Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Síða 8
maður £;erir það, heldur af því, að
ég myndi afneita Kristi, ef ég af-
reita trú Hans. Og það er hægt að
afneita honum í verki, ekki síður
en í orði. Það er nokkuð, sem Drott
inn vor bannaði að viðlagðri hegn-
ingu miklu þyngri en menn geta
lagt á. Eða sagði hann ekki: „Hon-
um, sem afneitar mér frammi fyrir
mönnum, honum mun ég og af-
neita frammi fyrir Föðurnum, sem
er á himnum?“
Villutrúarmaðurinn þagði við
þessu og sagði aðeins að ég væri
þvermóðskufullur — einmitt það,
sem hann var sjálfur — og skipaði
að fara með mig aftur til fangels-
isins.
Þar sem ekki tókst að sanna á
mig annað en það, að ég væri prest
ur, reyndu nokkrir vinir minir að
koma þvi til leiðar, að ég yrði flutt
ur í betra fangelsi. Þeim tókst
það með því að múta ekki minni
höfðingja en Young sjálfum.
Þess vegna sendu þeir til fangels
is mins, sem var kallað Búðin, og
tóku af mér hlekkina. Þegar þeir
voru fyrst settir á mig voru þeir
ryðgaðir ,en ég hafði gert þá skíra
og glitrandi með því að bera þá
hvern einasta dag og hreyfa mig í
klefanum með þá. Klefi minn var
lítill og ég hefði getað gengið hann
þveran í þremur • skrefum með
lausa fætur, og ég vandist þvi að
mjaka mér áfram fetið. Þannig
fékk ég örlitla hreyfingu. En það
skipti þó mestu máli, þegar fang-
arnir á hæðinni fyrir neðan fóru
að syngja klámvísur gat ég yfir-
gnæft þá með mun ánægjulegrl
hávaða .skröltinu í hlekkjunum.
Hlekkirnir voru sem sagt teknir
af mér og ég borgaði fyrir mig. Það
var ekki há upphæð, því að ég
hafði ekki fengið annað en örlítið
af smjöri og osti með brauði minu.
Síðan var ég leiddur fyrir Young,
og hann þóttist vera æfur af reiði
Hann fór strax að ávíta mig og
svmrða með offorsi, sem hann
hafði aldrei sýnt áður. Hann ítrek-
iði enn spurningu sína, hvort ég
vildi skýra frá því, hvar ég hefði
búið og hjá hvaða fólki, og ég svar-
aði enn, að ég gæti ekki sagt hon-
um það með góðri samvkku og
vildi þess vegna ekki gera það.
„Þá verð ég að setja þig í strang
ara varðhald“, sagði hann. „Þú
verður settur í öruggari gæzlu, og
rimlar settir fyrir gluggana".
Síðan ritaði hann skipun og lét
fara með mig til Hringlunnar. Allt
þetta var ekki annað en sjónarspil
sem hann setti á svið til að breiða
yfir það. að honum hafði verið mút
að. í reyndinni var nýja fangelsið
mitt miklu betra en hið gamla. —
Öllum föngunum fannst það, og
sérstaklega mér, því að þarna voru
fleiri kaþólskir menn. Nú gátu
þeir ekki lengur komið í veg fyrir
það, að ég fengi Sakramentið, né
haldið ýmsum öðrum fagnaðarefn
um frá mér, eins og síðar mun
koma í ljós.
Þangað var sem sagt farið með
mig. Og eftir fáeina mánuði höfð-
um við með náð Guðs komið öllu
svo fyrir, að ég gat unnið þarna öll
prestsstörf. Hefði ég getað verið
áfram í þessu fangelsi, hefði ég
aldrei óskað eftir að öðlast frelsi
aftur í Englandi.
Þótt ég væri lokaður inni, leit
ég á þessa breytingu sem flutning
frá hreinsunareldi til himnaríkis.
Ég hafði ekki framar klámvísur í
eyrunum, en í stað þess bænir ka-
þólskra manna í næstu klefum. —
Þeir komu að dyrum mínum, og síð
an sýndu þeir mér, hvernig ég gat
haft nánari samskipti við þá um
gat, sem gert hafði verið á vegginn
og þeir huldu með málverki. Gegn
um þetta gat fékk ég daginn eftir
bréf frá nokkrum vinum mínum,
og um leið létu þeir mig fá pappír.
penna og blek, svo að ég gæti svar-
að bréfunum. Á þennan hátt gat ég
sent bréf til Föður Garnets og sagt
honum sannleikann um allt, sem
komið hafði fyrir mig, þar á meðal
nákvæm svör mín við yfirheyrsl-
urnar, eins og ég haf rakið þau hér
að framan.
Gegnum þetta sama gat skriftaði
ég og meðtók Heilagt Sakramenti
En það var ekki þörf á að halda
þessu áfram lengi, því að kaþólskir
menn í fangelsinu létu búa til lyk-
il, sem gekk að dyrunum á klef-
anum. Síðan var ég sóttur á hverj-
um morgni, áður en vörðurinn fór
á kreik, reyndar áður en hann var
kominn á fætur, og farið með mig
í annan hluta fangelsisins, og þar
söng ég messur og veitti öllum ka-
þólskum mönnum í þeim fangels-
ishluta altarissakramentið. Allir
höfðu þeir lykla að klefum sínum
Með störfum mínum í fangelsinu
tókst mér að senda marga unga
menn og drengi til prestaskóla. -
Sumir þeirra eru nú Kristmunkar
og starfa í Englandi, aðrir eru enn
í skólunum og þjálfa nýliða til trú-
boðsins.
Eitt sinn sendi ég tvo drengi aí
stað. Þeir áttu að fara til St. Om-
ers og ég lét þá hafa meðmælabréf
Ég skrifaði með ávaxtasafa, svo að
ekki sæist, að neitt væri skrifað á
blaðið, og síðan vafði ég blaðinu
utan um flibba, eins og það væri
til að hlífa honum. Þessir drengir
voru teknir höndum. Við yfir-
heyrslu játuðu þeir, að ég hefði Iát-
ið þá fá þessi bréf og hefði sagt
þeim að segja Feðrunum við ákveð
inn Kristmunkaskóla, sem þeir
færu fram hjá á leiðinni til St
Omers, að bleyta pappírinn og lesa
það sem ég hefði skrifað. Drengirn-
ír skýrðu frá þessu og bréfin, sem
bæði voru skrifuð á sömu örkina,
voru lesin, en það gerði ekki neinn
vinur Reglunnar, heldur fjandmað
ur hennar. Fyrra bféfið var á lat-
ínu og af því að það var skrifað til
flæmlenzkra feðra, hafði ég ritað
undir það með mínu rétta nafni.
Hitt bréfið var til ensku feðranna
við St. Omers skólann. Þessi bréf
voru nú lesin, og ég var kallaður
til yfirheyrslu.
Að þessu sinni var Young ekki
viðstaddur. Hann hafði látizt í
syndum sinum og látizt eins og
hann lifði — ömurlega. Lifandi
hafði hann verið þjónn Djöfuls-
ins og í dauða sínum varð hann
píslarvottur Djöfulsins. Ekki aðeins
dó hann í þjónustu Djöfulsins, held
ur var hún orsök dauðu hans. —
Dag og nótt þrælaði hann við að
kúga kaþólska menn, samdi nafna-
lista, gaf fyrirmæli og hlýddi á
skýrslur. Rigningarnótt eina, klukk
an tvö eða þrjú, fór hann út til
að gera húsrannsókn hjá kaþólsk-
um manni. Þetta & reið honum
aö fullu. Hann veiktist, félck
lungnabólgu og geispaði golunni.
Hann skildi ekki annað eftir sig
en skuldir, eins og hann hefði af-
salað sér öllu til að þjóna Andskot-
anum. Starf hans var vel launað,
og hann sölsaði óspart undir sig
fjármuni kaþólskra manna. Auk
þess tók hann við miklum mútum
frá þeim til þess að forða þeirn frá
lögsókn. Samt var sagt, að skuldir
hans hefðu verið meiri en 100 þús-
und flórinur, og ég lief jafnvel
heyrt enn hærri upphæðir nefndar.
Sú er venja stjórnarinnar að
hafa alltaf til taks hlaupatíkur og
láta þá taka á sig þau illvirki, sem
ráðherrarnir fyrirskipa. Embætti
hans var að ofsækja og hundelta
þjóna Guðs ,og við því embætti
tók nú William Wade, sem nú er
yfirmaður Lundúnaturns, en var
þá ráðuneytisritari. Það var sá
maður, sem kallaði mig fyrir að
þessu sinni Hann sýndi mér papp-
írsörkina, sem ég hafði fengið
drengjunum, og spurði, hvort ég
kannaðist við hana.
„Nei“, svaraði ég.
Það var satt, þvi að þá naföi ég
enga hugmynd um, að drengirnir
hefðu verið teknir fastir. En hann
lét blaðið niður í vatnsskál, svo að
áletrunin kom í ljós og undir-
skrift mín neðst á blaðinu. Þegar
ég sá það, sagði ég:
„Ég viðurkenni ekki að hafa
skrifað þetta. Það var auðvelt að
stæla rithönd mina, og undirskrift
in getur vel verið fölsuð. í angist
sinni geta þessir drengir, sem þú
ert að nefna, hafa sagt það, sem
rannsóknardómararnir vildu að
þeir segðu, og þannig geta þeir skað
Framhald á bls 549
536
tíminn - sunnudagsbi.að