Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Page 15
wamwív jy a/•*. <í sm " ww Hallartorgið r Lenlngrad, sem hét St. Pétursborg og var höfuðborð Rússlands. valdið í Riga, voru búnir ag heim- sækja þær mæðgur, héldu þær áfram ferðinni til Sankti Pétursborgar og var nú ekið í sleða. Þegar til borgar- innar kom, var skotið úr fallbyssum þeim til heiðurs, og þar biðu þeirra fjórar hirðmeyjar, sem áttu að fylgja þeim til Moskvu. Eftir að þær höfðu matazt, var þeim skemmt með því að láta fjórtán fíla, sem drottningin hafði fengið' að gjöf frá Persíu, leika listir sínar fyrir þær í garði Vetrar- hallarinnar. Eftir tveggja daga dvöl í Pétursborg var aftur lagt af stag til Moskvu og eftir þriggja daga akstur voru þær í þorpi 50 kílómetra norð- an við borgina. Þar mætti þeim sendi boði, sem sagði, að drottningin óskaði að þær ækju um Moskvu að nætur- lagi til keisarahallarinnar. Bestujev greifi var þrátt fyrir allt síður en svo hrifinn af komu mæðgn- anna til hirðarinnar. Aðalandstæðing ur hans var liflæknir drottningarinn- iar, Lestocq, sem Katrín segir, að hafi hvorki skort gáfur né meðfædda hæfi leika til undirferli, en hann hafi ver- ið vondur maður og hjarta hans svart og illt. Fleiri hirðmönnum lýsir hún í svipuðum tón. En nú var komin sú stund, að El- ísabet drottning tæki á móti þeim mæðgum. „Klukkan var sjö eða átta um kvöldið hinn 9. febrúar 1744, þegai við komum tii Annenhof-hallarinnar, þar sem hirðin þá bjó. Prinsinn af Hessen-Homburg beið okkar neðan vig stigann, ásamt allri hirðinni. — Hann tók móður mína við hönd sér og leiddi okkur til herbergja okkar. Brátt kom storfurstinn (það er rík- iserfinginn) með fylgdarliði sínu og um tíuleytið kom Lestocq greifi, sem tilkynnti móður minni, að drottning- in byði hana innilega velkomna og mæltist til þess, að hún kæmi til fundar við si.g í herbergjum sínum. — Stórhertoginn leiddi móður mína, en prinsinn af Hessen mig, og við geng- um gegnum höllina og heilsuðum á báða bóga. Drottningin kom til móts við okk- ur að þrepskildinum á móttöku-svefn sal sínum. Énginn, sem þá sá hana, gat annag en dáðst að fegurð hennar og konunglegri reisn. Hún var hávax- in og alltof þrekin, en það fór henni ekki illa og dró ekki úr yndisþokka hreyfinga hennar. Höfuðið var einnig fagurt. Við þetta tækifæri var hún i feiknastórri krínólínu undir silfurofn um kjól með gullleggingum. í vang- anum hafði hún svarta fjöður, sem reis beint upp, hárið féll laust og var skreytt meg sindrandi gimstein- um. Móðir mín mælti sín kuxteisisorð og þakkaði drottningunni fyrir alla þá góðvild, sem hún hefði sýnt fjöl- skyldu sinni. Þar eftir fór drottnmgin mn í svefnherbergið og við á hæla hennar. Þar stóðu stólar, en þar sem hún ekki settist sjálf, urðu allir að standa. Hún ræddi við móður mína og mældi mig rækilega með augun- um á meðan“. Síðan segír Katrin frá því, að þær hafi kvatt og farið aftur í herbergi sín og setzt til borðs. Við hlið hennar sat greifi einn, lærður maður og heið- arlegur, en varð að athlægi við hirð- ina fyrir það, ag hann las upphátt öll bréf frá konu sinni fyrir hvern, sem nálægt honum kom allt frá drottn- ingu niður í vikapilta. Meðan setið var til borðs kom drottningin inn í hliðarherbergi og fylgdist með fram- komu gestanna. Næstu daga voru veizlur og mót- tökur, og á kvöldin sat hiiðfólkið við fjárhættuspil. Stórfurstinn virtist á- nægður með komu mæðgnanna, segir Katrín, sem þá var fimmtán ára göm- ul. Hann skrafaði margt við hana ' þessa fyrstu daga, lýsti fyrirlitningu sinni á Rússlandi og fann Katrínu mest það til ágætis ag þau væru skyld, svo hann gæti leyft sér að vera opinskár við hana. Næst lýsti hann' því, hve ástfanginn hann væri af einni hirðmeynni, sem búið var að reka T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 543

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.