Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 20
úr virkisskurðinum, var þorpið fyrir neðan hana horfið inn í skugga álm- trjánna, og um það bil, er hún var komin niður brekkuna og komst á veginn, voru síðustu fölu ljósrákirnar í vestrinu að hverfa í sorta storm þrútins himins. Hún var gripin emstæðingsskap og þreytu eftir hina löngu einmanalegu leiðslu. Hún hélt dauðahaldi í Jim og reyndi að halda honum hjá sér leng. ur, en hann hvarf henni. Hugur henn- ar var of þróttlítill til að halda hon- um föstum, athygli hennar of dreifð, vegna þess að hún varg að gæta sín að lenda ekki út af veginum í myrkr- inu. Ef aðeins væri einhver, sem vissi, einhver, sem kæmi á móti henni núna, eftir dimmum veginum og kall- aði til hennar um leið og hann færi fram hjá: „Gott kvöld, frú Ansell'*. Þessi fáu, stuttu orð myndu nægja til þess að gera lengri samveru þeirra Jims mögulega. En vegurinn var mannlaus, og um leið og hún sneri inn í þorpið, byrj- uðu fyrstu stóru regndroparnir að falla. Þegar hún kom inn í veitingahúsið, heilsaði rödd eiginmannsins henni: „Tveir herrar biða eftir tei, Mary. Ég hefi sett ketilinn yfir eldinn og boðið þeim sæti við arininn í setustofunni". Ungu mennirnir tveir höfðu gengið allan daginn. Þeir höfðu fengið sér öl, brauð og ost til hádegisverðar í veitingahúsi í tólf mílna fjarlægð og vonazt eftir að finna annað veitinga. hús i dalverpi, sem þeir höfðu komið í síðla dags. En þar var ekkert veit- ingahús, og þegar þeir höfðu spurt, hvar næsta veitingahús væri, hafði þeim verið visað til Netherhinton, sem var í fjögurra mílna fjarlægð. Nú sátu þeir þreyttir en ánægðir í litlu setustofunni í Gullna Ljóninu, sinn hvoru megin við arininn, teygðu fæturna í áttina að ylnum og biðu eftir teinu, sem þeir höfðu beðið um. Þegar sá, sem var rösklegri þeirra tveggja, hafði lokið við sígarettu, stóð hann upp af stólnum og fór að spígspora um herbergið með hend- urnar í vösunum á stuttbuxunum sínum, og athugaði myndirnar á veggj unum. Er hann kom að bókahillunni, kallaði hann til félaga síns: „Veiztu hvað, Guy, hér eru „The Return of the Native“, og „Jude“, og „Lorna Doone“, og Biblían og „Pickwick“ Ekki svo afleitt safn fyrir veitinga- hús í smáþorpi". Hann tók niður „Jude the Obs- cure“, opnaði bókina og las: „Mary Ansell, 1919“. „Pickwick“ bar sama nafn, en þá var hann ónáðaður, því að dyrnar voru opnaðar. Horuð kona færi þeim teið á bakka. Ungi maður- inn, sem gripinn var með „Pickwick" í höndunum, ávarpaði hana: „Ég hefi fundið hér ágætis safn af bókum“, sagði hann. „Eigið þér þær?“ Fölu, rauðbryddu augun litu í augu hans. „Já, herra“, sagði hún, með sinni þreytulegu, hljómlausu rödd, ,ég á þær allar“ Hún setti teið á borðið. „Hringið bara bjöllunni, ef ykkur vantar eitt- hvað herrar mínir“, sagði hún og hvarf hl'jóðlega á brott. Þeir þökkuðu henni fyrir, og hinn ungi maðurinn stóð nú upp úr sæti sínu og gekk þangað, sem vinur hans stóð. „Hvað er þetta?“, sagði hann og laut áfram til þess að skoða heiðurs- skjal Jims. „Einhver veslings maður, scm hefir fallið í stríðinu“, sagði sá, er fyrr stóð upp ,og hann las: „Lance- corporal James Ansell“. „Sonur hennar, býst ég við“, sagði hinn um leið og þeir settust niður til að drekka teið. Þegar þeir höfðu lokið því, hringdu þeir og báðu um reikninginn, og þunn leita konan kom aftur. Þeir spurðu, hversu langt væri til Wareham. Sex milur, sagði hún þeim, og bætti við, að eftir 20 mínútur færi þangað strætisvagn ,ef þeir væru þreyttir af göngunni. BoSorSiS hljóSar ekki Einu sin.’ii, þegar prestur var að spyrja börn, var meðal þeirra dreng- ur, sem þóttl fremur fákænn. Spurði prestur hann ba svohljóðandi: „Hvern ig hljóðar nú þriðja boðorðið, Guð- mundur m>nn?“ „Ha — hljéðar það? Ég hef aldrei heyrt það hljóða“, svaraði strákur. Betra aS hafa mjólk meS Prestur var að spyrja dreng út úr og rak drengmri í vörðurnar, en prest- ur, sem var hið mesta góðmenni, byrj- aði þá fyrir hann á ritningargreininni, sem um var að ræða: „Ekki lifir mað- urinn á einu saman brauði" — „Nei — það er betra að hafa mjólk- ina með“. gall drengur við. Hve margar tennur Prestur nokkur var að spyrja dreng, sem ekki, gat svarað, og þótti presti hann þunnur að vita ekki þetta. Þá sagði drengur: „Það er nú líklega lít- ill vandi að spyrja mann í þaula“! „Heldurðu, að þú spyrjir mig í þaula“ sagði prestur stutt. „Má ég reyna?“ sagði strákur. Prestur leyfði það. — „Hvernig er það, prestur góður, vitið þér hvað margar tennur eru í stein- bítshausnum?" spurði' strákur. „Gott. Þá vildum við helzt mega sitja hér þangað til hann kemur, ef þér hafði ekki á móti því“. „Gjörið svo vel, herra“, sagði hún, án þess að líta upp frá bakkanum, sem hún var að raða tebollunum á. „Hún springur ekki úr fjöri þessi“, sagði annar þeirra, um leið og þeir settust aftur á stólana við arininn. Fimm mínútum áður en vagninn átti að fara, slengdu þeir bakpokun- um á bak sér og fóru út úr herberg- inu. Þegar þeir fóru fram hjá el'dhús- dyrunum, sem stóðu í hálfa gátt, kallaði annar ungi maðurinn í kveðju skyni, um leið og hann gekk hjá: „Góða nótt, frú Ansell". Hún stóð við eldhúsbekkinn, niður- lút, dapureyg, djúpir beiskjudrættir við munnvikin. Hún var að matreiða kvöldverð handa sér og manni sín- um. En þegar henni barst til eyrna ömurinn af rödd unga mannsins, varð andlit hennar skyndilega geislandi bjart, eins og það væri upplýst af einhverri andlegri innri glóð. Beiskjudrættirnir við munninn huríu, en í stað þeirra lék nú um varir henn ar töfrandi, draumblítt bros kornungr ar stúlku. R.J. þýddl. Því gat prestur ekki svarað — þótt lærður væri. Var prestur Sögð er þessi saga af Suðurnesj- um: Roskin kona, nokkuð fljótfær, var á ferg á förnum vegi á þeim tíma, sem menn enn notuðu fæturna til ferðalaga, mætti ókunnum manni og spurði hann að heiti. „Ég heiti Eirík- ur“, svaraði maðurinn. „Nú“, spurði sú aldraða, „er það þessi andskotans Eiríkur, sem bakai hráu brauðin í Keflavík?“ „Nei“, svaraði maðurinn góðlátlega, „ég er prestur kallaður á Útskálum“. Kaffí'ð og grauturinn Karl einn var að drekka kaffi, sem honum hafði verig boðið í fínu húsi — en þótti dauft. Ekki kunni hann við að finna að því með stórum orð- um, en starði áfram í bollann sinn, unz hann mælti: „Jæja — ég er þá eins og sú’an, sé í botn á sextugu!“ Sami karl var annað sinn að drekka kaffi vig líkar ástæð'ur; frúnni þar fannst hann ekkert ánægjulegur yfir bollanum, og mælti í mesta granda- leysi: „Er eitthvað að kaffinu, Ólafur minn?“ „Nei — ónei“, svaraði karl, „kaffið er alltaf gott í sjálfu sér — GLETTUR 692 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAS

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.