Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Side 18
Þessi mynd gefur giögga hugmynd um sfærð hallartorgsins og hallarbygginganna við það. Elísabet andáðist, skuldaði hún 657 þúsund rúblur, sem hún segist hafa verið í stökustu vandræðum að end- urgreiða. Hennj voru ætlaðar 30 þús- und rúbla árstekjur, sem aldrei hmkku fyrir þeim útgjöldum, sem hún taldi nauðsynleg. Þegar hirðin flutti milli borga og sumar- og vetrarbústaða, vissi Katrín aldrei fyrir fram, hvaða vistarveru henni og stórfurstanum yrði úthlutað, og sjaldnast voru húsgögn nægileg á hverjum stað, svo einn útgjaldaliður- inn var að kaupa smám saman hús- gögn í allar vistarverurnar, í stað þess að flytja þau með sér um landið þvert og endilangt. Fyrsta hjónabandsárið leið þeim sæmilega, þó að Katrínu leiddist hirð lifið, og kuldinn ætlaði að gera út af við þau, þegar þau fóru mijli íbúða sinna. Hálfum mánuði eftir brúðkaup ið sagði stórfurstinn henni, að hann væri ástfanginn af einni af hirðmeyj- um drottningarinnr og deildi um það í viðurvist hennar við einn kamm- erherrann, hve Katrín stæði þeiiTi stúlku langt að baki. Furstinn lék sér að brúðuleikhúsi, sem hann setti upp við dyr, sem lágu aö herbergjum drottningarinnar. Hann boraði mörg göt á hurðina og bauð hverjum sem vildi að gægjast inn til drottningar- innar þegar hún mataðist með elsk- huga sínum og fleiri vildarvinum. — Katrín vildi ekki taka þátt í þeirri skemmtun og slapp því við þær hroðalegu skammir, sem drottningin hellti yfir frænda sinn, þegar hún komst að þéssu. Ekki stóð sú dýrð samt lengi, því nokkru seinna veittist drottning að henni og ávítaði hana fyrir að vera í ráðabruggi með Prússa keisara, eiga vingott við þjón stór- furstans og fyrir að gegna ekki hjú- skaparskyldum sínum. Katrín varð skelfingu lostín, vissi, að drottningin réðist oft á hirðfólk sitt með barsmíð- um, þegar henni rann í skap. Aldrei þessu vant kom stórfurstinn henni til hjálpar. Sem dæmi um skap drottn- ingar getur hún þess, að einu sinni skipaði hún öllum hirðmeyjunum að raka af sér hárið og ganga með hár- kollur, en Katrín slapp vegna þess, að hár hennar var að vaxa eftir að hún missti það í veikindum. Stórfurstinn hafði haft með sér allfjölmennt fylgdarbð frá Holstein, og nú kom að því, að drottningin sendi það allt heim. Ætlaði hann þá að ærast og leitaði huggunar hjá Katrínu, sem reyndi að hressa hann, þótt henni leiddust þær heimsóknir og yiði dauðþreytt á þeim, því furst- inn æddi aftur og fram um góifið og heimtaði, að hún gerði það líka. Katrínu barst fregn um andlát föð- ur síns á lönguföstu árið 1747 og harmaði hún hann mjög og grét —■ eins og hún segir — af hjartans lyst í átta daga. Þá kom skipun frá drottn ingunni, að hún yrði að hætta, faðir hennar hefði svo sem ekki verið kóngur og ekki sæmdi fyrir stór- furstafrú að gráta lengur slíkan föð- ur. Næsta sumar hafði hún það sér helzt til afþreyingar að fara á hest- bak, en stórhertoginn kepptist við að venja hunda sína og sairga á fiðlu, þótt hann væri laglaus. Þegar þau háttuðu á kvöldin, færði hirðmær honum brúður og að þeim lék hann sér fram á nótt. Oft segist Katrín hafa hlegið að þessu, en það hafi verið óþægilegt að sofa í rúmi, sem var fullt af alls konar leikföngum. Drottning setti hjón til að líta eftir ríkiserfingjanum og Katrínu og gengu þau svo langt, að enginn mátti koma inn til þeirra, án þess að sækja um leyfi og varð það til þess, að þau voru oft alein með þjónustuliðinu og dauðleiddist. Raunar er að heyra, að þeim hafi stundum verið haldið í eins konar stofufangelsi tímum sam an. Að þessu smni fann furst’.nn upp á þyí til afþieyingar að láta færa sér 54ó TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.