Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Qupperneq 16
tfrá hirðinni vegna þess, að móðir
hennar hafði fallið í ónáð, tungan
var skorin úr hennj 0g hún dæmd í
útlegð til Síberíu. Furstinn sagðist
ihafa viljað kvænast dótturinni, en
sætt sig við að taka Katrínu, af þv; að
frænka hans óskaði þess. Katrín hlust
»ð'i og roðnaði óg undraðist, hve ó-
gætinn hann var í tali og dómgreind-
arlítill.
Nú voru Katrínu fengnir þrír kenn-
arar, einn átti að uppfræða hana í
grísk-kaþólskri trú, annar að kenna
henni rússnesku og sá þriðji að kenna
henni að dansa. Hún fór fram úr
rúminu ánæturnar til að íæra rúss-
mesku lexíurnar, ofkældist og fékk
lungnabólgu.Læknarnir héldu, að hún
væri með bóluna og vildu taka henni
blóð, en því harðneitaði móðir henn-
ar og ávítaði telpuna þegar hún stundi
af kvölum. Á fimmta degi kom drottn
iiigin úr ferðalagi, þá var Katrín með
vitundarlaus og læknarnir og móðir
hennar í háa rifrildi. Drottningin skip
aði umsvifalaust að láta taka Katr-
ínu blóð og segist hún þá strax hafa
rankað við sér, en í 27 daga var hún
miili heims og helju. Drottningunni
gazt ekki að framkomu móður Katrín-
ar og ekki bætti úr skák, þegar henni
var sagt frá því, að meðan Katrín var
sem veikust, sníkti móðir hennar af
henni kjólefni, sem henni hafð'i ver-
ið gefið fyrir Rússlandsferðina.
Þegar Katrin loksins komst á fæt-
ur, segir hún, að fáum hafi verið upp-
lyfting í að sjá sig. Hún hafi verið
horuð eins og beinagrind og stækkað'
svo að andlitsdrættirnir tognuðu. —
Hafði hún misst hárið og var bleik
sem nár.
Um það bil mánuði seinna kom
Lestocq greifi til Katrínar og sagði
henni væri sæmst að' taka saman fögg
ur sínar, það ætti að senda hana
heim, móðir hennar væri fallin í ó-
náð. Henni virtist stórfurstanum
myndi ekki falla sérlega þungt að
sjá henni á bak og segir, að sér hafi
svo sem verið sama um hana, en ekki
um kórónu Rússlands. Orsökin að
hessu uppþoti var, að móðir Katrínar
hafði rætt ógætilega við fulltrúa
Frakkakonungs við hirðina, en drottn
ingin fyrrgaf henni þó eftir mikla
sennu.
Næst kom að því að Katrín átti
að skirast til grísk-kaþólskrar trúar
og trúlofun hennar og stórfurstans
skyldi opinberuð.
„Menn sögðu, að ég hefði borið
fram trúarjátningu mína mjög vel.
Ég las á rússnesku, sem ég skildi ekki
eitt orð í, með fullkomlega réttum
framburði, fimmtíu fólíosíður —
hátt og skilmerkilega, og fór svo með
trúarjátninguna utanbókar. Þegar ég
var búin, sá ég, að margir viðstaddir
grétu, þeirra meðal var drottningin.
Ég stillti mig og fékk hrós fyrir. Á
eftir leiddi drottningin mig til altar-
is og þegar við komum úr kirkjunni,
gaf hún mér hálsband og brjóstskraut
úr brilliantsteinum. Um kvöldið fór-
um við, án þess að á bæri, til Kreml,
gamallar hallar, sem keisararnir
höfðu búið í. Þar var mér fenglð her-
bergi svo hátt uppi, að ég eygði þá
naumast, sem voru á gangi fyrir neð-
an múrana.
Daginn eftir átti að opinbera trú-
lofun okkar. Snemma um morguninn
var mér færð mynd drottningarinnar,
skreytt demöntum og nokkru síðar
mynd stórhertogans í sams konar um-
gerð. Stuttu seinna sótti hann mig
sjálfur og við fórum saman til drottn
ingarinnar, sem gekk fremst í skrúð
fylkingunni, skrýdd kórónu og keis-
araskikkju, undir silfurhimni, sem
átta hershöfðingjar báru“.
Um sumarið' fór drottningin og hirð
in til Kiev og gekk á ýmsu í ferðalag-
inu og féllu margir í ónáð, og rógur
og njósnir voru iðkaðir af kostgæfni.
Um haustið var aftur farið til Moskva
og þar skemmtu menn sér við óper-
ur, leiksýningar og grímudansleiki.
Katrínu þótti gaman að dansa, enda
barn að aldri. Stundum skipaði drottn
ingin svo fyrir. að á grímudansleikj-
unum skyldu karlar vera í kvenfötum
og konur í karlmannsfötum og voru
karlmennirnir yfirleitt heldur fúlir 1
skapi við þau tækifæri, enda óvanir
að bera sig um í krínólínum. Eitt siim
segist Katrín hafa verið að dansa
„polonaise" við Sievers kammerherra,
sem var í kríólínu, sem drottningin
hafði gefið honum. Hann sveiflaði sér
svo rösklega, að pilsið hans skellti
greifafrú, sem var fyrir aftan hann
og hún skellti aftur Katrínu, sem
valt undir krí'nólínunia á Sievers. Hon
um varð svo hverft við, að hann datt
og þaxna lágu þau þrjú í þvögu og
Katrín uppundir pilsi dansherrans. —•
„Ég var að deyja af hlátri“, segir
hún, „og reyndi að rísa á fætur, en
að lokum varð að koma okkur til
hjálpar því í hvert sinn og eitt okk-
ar reyndi að rísa á fætur, ultu hin
tvö aftur um koll“.
En þó mikið væri um samkvæmi og
skemmtanir, var lífið ekki eingöngu
leikur fyrir Katrínu. Einu sinni á leik
sýningu sendi drottningin Lestocq til
hennar til að skamrna hana fyrir hvað
hún væri orðin skuldug. Hún lét strax
næsta dag færa sér reikningsuppgjör
og sá að hún skuldaði sautján þúsund
rúblur. Drottningin hafði gefið henni
fimmtán þúsund rúblur áður en hirð
in fór til' Kiev og kistu fulla af lé-
legum kjólefnum, en ætlazt var til
að hún klæddi sig ríkmannlega. Hún
reyndi nú að gera hreint fyrir sínum
dyrum og skuldaði ekki nema tvö
þúsund, þegar frá öllu var gengið, en
ástæðan til skuldasöfnunarinnar var
sú, að hún kom illa búin heiman að
bæði, að fatnaði og líni, en við' hirð-
ina var þess krafizt, að skipt væri um
klæðnað þrisvar á dag. Henni hafði
verið' sagt, að í Rússlandi skipti miklu
máli að gefa gjafir til vinsælda og
svo hafði henni loksins verið fengin
hirðmey, sem var ofsalega eyðslu-
söm og hafði út úr henni stórfé. Þar
að auki varð hún alltaf að reyna að
blíðka móður sína með gjöfum, því
hún gerðist æ viðskotavenrí, og jafn-
framt kólnaði vináttan milli hennar
og drottniingar. Þar að auki þoldi hún
illa, að Katrín skyldi sett sér ofar;
samkvæmt hirðsiðunum. Er ljóst, að
Katrín átti stður en svo skjól hjá
móður sinni.
En brátt fór að bera á miðqr æski
EN BRÁTT FÓR AÐ BERA Á MIÐUR ÆSKILEGUM EIGIN-
LEIKUM HJÁ UNNUSTANUM, STÓRFURSTANUM, SEM EKKI
FÉKK ÞÁ MENNTUN, SEM TIL VAR ÆTLAZT OG REYNDIST
1 OFSAFENGINN í SKAPI. - HANN VEIKTIST AF MISLINGUM
OG SEI|NA AF BÓLUNNI OG AFSKRÆMDIST í ANDLITI AF
544
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ