Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 7
Ég var i hlekkjum um þriggja
mánaða skeið eða aðeins lengur.
Fyrsta mánuðinum varði ég til
andlegqa œfinga eins vel og ég
gat gert þær eftir minni, og ég
varði fjórum og stundum flmm
klukkutímum á dag til hugleiðinga.
Allan þennan tíma skynjaði ég góð
leika Guðs, og ég reyndi það ör-
læti, sem Hann sýnir hinum þjáðu
þjónum sínum, þegar Hann hefur
svipt þá öllum jarðneskum þsegind-
um.
Nokkrir dagar liðu, áður en óg
var tekinn og yfirheyrður aftur. —
Meðan ég var látinn afskiptalaus
yfirheyrðu þeir og spurðu Richard
Fulwood (svikarinn sagði þeim, að
hann væri þjónn minn) og Litla-
Jón, sem tekinn var fastur samtím
is mér. Þeir reyndu að tæla þá og
múta þeim, en þeir fengu þá ekki
til að segja orð, sem gæti komið
öðrum í vanda. Þá var gripið til
hótana og valdbeitingar. En kraft-
ur Heilags anda, sem var með þeim,
var of mikill, til að menn fengju yf-
irunnið hann. 1 þrjár klukkustund
ir (held ég) voru þeir báðir hengd-
ir upp með handleggina í járn-
hlekkjum og líkamann í lausu lofti,
— sársaukafull refsing, sem teygir
á limunum, svo að engin leið er að
þola það. En þetta kom að engu
sögunni, enda gerir hann að jafn-
aði lítið úr líkamlegum þjáningum
sínum í fangavistinni.
haldi. Hvorugur þeirra sagði orð,
sem hægt var að nota í sakargift-
ir gegn nokkrum okkar. Fagurgali,
hótanir og misþyrmingar reyrídist
jafn árangurslaust til að fá þá til
að nefna nokkurn stað, þar sem
einhver okkar hefði búið á, eða
nokkurn mann, sem hefði hitt okk
ur eða verndað.
Þeir græddu ekkert á þessum
tveimur mönnum, Litla-Jóni og
Richard Fulwood, og ekki heldur
fékkst hið kaþólska þjónustulið
gestgjafa míns til að viðurkenna
neitt, ekki einu sinnl, að það þekkti
mig. Og þetta varð til þess, að þeir
gáfu smám saman upp vonina um
að þeim tækist að sölsa undir sig
allar eigur og tekjur gestgjafa
míns.
Alltaf öðru hverju, þegar eitthvað
nýtt kom upp gegn mér, var ég
kallaður til yfirheyrslu. 1 eitt skipti
var kallað á mig til að máta föt,
sem höfðu fundizt í húsi gestgjafa
míns. Svikarinn hafði sagt þeim,
að ég ætti þau og þegar ég fór í
þau, voru þau eins og sniðin á
mig (þau höfðu líka verið saumuð
á mig), en ég neitaðl að viður-
kenna, að ég ætti þau. Young rauk
þá upp í bræði og sagði, að ég væri
bæði þrjózkur og helmskur.
„Þá er Faðir Southwell eitthvað
skynsamari", sagði hann. „Hann
var elns og þú, þvermóðskufullur
fyrst. Nú er hann fús tll að taka
sinnaskiptum og vill tala við ein-
hvern lærðan mann“.
Eg svaraði: „Eg trúi ekki, að Fað-
ir Southwell vilji gera það fyrir
einn eða annan að falla frá trú
sinni eða vilji læra af villutrúar-
mönnum, hverju hann skuli trúa.
Hann kann vel að hafa kallað á
einhvern guðfræðing til rökræðna.
Það gerði Faðir Camplon og marg-
ir aðrir hefðu gert hið sama, ef
þér hefðuð leyft það og fengið til
hlutlausa dómara".
Young tók biblíuna upp og kysstl
hana.
„Ég sver við þessa bók, að South-
well hefur boðið ssettir með það í
huga að taka við trú okkar".
„Ég trúi þvi ekki, að hann hafi
gert neitt slíkt“, svaraði ég.
„Hvað er þetta“, hrópaði einn
viðstaddra. „Trúið þér ekki Young,
þegar hann sver, að hann segi
satt?“
„Ég trúi honum ekki og vil ekki
trúa honum", svaraði ég. „Ég heí'
meiri trú á staðfestu Föður South-
well en nokkru þyí, sem Young seg-
ir. Án efa telur hann sig hafa rétt
til að gefa yfirlýsingar sem þessa
til þess að blekkja mig“.
„Alls ekki“, svaraði Young. „En
viljið þér taka sinnaskiptum, ef
Southwell hefur gert það?“
Með „sinnaskiptum" eiga þeir
við það að aðhyllast hin vansköp-
uðu trúarbrögð þeirra.
„Að sjálfsögðu ekki“, svaraði ég.
„Ég held mér ekki frá villutrú og
forðast samneytl við villutrúa-rmenn
af því að hann eða einhver annar
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
535