Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Page 11
Frá Höfn í HornafirSi. (Liósm.: Þorsteinn Jósepsson). því staxfi, skömmu áður en hatnn lézt. —Fyrstu árin voru öll heldur erfiíð í viðskiptalegu. tiilijti. Þegar kaupféLagið var stofnað 1919 var heimsstyrjöldinni nýlokið O'g þá hafði verðlag farið upp úr öllu valdi, en á árinu 1920 kom mjög skyndilega verðfall á íslenzkum framleiðsluvör- um og urðu sumar illseljanlegar, og auðvitað fór nýstofnað kaupfélag ekki varhluta af þeim örðugleikum. Breyt- ing þessi á verzlunarástandinu kom mjög skyndilega, almennt hafði verið búizt við, að hátt verðlag héldist og framkvæmdir og ákvarðanir höfðu verið miðaðair við það. Jafnvel færustu menn í viðskiptamálum gerðu sér ekki grein fyrir því, sem var að koma og drógu því sölu framleiðsiuvar- anna um of stundum, þar til vör- urnar gengu ekki út nema fyrir stór- lækkað verð. Árin 1921—1923 voru því ákaflega erfið ár fyrir ÖU við- skipti. 1924 fór aftur nokkuð að rofa til. Verðlag hækkaði þá að nýju og náði einmig til næstu ára. Það voru að vísu ekki nein veltuár, hvorki í fram- leiðslu mé verðlagi, en þó mátti vel halda í horfinu með hóflegri varkárni. Árið 1930 skellur svo heimskreppan yfir og stendur næstu árin á eftir, 1931—1933, og voru þau hin allra þyngstu. En 1933 fer kreppulánasjóð- ur af stað og árið eftir eru afurða- sölulögim sett, og fer þá heldur að rofa til að nýju. Þessar ráðstafanir höfðu í för með sér, að afkoma bænda léttist óðum, og árferði fór heldur batnandi. Eftir að heimsstyrj- öldin hófst 1939 varð ástandið brátt hagstæðara. Verðlag fór mjög hækk- andi og útflutningur varð miklu örari en áður hafði verið. Þetta slæma árferði hafði auðvitað áhrif á kaupfélagið. Eins og alls stað ar tíðkaðist, var rekin nokkur láns- verzlun, og skuldagreiðslur voru stundum erfiðar framam af. En eftir að kreppulánasjóðurinn kom til skjal- anna breyttust eldri skuldir í lám, með föstum árlegum greiðslum, sam- kvæmt samningi, en nokkur hluti skuldanna féll niður ög var eftir það léttara umdir fæti, enda batnaði við- skiptaárferðið verulega. — Þrátt fyrir ýmsa erfiðLeika hóf ust miklar framkvæmdir í Horna- firði á þessum tíma. Margir bændur byggðu upp hjá sér bðæi íveruhús og peningshús og stækkuðu túnin. Sérstaklega urðu stórstígar fram- kvæmdir í garðrækt, kartöflurækt og gulrófna. Áður höfðu þessar afurð- ir aðeins verið ræktaðar til heim- ilisnota, en nú var tekið að flytja þær burt til sölu, og hefur það verið gert aUtaf síðan. Hafnarkauptún stækkaði jafnt og þétt. Þar voru íbú- ar eitthvað á sjöunda tug, þegar ég kom 1921, eins og fyrr segir, en þeg- ar ég fór frá Höfn árið 1943 voru þeir orðnir nær þremur hundruðum. Hins vegar fjölgaði ekki í sveitunum, þar fækkaði að sama skapi. Á þess- um árum, eða 1930, hófu Hafnarbúar mikla ræktun í nágrenni kauptúns- ins og áttu flestir kýr eftir það og eitthvað af sauðfé. Þá var stofnað Ræktunarfélag Hafnarkauptúns og annaðist það allar sameiginlegar framkvæmdir á löndum félagsmanna sinna, svo sem: framræslu, girðing- ar, plægimgar, áburðarkaup — og dreifingu, sáningu og sbkt. Þetta var eins konar samvi.nnufélag, en þó í búnaðarfélagsformi. Tímabil þetta sem hér hefur verið minnzt á, þriðji og fjórði tugur aldar- innar var í heild umbótatími, sem breytti afkomu manna til verul'egra bóta og gerði mörgum fært að stíga mikilvæg framfaraspor. —Því er ekki að neita, að tölu- vert öðru vísi var umhorfs í Horna- firði en hafði verið í Borgarfirði. Borgarfjörður hafði verið meðal fremstu héraða í framkvæmdum um aillangt skeið og notið beztu samgangna, en Hornafjörður var af- skekkt byggð, er bjó við erfiðar sam- göngur og hlaut því að standa þar nokkuð að baki. Þegar ég kom aust- ur voru þar allar ár óbrúaðar, nema Laxá í Nesjum ,en nú hafa allar ár í Hornafirði og Lóni verið brúað- ar, nema Stein.avötn í Suðursveit, og þar stendur nú til að byggja brú. Eg fór austur með Sterling haust ið 1921, en hann gat ekki, hvorki þá né endranær, farið intn á Horna- fjörð, en var stundum afgreiddur utan Óss, með póst og farþega. í þetta sinn leyfði veður ekki að skipið kæmi svo nálægt sem þurfti, og ég varð að fara með því til Djúpa vogs, og þaðan með báti til Homa- fjarðar daginn eftir. Sterling strand- aði á Seyðisfirði árið 1922, en þá kom eldri Esja, er gat farið inn á Hornafjörð. Frá þeim tíma hafa aHt af verið reglubundnar strandferðir til Homafjarðar. Vegna aukinmar út- gerðar var ráðizt í talsverðar hafnar bætur þar á árunum milli 1930 og 1940, og nú er svo konúð, að talsvert stór skip geta siglt inn að bryggju og athafnað sig þar. Flugferðir hóf- ust til Hornafjarðar árið 1939 og hafa haldizt æ síðan. Með þessum breytingum hafa samgöngumál Horn- firðinga orðið allt önnur en þau voru. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 539

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.