Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Blaðsíða 14
SIG RÍÐUR TH ORLA C ÍUS S KRIFAR U M ÆSKUÁR KATRÍNAR MIKLU SEM vonlegt er geymir sagan r>”\T'ngu þeirra, sem höfðu völd * 'torð, hvort sem þeir beittu peuu til ills eða góðs. Ein sér- kennilegasta kena, sem haldið hefur um stjórntauma stórveld ís, var Katrín önnur Rússadrottn ing, sem kölluð hefur verið Katr- ín mikla Hún var stórgáfuð kona og stóð í bréfaskiptum við menn eins og Voitaire, en siðferði hennar þótr.i ekki alveg flekk- laust, meðai annars þykir sann- að, að eiginmaður hennar hafi verið ráðinn af dögum að henn- ar undirlagi. Elskendur átti hún marga, bæði meðan eiginmaður- inn var á lífi og eftir dauða hans og faðerni barna hennar talið vafamál, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Auk þess, sem aSrir hafa skráð um Katrínu miklu, þá eru til end- íirminningar, sem hún skrifaði sjálf um bernsku sína og æsku og lífið við rússnesku hirðina meðan Elísa- bet, dótt>r Péturs mikla, réði ríkjum. Er í þessum endurminningum sagt frá mörgum furðulegum hlutum, en auðvitað þagað yfir ýmsu og annað sagt í hálfkveðnum vísum. Elísabet drottning vildi aldrei gift- ast, en kjöri systurson sinn til rík- iserfingja, en faðir hans var hertogi i Holstein. Næsta skrefið var svo að velja piltinum konu og fyrir val- tnu varð fimmtán ára gömul dóttir þýzks prins. Hún hét Soffía, en varð að taka sér Katrínarnafnið, þegar til Rússlands kom. Katrín’ segir, að móðir sín hafi lítt fagnað fæðingu sinni, sem að bar 21. apríl árið 1729 í Stettin í Pomm- ern. Henni var fengin fóstra, sem gerði hana þrjózka með afbrigðum, en svo féll hún í ónáð og við tók frönsk stúlka, sem kenndi telpunni að skjalla foreldra sína og haga sér sem bezt í návist þeirra. Faðir henn ar sá hana sjaldan og hélt hún væri hreinn engill, eftir að sú franska tók við fóstrinu, en móðurinni stóð svo sem á sama, því að hún eignaðist son og sá ekki sólina fyrir honum. Sá piltur varð aðeins þrettán ára gam- all. Hann var haltur og fannst ekki fyrr en hann var dáiuin, að hann hafði verið úr liði í annarri mjöðm- inn. Þegar Katrin var sjö ára, veiktist hún af hitasótt og hósta og lá þrjár vikur alltaf á sömu hliðinni. Við það skekktist bakið á henni, svo að hún segist hafa verið í laginu eins og zeta, þegar hún komst á fætur. Eftir að búið var að leita til margra lækna, var að lokum leitað til böð- ulsins á staðnum. Hann skipaði svo KATRÍN MIKLA fyrir, að á hverjum morgni klukkan sex skyldi ung stúlka nudda bakið á Katrínu með hráka sínum. Svo út- bjó hann handa henni eins konar lífsstykki og af hverju sem það var, lífstykki, hráka eða nuddi, þá rétt- ist hún úr kútnum og losnaði við lífstykkið tíu eða ellefu ára gömul. Telpan hafði afburða minni og snemma átti hún að læra utanbókar hjá presti, sem skipaður var kenn- ari hennar. Hún segist oft hafa lent í stælum við klerk, meðal annars út af því, hve ranglátt það væri, að Títus, Markús Aurelíus og önnur stórmenni fornaldarinnar, væru of- urseldir eilífri glötun vegna þess, að þeir þekktu ekki kristna trú. — Vildi prestur láta berja hana fyrir uppsteitinn, en ekki var það gert, Hún vildi líka fá að vita, hvað hefði verið til fyrir sköpun heimsins og hvað umskurður merkti, og fleiri ó- þægilegar spurningar hafði hún á hraðbergi. Katrin segist hafa verið óvenju- lega ófrítt barn, en það hafi skánað með aldrinum og útlit sitt hafi verið orðið þokkalegt, þegar hún árið 1739 sá í fyrsta sinn til'vonandi eiginmann sinn, sem þá var ellefu ára, fallegur, elskulegur og vel upp alinn drengur. Honum leizt sérlega vel á móður Katrínar, sem þá var mjög fögur kona og reyndi að koma sér í mjúk- inn hjá henni. Katrín hafði lítinn áhuga á honum, en heyrði þó frænd- fólkið hvislast á um, að vel gæti ver- ið, að þau væru hvort öðru ætluð. Þetta var áður en Elísabet RúsSa- drottning hafði val'ið Pétur sem erf- ingja ríkisins. Þegar Katrín var fjórtán ára, voru málaðar af henni myndir og sendar til Rússlands og var að heyra á útsend urum Rússadrottningar, að þeir væru ánægðir með stúlkuna og útlit henn- ar. En þá gerist það, að móðurbróð- ir hennar fer að gera sér títt um hana og endar með því að biðja hennar. „Eg stóð eins og eldingu hefði lostið niður í mig“, skrifar Katrín. „Vinátta mín var saklaus, mér þótti vænt um hann sem frænda minn, um ást vissi ég ekkert og hafði aldrei komið í hug, að hann þjáðist af henni“. Það undarlega vai að móður Katrínar var fullljóst, hvað fram fór og lét það afskiptalausi með öllu. En svo kom heimboð til þeirra mæðgna frá Rússadrottningu, og Katr ín var þess mjög fýsandi að boðið væri þegið. Um þetta l'eyti skiptist rússneska hirðin í tvo hagsmunahópa. Annars vegar var Bestujev greifi, sem vildi láta ríki'serfingjann eiga dóttur Póllandskonungs, hins vegar voru vinir franska sendiherrans, vil'du, að hann kvæntist franskri prinsessu. Það var því fyrst o< fremst t'il að fyrirbyggja það, að Bestujev stakk upp á Katrínu sem konuefni, eftir að dóttir Póllands- konungs hlaut ekki náð fyrir augum drottningar. Ferðin til Rússlands var löng, leið- inleg og erfið og tók sex vikur. — Fylgdarliðið var átta manns fyrir ut- an eldasvein og þjón. Strax og mæðgurnar komu á rússneskt yf'ir- ráðasvæði, komu embættismenn til móts við þær og héldu þeirn veizlur og í Riga var mi'kið um dýrðir, meðal annars voru þeim færðar að gjöf dýr- indis loðskinnskápur. Eftir að allir, sem vettlingi gátu 542 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.