína og störf í Kongó, umdeilt verk, og kannski ekki traust heimild í öllu, sé það mælt eft- ir hlutleysiskröfum ströngustu sagn- fræði, en alll um það fróðleg og fjörlega skrifuð bók um atburði, sem höfundur tók sjálfur miikinn þátt í. — Ég nefni þessa bók við Persson og spyr, hvort það sé rétt, sem O’Brien segi, að hermenn frá Norður-Rhod- esíu hafi átt mikinn þátt í bardögun- um. — Það getur vel verið, að það sé rétt, að þeir hafi komið yfir landa- mærin á nóttur.ni og skotið, en horf- ið heim, meðan dagur var á lofti. Við gátum ekki viiað svo vel alltaf, hverj- ir það voru, stm héldu uppi nætur- skothríðinni. Bók O’Briens er persónu leg, en það er talsvert til í því, sem segir vxða, t.d. um samvinnuna milli hersveita frá ó.iíkum löndum. Hún var mjög góð, meðan friður var. Þá kom ekki til neinna árekstra, en það var ákaflega erfitt að samræma og skipuleggja hernaðaraðgerðir. Her- mennirnir voru vanir ólíkum aðferð- um og höfðu hlotið annars konar þjálfun í einu íandi en öðru. Þar við bættust svo tungumálaerfiðleikar. Það im . '-:: -:- - - - :•: :■ - Menn af Watbfsikyni í flótfamannabúðum í Burundi. Watutsar eru einhverjir hávöxnustu menn, sem um getur á jörSunni. Margir þeirra eru meira en tveir metrar á hæð. 446 L~ T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.