Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Page 10
Ferjukot, og hafa mótin verið hald-
in þar síðan. Á þessum mótum var
meðal annars keppt í sundi, og þá
synt í Hvítá. Reynt var jafnvel að
leggja stund á skíðagöngur, en í þá
daga voru snjóalög miklu meiri en
nú síðustu árin. Núna festir oft ekki
snjó á láglendi vetur eftir vetur. Þær
íþróttir, sem mest voru stundaðar,
voru sund, glímur og skautaferðir.
— Fundir voru oft haldnir einu
sinni i mánuði. Hlutaveltur voru
stundum haldnar í fjáröflunarskyni.
Ungmennafélögin stóðu víða fyrir
byggingu samkomuhúsa, þeirra tíma
féíagsheimila, þótt það væri auðvitað
allt af meiri vanefnum gert en nú
tíókast. Fjárhagurinn var þröngur,
en þó komu mörg þeirra upp nothæf-
um fundarhúsum, er urðu yfirleitt
fundahús sveitanna. Einnig gengust
félögin íyrír skemmtiferðum í grann-
sveit.inar öðru hvoru. Þá voru ekki
biíreiðirnar, heldur alltaf farið á
gæðingunum, og oft voru þetta hin
anægjulegustu ferðalög.
Á fundum voru tekin til meðferð-
ar ýmis málefni, sern þá voru ofar-
lega á baugi. Sum þeirra vörðuðu
sveitina eða fél'agsstarfið, önnur voru
mal þjófiarinnar ajlrar. Á þessum ár-
um, fyrstu árin eftir að stjórnin flutt-
isl jnn í landið, voru oft uppi harðar
de;lur í blööum og á mannfundum
um sjáifstæðismálið, og þetta kveikti
í ynga kynslóðinni. Þjóðmálaáhugi
ungra manna var sizt minni en hinna
eldri, sem kosningarétt hofðu, og
þfcjsi .unibrot hrintu mörgum áfram
uí í félagsslörf og þjóðmálaafskipti.
Fánamálið var mjög á dagskrá á þess-
um árum, og hitnaði mörgum i hamsi.
Það náði hápunkti eftir þá atburði,
sem urðu á Reykjavíkurhöfn 12. júní
1813, þegar dansRuir sjóliðsforingi
ók bláhvíta fánann af manni, sem þar
ar emn á báti. Er sú saga al'kunn
og óþarfi að rekja hana hér. En þessi
hitamál ýttu undir starfsiöngun
margra og glæddu þjóðmálaáhugann,
og ungmennafélögin voru góður skóli.
Á fundum þeirra vöndust menn á að
flytja- mál sitt skipulega og lærðu
fundarsiði, lærðu að láta umræður
fara fram á reglubundinn hátt og sam
kvæmt föstum formum. Þetta var
áreiðanlega góður undirbúningur fyr-
ir ýmsa, sem seinna hafa látið að
sér kveða á þjóðmálasviöinu.
— Jón Hannesson í Deildartungu
var fyrsti formaður Ungmennafélags
Reykdæla, og með honum vorum við
í sljórninni, Brynjólfur Bjarnason fró
Deildartungu, síðar bóndi í Króki í
Norðurárdal, og ég. Þeir voru báðir
búfræðingar frá Hvanneyri, Jón og
Brynjólfur, en það var ég ekki. Ég
haí'ði hins vegar verið á Hvítárbakka-
skóla hjá Sigurð'i Þórólfssyni. Ég var
þar fyrstu tvo vetur skólans. Fyrri
veturinn voru þar um tóLf nem-
endur, en 26. seina returinn
minn. Þetta stafaði af því, að skólinn
var að hefja starfsemi sína, og var
því aðeins ein bekkjardeild fyrsta vet-
urin>n, en annars var skólinn tveggja
vetra skóli. Kennsla var þó að miklu
leyti sameiginleg hjá báðum bekkjum
og fór að nokkru fram í fyrirlestrum.
Sigurður skólastjóri kenndi t. d.
alltaf sögu í fyrirlestrum, og sami
háttur var á hafður við fleiri náms-
greinar. Kennararnir voru tveir. Auk
Sigurðar skólastjóra kenndi í skólan-
um nafni hans, Sigurður Þorvaldsaon
frá Álftártungukoti í Álftaneshreppi,
síðar stórbóndi á Sleitustöðum i
Skagafirði. Húsakynni skólans voru
heldur léleg, en skólastjórahjónin
gerðu allt, sem þeim var unnt, til
þess að aðbúnaður nemenda væri sem
beztur, og ég held, að nemendur hafi
verið ánægðir með skólavistina. Skóla
hald hafði ekkert verið áður í Borg-
arfirði nema hvað bændaskólinn á
Hvanneyri var til fyrir, og mjólkur-
skóli á Hvítárvöllum, svo að þessum
skóla var af mörgum tekið fegins
hendi. Mér finnst, að nemendur hafi
haft gott af veru sinni í skóla Sigurð-
ar og lært töluvert mikið. Þeir kvöddu
skólann með góðum huga, og sumir
með söknuði.
— Á árunum 1908 til 13 var ég
kennari í uppsveitum Borgarfjarðar.
Skóli var enginn fastur, heldur var
þetta farkennsla og oftast kennt á
þremur stöðum til skiptis yfir vetur-
inn. Skólatíminn var sex mánuðir, og
var börnunum yfirleitt skipt í þrjá
hópa og fengu því tveggja mánaða
kennslu. Kennslan fór fram í heima-
húsum og gengu þá nokkur barnanna
þangað, þau sem stutt áttu að heim-
an, en hinum komið fyrir á kennslu-
bænum. Þessi kennsla fór fram sam-
kvæmt fræðslul'ögunum, sem sett
voru 1907, en með þeim var komið
á skólaskyldu frá tíu ára aldri og próf
skyldu allra fjórtán ára barna. Hrepp-
um eða fræðsluhéruðum var falið
að sjá um, að þessi lögskipaða fræðsla
væri veitt, og einhver styrkur mun
hafa verið veittur til hennar úr ríkis-
sjóð. Kennaralaunin vora þá 144 kr.
á vetri, og auk þess fæði og húsnæði,
þar sem kennslan fór fram, en það
var að jafnaði á þremur stöðum á
vetri eins og fyrr er 'Sagt.
— Kennslunoú hætti ég 1913 og fór
þá í Verzlunarskólann og lauk þaðan
prófi 1916, en kenndi þó veturinn
1915 í Andakílshreppi. Síðan vann
ég um skeið við verzlunarstörf í
Stykkishólmi og í Borgarnesi, en árið
1921 gerðist ég kaupfélagsstjóri á
Hornafirði og fluttist þangað austur.
Kaupfélagið þar hafði verið stofnað
í ánslok 1919, og hafði hafið verzlun-
arrekstur í júnímánúði 1920. Það
hafði þannig rekið verzlun í n,ær
því hálft' annað ár, þegar ég kom
þanga-ð hausti.ð 1921. Þórhallur
Daníelsson hafði rekið þar verzlun
áður, en hann seldi lsaupfélaginu
verzlunarhús sín, verzlunaráhöld og
vörubirgðir, en um þetta leyti sneri
hann sér meir að útgerð en hann
hafðt gert áður. Að kaupfélaginu
stóðu fjórir hreppar í Austur-Skafta
felissýslu, Suðursveit, Mýrar, Nes
og Ló'n, og vora nær allir bændur
í þessum sveitum félagsmenn og
margir aðrir. Höfn var ekki sérstakt
sveítarfélag þá, heldur heyrði Nesj-
unum til. Fimmta sveitin í sýslunni
Öræfin, var ekki með. Menn þar
verzluðu að mestu í Vík í Mýrdal.
Þeir höfðu la.gt fé í bát, sem kaup
fél'agið þar o.fl. höfðu keypt til
vöruflutninga, Skaftfeiling, og
fengu vörur með honum. Þó höfðu
Öræfingar talsvert samband við okk-
ur á Hornafirði, ráku þangað slátur-
fé að jafnaði, en aðkeyptar vcrur
fengu þeir frá Vík.
— í Höfn var Kominn nokkur vís-
ir að kauptúni, þegar ég kom aust-
ur. Byggð hófst þar árið 1897, en þá
flutti Ottó Tulinius verzlun sina frá
Papós til Hafnar. Vei’zlunarhúsið var
flutt og endurreist á Höfn, og þar
reisti hann sér einnig íbúðarhús.
Byggðin fór síðan smám saman stækk
andi,
Árið 1921, þegar ég kom austur,
bjuggu þar 60—70 manns. Þá var þar
komið læknissetur, gistihús hafði
Verið rekið nokkur ár, útgerð var
nokkur hafin, og þeir, sem ætluðu
sér að stunda verkamannavinnu,
voru byrjaðir að setjast þar að. Þór-
hallur Daníelsson hafði rekið nc-kkra
útgerð, en hafði annars haft verzl-
unarrekstur á hendi frá því um alda
mót, fyrst sem verzlunarstjóri hjá
Tuliníús, og síðar eigandi verzlunar-
innar frá 1908. Hann var því búinn að
veita verzlun forstöðu í tuttugu ár,
þegar hann seldi kaupfélaginu. Út-
gerð hans og útgerðaraðstaða fylgdi
ekki með í þeim kaupum. En árið
1927 seldi hann útgerðarstöð sina
Landsbankanum á Eskifir'ð'i, en haust
ið 1933 keypti kaupfélagið þær eign-
ir, og leigði síðan bátum aðstöðu til
útgerðar, en sjálft gerði kaupfélagið
ekki út.
— f fyrstu stjórn kaupfélagsins
voru þeir Þorieifur Jónsson, alþing
ismaður í Hólum; Steimþór Þórðarson
á Hala í Suðursveit; Halldór Eyjólfs
son í Hólmf; Gunnar Jónsson í Þinga-
nesi og Sigurður Jónsson á Stafa-
felli. Þetta voru allt samhentir menn
og góðir í samvinnu, er stóðú traust-
lega að kaupfélaginu, eins og reynd-
ar var um aðra félagsmenn. Tveir
þessara manna eru enn á lífi og enn
í stjórn kaupfélagsins, þeir Sigurð-
ur á Stafafelli og Steinþór á Hala,
og Sigurður hefur verið formaður
þess síðan Þorleifur í Hólum lét af
538
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ