Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Qupperneq 20
aði drottningin liósmóðurinni að koma með barnið inn tii aín „Ég lá eftir á fæðingarbeðinum (á gólfinu)" skrifar Katrín, „og það næddi um mig frá gluggum'og dyr um.“ Strax og drottningin var far- in, fóru stórfurstinn og herra og frú Chuvalov og cg sá ekki nokkra liíandi sál fyrr en klu^kan var bú- in að slá þrjú. Eg hafði svitnað mikið og bað frú Wladsilavov að skipta um föt á mér og koma mér í rúmið, en það sagðist hún ekki þora Hún sendi hvað eftir annað eftir 1 jós- móðurinni, en hún kom ekki. Eg bað af gefa mér að drekka, en fékk sama svar Seint og síðar meir, eftir þrjá klukkutíma, kom frú Chuva- lov i stifasta pússi Þegar hún sá, að ég lá enn á gólfinu á sama stað hrópaði hún, að þetta gæti orðið bani minn. — Þetta var ekki lítil huggun fyrir mig, sem hafði skælt síðan barnið fæddist, af því að ég var skilin eftir alein og yfirgefin, og það fót hræði lega illa um mig eftir þessa erfiðu fæðingu. Enginn þorði að lyfta mér upp i rúmið sem var tvö skref frá mér, en ég var of magnþrota til að komast þangað af sjálfsdáðum. — Frú Chuvalov fór strax og lét vist sækia liósmóðnrina. þvi að hún kom eftir hálftíma og sagði að drottningin hefði verið svo upp- tekin af barninu, að hún hefði ekki komizt burtu. Enginn hugsaði um mig . . loksins var ég lögð í rúm- iff en svo sá ég ekki nokkra mann eskju það sem eftir var dagsins, og enginn sendi til að vita, hvernig mér liði. Stórfurstinn hljóp um og skálaði við alla og drottningin sýsl aði með barnið i borginni og landinu öllu var mikill fögnuður yfir atburðinum. — Strax næsta dag fékk ég óþolandi þrautir frá mjöðm og niður í vinstri fót. Þrautirnar héldu fyrir mér vöku og ég fékk hita, en ekki var frekar sinnt um mig fyrir það. Enginn heimsótti mig, né spurði um líðan mína Stórfurstinn leit inn andartak, en sagðist ekki mega vera að bví að stanza" Þetta var nú umhyggjan fyrir móðurinni og hún mátti ekki einu sinni spyrja, hvernig barninu liði, það hefði svnt vantraust á drottn ingunni Hún dúðaði barnið svo nið- ur að undur voru að það skvldi lifa. Vaggan var fóðruð innan með refaskinnum og- fleiri refaskinna- feldir voru ofan á því. Barnið var alltaf rennvott af svita og ofkæld- ist hvað eftir annað, ef gustur náði tii þess. Opinber skirnarathöfn fór fram sjö dögum eftir fæðingu. Þá sendi drottning Katrínu ávísun á hundr af þúsund rúblur og lítilfjörlega skartgripi, en fimm dögum eftir að hún fékk peningana, fékk ríkis- féhirðirinn þá aftur lánaða til nokkurra mánaða, vegna þess, að stórfurstinn hafði móðgazt af því, að hann fékk enga gjöf, en í kass- anum var ekki meira fé i bili, svo að drottningin fékk gjöf Katrín- ai að láni til að gefa furstanum. Og ‘Jíminn leið við baktjalda- nxakk, skemmtanir og daður, en eiginmannlnum fór lítið fram. — Hann lét senda sér h’rdeild frá Holstein án vitundar drottningar, svo hann gæti skemmt sér við heræfingar með landsmönnum sín- um. Rússarnir voru ekki sérlega hrifnir af þessum gestum, sízt þiónalið hallarinnar, sem varð að færa þeim mat oft á dag, því að furstanum hafði láðst að gera ráð stafanir til nokkurrar matargerðar i herbúðunum, sem hann hafði lát ið reisa. Helzta skemmtun Katrín- ar var um þessar mundir að láta gera lystigarð skammt frá höll- inni. Um páskaleytið kom enskur sendiherra til hirðarinnar og í fylgd með honum var Paniatowski, pólskur greifi. Brátt gerðist kært með honum og Katrínu. Einu sinni var hún að sýna veizlugestum íbúð sína og var, þar inini kjölturakki hennar. Rakkinn gelti og ærðist við gesta^nmuna, þar til hann nálg aðist Pamiatowski. Einn af gestun- um, sem tók eftir þessu, sagði við greifann, að ekkert kæmi eins upp um menn og þessir litlu hund ar Sjálfur gæfi hann alltaf kon- um, sem hann elskaði, kjölturakka og kæmist þá alltaf að því, hvort einhver annar væri kominn inn- undir hjá þeim. Þar kom að heilsu drottningar hrignaði, en vitsmunir og stjórn- vidca stórfurstans tók harla litlum framförum Virðist Katrín hafa lagt æ meiri áherzlu á að tryggja sma eigin aðstöðu með því að afla sér fylgjenda við hirðina og styrkja vináttu sína við sendimenn er- lendra ríkja. 1 desember 1758 eign aðist hún dóttur, en furstinn við- hafði heldor ógætilegt orð um fað ernið, og Katrín sá, að framtíð hennar sjálfrar gat orðið ótrygg, eí hún gaf of mikinn höggstað á ser. En til þess að geta samt notið félagsskapar nánustu vina sinna, lét hún tjalda af hluta af svefn- herbergi sínu, svo að þar mátti fela gestina fyrir þeim af hirðinni. sem gáfu drottningu alltaf nákvæmar skýrslur um hegðun Katrínar. vSkömmu síðar lét drottningin enn handtaka Bestujev greifa sem lengi hafði verið stórkanslari henn ar. en Katrín og hann voru farin að brugga ráð um, hvernig nún gæti tryggt sér valdaaðstöðu, þeg- ar Elísabet drottning andaðist. Er greinilegt að eftir það hefur Katrín mætt ýmsu andstreymi við hirðina og þar kom, að hún taldi hyggileg- ast fyrir sig að bera þá ósk fram við drottningu, að senda sig aftur heim til Þýzkalands, en það vildi hún ekki samþykkja. Katrín virð- ist síðan hafa ákveðið að láta sem minnst á sér bera meðan öldurnar voru að lægja eftir að upp komst um það baktjaldamakk, sem hún hafði staðið að með ýmsum áhrifa mönnum, en endurminningum herniar ['"-kur þar sem hún lýsir því, að sættir tókust með hcrrni og drottningu og sá friður hélzt, þar tii Elisabet andaðist 25. desember 1761. Paniatowski hafði verið kall aður heim, en Katrín skrifaði hon um innileg bréf lengi eftir að ung- ur offíseri, Gregor Orlov, er orð- inn elskhugi hennar. Með hon m eignaðist hún son, en þar sem úti- lokað var að kenna eiginmannin- um það barn, duldi htin ástand sitt og lét ala drenginn upp undir öðru nafni. Eftir fráfall Elisabetar varð stór furstinn keisari Rússaveldis og hlaut nafnið Pétur þriðji. Hann ætl aði að ná sér niðri á Katrínu, sem alltaf hafði haft betur í samskint- um þeirra fram að þessu, með því að skilja við hana og kvæní.st Elisabetu Varantsov, sem natði "er ið lagskona hans undanfarin ár. En st órnvizka hans er iítil sem fyrr og framkoma hans við Katrinu svo ruddaleg, að hirðmenn sn.úast margir á hennar band og það verð ur hún, sem nær undirtökunum og lætnr hann afsala sér völdum — „Slysið“, sem varð honum að bana 8. júli 1762 gerðist með að=teð vina Katrínar Þar með hófst valdatíð Katrinar miklu. í formála að endurmlnn- ingnnum seeir: „He^ni tókst að hefja land sitt á bekk með stór- veldum heims og þeirri stöðn nef- ur það haldið síðan Hún var eini andríki stjórnandinn, sem skipaði hásæti Rússlands, sem sameinnði hei'a heimspekings, vil.iafestu ein- valda og veikleika ástríðufullrar konu. Sögusagnir herma, að nún hafi átt 55 elskhuga og sá sein- asti hafi verið 22 ára, en hún 61 árs. „Mér hefði sjálfsagt þótt vænna um eiginmanninn minn, ef hann hefði sýnt mér meiri vinsemd", skrifar Katrin, þegar hún rlfjar upp tiifinningar hinnar sextán ára gömlu brúðar. sem fékk óbærilegan höfuðverk undan brúðarkórónunni, sem þrýsti svo mjög aö enni henn ar, ágústdaginn fyrir röskum tvö hundruð árum. 548 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.