Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 4
■ / 30 stiga heitu bað vatai undir jöklinum Ásgeröur Jónsdóttir VIÐ MÆTTUMST í Reynihlíð við Mývatn um kl. 7 að kvöldi hins 14. júní síðastliðins og lögðum af stað þaðan aftur kl. 9 sama kvöld. Við vorum 32 talsins í 8 bílum. Segja má að ferðin hefði þennan tilgang: Hún skyldi vera eins konar vígslu- ferð á brú, sem nokkrir áhuga- menn byggðu í fyrrahaust á Jök- ulsá á Fjöllum við Upptyppinga, en það eru gríðarháir keilulaga hól- ar eða eiginlega fjöll á að gizka miðja vegu milli Herðubreiðar- linda og Öskju. Þá skyldi athugað og fundið bílfæri um Krepputung ur og suður til Kverkfjalla, og svo hugðust menn að sjálfsögðu gera góða skemmtiför. Allt fór þetta að beztu óskum. Ferðafélag- ar voru frá Akureyri, Reykjadal, (Laxárdal, Mývatnssveit og frá Ferðafélagi Húsavíkur, sem gekkst fyrir ferðinni og fékk til fararstjóra Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði, kunnan ferða- og fjallamann, og mun hann vera allra manna kunn ugastur á svæðinu milli Skjálf- andafljóts og Kreppu svo og langt þar austan og vestan við og suður, um Vonarskarð. Þykir mér trúlegt, að eftir þessa för þekki hann nálega hverja þúfu á þessu fyrst til tekna svæði. Undanfarna daga hafði verið þoka og kuldi og höfðu nokkrir hætt við ferðalagið af þeim sökum. En siðdegis á föstudag tók að létta til og fylgdi okkur næsta ótrúleg veðursæld upp frá því. Á leiðinni upp Námaskarð hafði einhver í bílnum orð á því, að hér væri ljótt land og leitt yfirferðar. Ekki hélt Jón Sigurgeirsson, að Árna frá Múla hefði þótt land þetta ókræsilegt í samanburði við Fjarðarheiði, en um hana kvað Árni: En sá heiðarandskoti. Ekkert strá né .kvikindi. En hundrað milljón helvíti - af hnullungum og stórgrýti. Áfangastaður okkar þetta kvöld voru Herðubreiðarlindir. Á leiðinni þangað mættum við Pétri vega- vinnustjóra Jónssyni í Reynihlíð, sem tilkynnti að hann hefði nú, með vegabótum, gert olckur kleift að komast leiðar okkar. Við fórum okkur ekki óðslega á leiðinni suð- ur en nutum vaxandi veðurblíðu og litum á nafnkennda staði, svo sem flatrefta,n leitarmannakofa, er nefnist Tumbi, afdráttur af nafni Tómasar þess, er reisti hann. Um kofa þenna kvað Pétur í Reyni hlíð vísu: Stefnir á Tumba flokkur fríður fjörugra rúmbudansara. Þar sem umbun okkar bíður uppheitt sumbl á Glansara. Glansari var gljáfáður kaffiket- ill. Þetta var á þeim dögum, þeg- ar villt rúmba var dönsuð í sveit- um landsins. Nú néfnast dansarn- ir annað, þótt samur sé smekkur- inn í kerinu. Um þær mundir sem við náðum áfangastað í Herðubreiðarlindir, voru síðustu skýjabólstrarnir að lyftast og hverfa af tindi Herðu- breiðar, og gullin heiðríkja og kyrrð ríkti yfir landinu. „Lindirn- ar“, þessi yndisreitur Austurfjalla, voru að færast í fegursta blóma. Hvannstóðið orðið hátt og mikið en ekki blómstrað. Grávíðirinn 676 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAfl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.