Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Page 22

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1963, Page 22
töíramátt blásturshljóðfæra. — Slíkar sagnir hafa verið til og eru enn virkur þáttur í hug- myndalífi manna um allan heim, nægir aS nefna i þvi sambandi sögu Gamla testamentisins um það, er lúðurhljómarnir brutu niður múra Jerikóborgar. — Ef til vill er það hið nána samband lífs og andardráttar sem gert hef ur það að verkum, að blásturs hljóðfæri fá orð fyrir töframátt. Blásturshljóðfæri eru mjög göm ul. Einhver elztu hljóðfæri, sem vitað er um, eru beinflautum- ar, sem Indíánar i Ameríku not uðu við galdurmögnun, og leir- flauturnar, sem fundizt hafa í Mexíkó og voru notaðar við trú- arathafnir. í Tíbet er lúðurinn jafn nauðsynlegt og ómissandi hljóðfæri við hina áhrifamiklu trúarhátíðar og kuðungurinn er athöfnum sama eðlis í Indlandi. í Afríku voru flautur og lúðrar notuð mjög snemma við tæki- færi, þar sem þurfti að skapa sérstaka stemmingu trúar eða galdra. En hljóðfæri hafa líka haft hagnýtt gildi og hafa án vafa sum þeirra orðið til af hagnýt- um ástæðum einum. Þannig hafa bjöllur og bumbur verið not aðar til þess að koma skilaboð- um frá einu þorpi til annars og lúðrar til pess að gefa til kynna, hvar veiðidýr sé að finna. Venjulega eru það einföldustu hJjóðfærin, sem hafa hagnýtast gildi; um leið og þau verða flókn- ari, minnkar hagnýtt gildi þeirra, og það einkennilega er, að sama á sér stað, hvað varðar notkun hljóðfæra við trúarat- hafnir: Þróunin virðist því sýna, að eftir því sem hljóðfæri verða flóknari, verða þau um leið verr fallin til þess að skapa tengsl milli manns og guðs (eða guða). Strengjahljóðfæri voru smíð- uð mjög snemma í Austurlönd- um og hafa orðið furðulega marg brotin og fjölbreytt með tiltölu lega litlum breytingum. Þrátt fyrir þetta komumst við ekki hjá að sjá við nánari athugun á eðli' strengjahljóðfærisins, að það er einnig samband milli þess og hinna „huldu afla“. Einföld strengjahljóðfæri hafa frá fornu fari verið notuð við trúarathafn ir líkt og blásturshljóðfæri. Það er erfitt að segja hvort hljóðfær- ið hefur komið fyrr til sögunn- ar. Það er líklegast, að þau hafi orðið til um svipað leyti og þró- azt hUð við hlið. trengjahljóð- færin i Austurlöndum eiga sér að minnsta kosti mjög langan þróunarferil og hafa verið og eru enn augljóslega í tengslum við 0 ýmiss konar hindurvitni og trú- arhugmyndir. — Vart þarf að benda á það, að þegar spilarinn rennir fingri upp og niður streng, er möguleiki á því að fá fram hin minnstu blæbrigði milli tveggja nótna. Austurlenzk strengjahljóðfæri eru gerð með það fyrir augum, að ná fram þessum blæbrigðum, en ekki ein göngu af fagurfræðilegum ástæð um, heldur urðu þannig til marg ir smátónstigar, 9em hver um sig var notaður við sérstakar að stæður eða tækifæri, og aldrei annars. Til dæmis um þetta, má geta þess, að í Indlandi eru sum ir þessara tónstiga aðeins not- aðir um regntímann, og enginö vafi er á því, að upprunálega hefur því verið trúað þar í landi, að þessi ákveðni hljóðfæraslátt ur hefði áhrif á úrkomuna. Nú á tímum trúa Indverjar náttúr- lega ekki upp til hópa á þessi áhrif, en það er engu að síður staðreynd, að hinir ýmsu smá- tónstigar skapa ákveRin geð- hrif, sem eiu bundin sérstökum aðstaeðum; ákveðinn tónstigi þyk- ir hæfa ákveðinni stemmingu. Þetta flókna tónstigakerfi krefst mjög víðs tónsviðs, og strengja hljóðfæri eru betur fallin til að fullnægja þeim kröfum en önn- ur hljóðfæri. Þegar hljóðfæri berast frá einu landi til annars, þar sem þegar er fyrir hljómlistarhefð, verður það oft til þess, að leikið er á þau með öðrum hætti en upprunalega ,og þau breytast þá oftast jafnframt að gerð. — Þótt strengjahljóðfæri hafi aldrei átt verulega upp á pallborðið í Afríku, er þó þar nú mjög mik- ill fjöldi mismunandi strengja- hljóðfæra, sem eiga rót sína að rekja til austurlenzkra strengja hljóðfæra. Það eru þó til strengjahljóðfæri í Afríku, sem virðast eiga uppruna sinn þar, svo sem lýran og harpan. Ekk- ert þessara hljóðfæra varð gjald gengt í trúarlífi Afríkuþjóða eða töfrakúnstum. Þau beindust alveg inn á nýjar brautir, og hlutverk þeirra varð með tím- anum eitthvert hið þýðingar- mesta, sem hljómlistin hefur ieyst af höndisn, ekki aðeins meðal frumstæðra þjóða, en einnig í Evrópu miðaldanna og Lausn 64. krossgátu reyndar alls staðar, þar sem fá- fræði hefur verið að finna. — Hún varð menningarvaki. Far- andsöngvarar ferðuðust stað úr stað með lýru sína oghörpu og sungu söngva með svipuðum hætti og trúbadúrar Vesturlanda. Enn þá eru til atvinnusöngvarar í Afríku, bæði í litlum þorpum og við hirðir voldugra höfðingja, sem syngja um þau mál, sem efst eru á baugi, segja dæmi- sögur og flytja söngva um forna frægð, sigra og ósigra liðinna kynslóða. Þannig berst þekking in út meðal frumstæðra og illa upplýstra þjóða og skapar smám saman sameiginleg söguverð- mæti í vitund fólksins. Strengjahljóðfæri hafa einnig verið notuð um langan aldur til þess að gleðja og sefa hug- ann. Menn hafa leikið fyrir sjálfa sig, börn sín og vjni á frumstæð og heimatilbúin hljóð- færi öld fram af öld. Hljómlist- in var sem sagt ekki eingöngu notuð fyrr á 'tímum til þess að skapa viðeigandi trúar eða galdrahrif. Hún var notuð til að vekja gleði, — við dans, sem oft var engan veginn trúarlegs eðlis, og hún sagði ástarsögur jafnt sem stríðssögur. Hún hefur allt af verið manninum einhver bezta hvíld og afþreying, — það er fyrst nú í okkar tímalausa, yfirfulla heimi, að við erum hætt ir að smíða okkur hljóðfæri sjálf ir — hver og einn. En það er til dæmis sjaldgæft að finna mann í þorpum sunnan Sahara, sem ekki getur leikið á „sanza“, eða „hand-píanó“. Þetta eru ekki merkileg hljóðfæri á okkar mælikvarða, en göfugusta og fegursta hljómlistin hefur oft sprottið frá frumstæðum hljóð- færum. IV H R H F E M 1 j K i P R E I K n > 0 L i h. 0 O R L TT M T í R -» > §5 6 p n n U s r J fl R H V P H V T s o M |§ T 7 JH fi N N > R fl K fll R ¥ § G fi T 1> p 0 G i- s ’n R §| E I R S L 7T n R fi F K N N fl * s T p R U N N fi H E J ss 1 T I M 0 R 1 T h y ó 6 F R fi í r u b T N ú ÍJ j-j M S ý T n k I p R H fi V? P E’ i T i t 1 i E F t: L ' T H Pí F T N 2 §§ M ii' y M y S R N |§ F 1 N N s I j j Y\ É Ý 5 fl1 N V G L n M u F ' 0 N R 1 S ö V R í E K F N fi 1 L u Ú R p P í I s I E k K U R ' ~s K n P fl T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.