Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 5
sagði, að ég væri Kristsmunkur. — Ég skildi strax ,að ofsækjandinn hafð'i komið upp um mig, og sagði að ég vildi vera fullkomlega hrein- skilinn og svara greinilega öllum spurningum, sem vörðuðu mig sjálf an ,en ég bætti þvi við, að ég myndi ekki seg a neitt, sem gæti komið öðrrm í koll. Ég sagði þeim nafn mitt og atvinnu, sagðist vera Kristsmunkur, þótt ég verð- skuldaði ekki að vera það. „Hverjir sendu yður hingað?" spurðu þeir „Yfirmenn Reglunnar“. „Hvers vegna?“ „Til þess að flytja reikandi sálir aftur til skapara síns“. „Nei, þér voruð sendur til að draga fólk frá trúnaði við drottn- inguna á vald páfans og til að hafa arskipti af málefnum rikisins". „Hvað málefnum ríkisins viðkem- ur“, svaraði ég, „þá koma þau okk- ur ekki við, og okkur er bannað að skipta okkur af stjórnmálum. — Þetta bann gildir. fyrir alla Jesúíta, og auk þess er sérstakt bann í regl um þeim, sem Feðrunum í trúboð- inu hér eru settar. Hvað viðvíkur þegnskapnum til drottningarinnar og til páfans, þá njóta bæði þegn- skapar okkar, og það veldur ekki árekstrum. Saga Englands og allra annarra kristinna landa sýnir það“. Þeir héldu áfram: „Hve lengi hafið þér starfað sem prestur í þessu landi?“ „Nálægt sex ár“. „Hvernig komuð þér inn í land- ið? Og hvar? Hjá hverjum hafið þér búið, síðan þér komuð?“ Ég svaraði og sagðist ekki geta svarað þessum spurningum með góðri samvizku, sízt síðustu spurn ingunni. „Það myndi blanda öðrum í mál- ið“, benti ég þeim á, „svo að ég vona að þér afsakið mig, þótt ég láti ekki að vilja yðar í þessu". En þeir héldu því fram, að það væri einmitt um þessi atriði, sem þeir vildu fá upplýsingar, og þeir skipuðu mér að svara í nafni drottningarinnar. Ég svaraði: „Ég heiðra drottninguna og vil hlýðnast henni og yður í öllu því, sem löglegt er. En um þetta atrioi verðið þér að hafa mig afsakaðan Ef ég nefni einhvern, sem hefur hýst mig, eða get einhvers heimilis, þar sem ég hef fengið griðastað myndi saklaust fólk líða fyrir þá góðvild, sem það hefur sýnt mér. Slík eru lög yðar, en ég myndi vinna gegn góðvilja og réttlæti, og það munuð þér aldrei geta talið mig á að gera“. „Ef þér viljið ekki svara, verðum við að neyða yður til þess“, hreyttu þeir út úr sér á móti. „Við Guðs náð, það vona ég að verði aldrei. Ég bið yður enn að skilja það, sem ég segi. Ég mun ekki svara spurningum yðar, hvorki nú né nokkru sinni". Þá gáfu þeir út skjal fyrir fang- elsun minni og afhentu það of- sækjendunum og skipuðu þeim að færa mig til fangajsis. Þegar þeir voru að halda á brott með mig, kallaði sá, sem nú er ráðherra, á eftir þeim: „Sjáið um, að hann fái strangt varðhald". (Það er venja þeirra við svikara). „En segið fangavörðun- um að fara vel með hann. Hann er fyrirmaður". Þessar voru hinar mannúðlegu skipanir hans. En kannski hefur yfirfangavörðurinn gefið önnur fyrirmæli, þvi að þeir settu mig í mjög óþægilegan klefa. Það var örsmá þakkompa, sem ekkert var í nema eitt flet, og veggir hennar voru svo lágir, að ég gat hvergi staðið uppréttur nema við fletið Á klefanum var einn gluggi, sem var alltaf opinn og hleypti ólofti inn, og hvenær sem rigndi, varð fletið gegndrepa. Dyrnar voru svo lágar, að ég komst ekki inn um þær uppréttur, og jafnvel, þegar ég skreið á hnjánum varð ég að beygja mig til að kcmast í gegn. En þetta reyndist vera kostur, því að þetta bægði frá dauninum frá náðhúsinu við hliðina, og hann var hreint ekki svo lítill. Það var eina náðhúsið, sem fangar í þessum hluta byggingarinnar höfðu, og fýl- an þaðan hélt mér iðulega vakandi eða vakti mig jafnvel upp. í þessari kompu átti ég tvo eða þrjá hljóðláta daga. Ég fann ekki til neins sársauka, hugur minn var T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB 533

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.