Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Qupperneq 3

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Qupperneq 3
liiiiiiiHiiiamiiiiiiisiimimiimimmiiimiiuiimmimmmimiiimimmimmiimimimiiiiimmmiijmmiimimmiiiimiiiimi honum rak á land. Mjög var tiregt um afla, nama ef beitt var smokk, þá aflaðist vel, en flestir fóru á mis við þau höpp. Nokkru eftir að Jón á Hellu eignaðist smokköngul inn, kom Einar Einarsson að Hellu. Hann bjó þá að Bólstað í Kaldrananieshreppi. Jón sýndi hon um önguliimn. Sinar langaði til að reyna hann og bað Jón að Ijá sér hann nokíkra daga, og var það auðsótt, og Einar hafði öngulinn heim með sér. Næsta dag smíðaði hann annan öngul eins og hinn franska. Skömmu síðar fór hann á sjó með þetta nýja veiðarfæri og dró þá 30 smokka. Hann beitti þeim næsta dag, reri og fékk þá hleðsluróður. Með þessu var ísinn í þetta sinn brotinn að þessu leyti. Sennilega hefur þetta verið fyrstá tilraun á landi hér til að veiða emoklkfisk á færi“. Að þessari frásögn lokinni, ver Pétur 3—4 sinnum lengra rúmi í ýmiss kon- ar vangaveltur um þetta og cnn- ur skyld atrið'i, en kemst þó að þeirri lokaniðurstöðu, að Einar á Sandnesi (áður á Bólst.) hafi fyrst uir fslendinga smíðað smokköngul og. dregið smokk á færi haustið 1870. Síðan hafi Sumarl'iði í Æðey fengið fyrirmynd að önglinum frá Einari á Sandnesi, og að lokum hafi Einar í Hrinigsdal fengið sína fyri'rmynd frá Sumiarliða. Hér að framan hafi ég þá tekið megin- efnið úr frásögnum firnm manna, um upphaf smokköngulsins í ís- lenzkri fiskveiðasögu, og ber engri saman. Án ýtarlegrar rannsóknar mun því vandséð, hvað réttast er. Með var.dlegri könnun á ýmsu prent- uðu máli, frá áratugunum 1870 —80 eða fyrr, og ekki hvað sízt skrifuðu, sendibréfum, skýrslum, bréfabókum embættismanna o.fl. þ.li., sem til kann að vera frá þeim tíma, mætti ef til vill upplýsa þetta atriði betur, en gert hefur verið til þessa. Áður en ég lýk þessu skrifi, vil ég geta enn einnar heimildar, sem mér var ekki kunn fyrr en nú fyrir 5—6 áruim. Að vísu kemur hún ekki beint að sjálfu vafaatriðinu, hver hafi fyrstur íslendinga smíð að smokköngul og dregið smokk á færi, en hún gefur bendingu í átt að því. Þessi heimild er sjálfsævisaga Sumarliða gullsmiðs Sumarliðasonar, sem prentuð er í almanaki Ó. Thorgeirssonar ár- ið 1916. Sumarið 1865 var lialdin alþjúða fiskisýning í Björgvin í Noregi. Sýninguna sóttu fimm ís lendingar. Meðal.þeirra var Sum arliði gullsmiðnr Sumariiðason, sem 'þá átti heima í Vigur. Á sýn- ingu þessari sá Sumarliði margt nýtt, sem hann áleit að notum gæti orðið hér heiniia. Sumt af því mun hanin hafa keypt fyrir eigið fé, en gerði mót og teikningar af öðru. Heim kominn frá Noregi boðaði Sumarliði til fundar á fsa- fibðd, þar sem hann sýndi hluti þá, sem hanin hafði keypt í Björg vin og gaf skýrslu um árangur ferfflarinnar. Um það farast honum svo orð í fyrmefndri sjálfsævi- sögu: „Eg minntist á heilmargt í skýrslu minni, s<em ábótavant væri og nauðsynlega þyrfti um- bóta við. Til dæmis báta- og skipa smíði oig allan útbúnað til fisk- veiða. Lagði ég þa-'ð til ,að sendur færi efntlegu-r ma-ður tU Noregs, til þess að læra skipa-smíði og m-argt fleira í sambandi við físk- veiðar. Sagði, að mér væri óhætt að ábyrgjast, að homum yrði vel tekið. Benti ég á ýmislegt, sem læra þyrfti af Norðmönnum í þessu sa-mbaindi, eins og verkun á fis-ki og breytilegan útbúnað ha-ns, eftir því á -hva'Sa markað honum væri ætlað, bræðslu á lýsi til lækininga, íshús í smáum stíl, tril geymslu á beitu, plógur eða áhald með tilfæringuni til að plægja upp skelfisk til beitu, á dýpi, þar sem honum er ekki un-nt að ná á annan hátt. Smokkfisk (kol Ikratobaveiðar á sjó úti), þó að ekki ræki hann að landi og ýmis- legt fleira smávegis, er ég hafði smádót af, teikniingu frá sýning- unni. Smíðaði ég rna-rgt af því síðar, er vamð að góðum notum áður en ég fór frá íslandi, en sumt ekki fyrr en ég var farinn." Það er eftirtektarvert, að Sumarliði flytur þessa skýrslu sína sumarið 1866, árið eftir Björgvinjarsýninguna og all- mörgum árum áður, en bæði kúfiskplógur og smokköngull sjá dagsins Ijós meðal íslenzkra fiskimanna. Þetta . gefur til kynna, að Sumarliði hefur þá þegar haft nokkuð glogga hug- mynd um báða þá hluti, er hann svo smíðaði síðar, þ.e. kúfisk- plóginn og smokköngulinn. Sumarliði fór alfarinn ásamt fjölskyldu sinni til Ameríku, sumarið 1884, að því er talið hefur verið. Enn er eitt eftir, sem rétt er að minnasta frek-ar á í þessu sam- bandi, en það er verðlaúnabikar Álftfirðinga til Kristjáns Hjalta sonar. Kristján flutti fyrir fullt og allt af landi burt, að því er ég ætla til Noregs, um eða skömmu fyrir aldamótin 1900. Sumarið 1950 eða ’51, að því er mig minnir, kom sonur hans, eldri maður, sem búsettur hefur verið í Danmörku, í stutta heim sókn til frænda sinna í Álfta- firði. Á meðan hann stóð við hér á landi, hafði MorgunbLaðið viðtal við hann. Ef ég man rétt, þá minnist hann þar á föður sinn, Kristján Hjaltason og gét ur þess m.a., að hinir gömlu sveit ungar hans hafi gefið honum silfurbikar í verðlaunaskyni fyr- ir uppfinningu smokköngulsins. Að órannsökuðu máli finnst mér eðlilegt að álykta, að sonur viti gerr en aðrir um athafnir föður síns, þó að löngu liðnar séu. Og é.t.v. er verðlaunágripurinn enn í eigu afkomenda Kristjáns, í fjarlægu landi. Enn er það fjarskalega ólíklegt, að Álftfirðingar hefðu farið að verðlauna Kristján fyrir það eitt, að koma með smokköngul vestan úr Arnarfirði og fá svo guilsmið inni í Djúpi til þess a-ð smíða eftir honum. En þá vakn- ar spurningin, hvaðan fékk Kristján hugmynd sína að önglinum? Þó að hann sýndi það í ýmsu, að honum datt fleira í hug en öðrum mönnum og var jafnframt óragur til fram kvæmda, þá finnst mér senni- legt, að hann hafi haft ein- hverja aðra kveikju, að smokk-. öngli sínum, en hugmyndaflug- ið eitt án allra fyrirmynda. —. Bendir þá margt til þess, aS hún hafi verið frá Sumarliða gullsmið, sem bjó þarna á næst$ grösum, meðan hann átti heimá í Vigur. Þá má og geta þess, að vegM umtals og nokkurrar þekkingái ýmissa manna á veiðitæki þessú, bæði frá frönskum sjómönnum og þeim íslendingum, er sóttU Björgvinjarsýninguna árið 1865, hafi smokköngullinn mótazt { huga og höndum fleiri en eins manns, á sama eða svipuðum tíma. Er það ein líklegasta skýr- ingin á hinum mörgu ósam- hljóða frásögnum, af inngöngu smokköngulsins í sögu íslenzkra fiskveiða. 29. maí 1963. Jóhann Hjaltason. iiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiii! TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 531

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.