Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 15
Og enn kvað hann: „Svinavatns-Jói svörtum kjóa líkur Kátur og frískur karl er enn, kvenfólk pískrar við — og menn.' ÓLafur orti allar sínar vísur í gamni og meinti ekkert ljótt með þeim, þó oft kæmist hann harla neyðarlega að orði. Eg held, að hann hafi alltaf gert sínar vísur á stundinni og látið þær flakka, án þess að hefla þær eða gjör- hugsa. Þetta var leikur hans til að láta aðra hlæja og stytta bæði honum og nærstöddum stundirnar. Hann tók sig ekki alvarlega sem skáld, a. m. k. ekki á seinni árum, en rímið lék hon- um laust á tungu. Eg hef heyrt sagt, að hann hafi ort alvarleg kvæði og stökur meðan hann var yngri. Því til sönnunar mætti tilfæra þessa vísu hans: „Mittisnett og meðalhá, megnar glettur eykur. Hennar sléttu herðum á hár í fléttum leikur.“ Víst hafði ólafur næga greind og rímleikni til að yrkja vel. Hann kunni öll ósköp af gömlum kvæðum, þulum og vísum, en hafði gaman af að „kríti- sera“ verk annarra. í þeim sökum fór hann ekki eftir áliti fjöldans og réðst ógjarnan á garðinn, þar sem hann var lægstur. Þótt Ólafur talaði manna mest og verst um heimsku eða vitleysu ann- arra, eins og hér hefur verið drepið á, hafði hann alla tíð sérstaka ánægju af vitleysunni, og gerði sér far um að flíka henni í tíma og ótíma, bundnu máli og óbundnu. Það gat verið næsta ótrúlegt, sem honum flaug í hug, þeg- ar hann vildi lýsa mönnum. Einu sinni sagði hann við mig í ó- spurðum fréttum: „Andskoti er að sjá hann G......., hann er eins og nýrakaður tófuyrðl- ingur. Sá er nú dálítið ljótur, — eða finnst þér það ekki. Jú, hann er ljót- ur, — segðu að hann sé ljótur." Eins og sýnt hefur verið með dæm- um hér að framan, voru vísur Ólafs þannig, að fyrsta hendingin var ekki bundin hinum tveimur síðari með rími, og gat því hvaða seinnipartur, sem var, fallið við byrjunar vísuorðið. Flestar vísur sínar hóf hann þannig, að hann rímaði nafn þess, er kveðið var um, á móti einhverju sterku lýs- ingarorði. Síðan kom seinni hlutinn, sem höfðaði gjarnan til einkenna mannsins, eins og Ólafi komu þau fyrir sjónir í svip. Oft hitti hann á skringilegar líkingar, og þess vegna urðu vísur hans lífseigari en ætlazt var til — og efni stóðu til í upphafi. Eg tek sem dæmi seinni part þessarar vísu um ákveðna stúlku, sem þá var ebki „gengin út“, sem kallað er: Fóhornsnefjan furðu slyng fær að tefja í úrtíning. — Og: Áfram svamlar ýsubein eltir þann ganila um þennan heim. En það er furðu sterk lýsing, að segja manninn hafa elt andskotann á röndum alla tíð. Þannig voru hug- dettur Ólafs seiga Bjarnasonar. Hann kafnaði ekki undir kenning- arnafninu. Hann seiglaðist langa ævi og misjafna, — og gafst ekki upp á rólunum fyrr en í fulla hnefana. Síð- ustu æviárin taldi hann sér lengst af heimili hjá sr. Gunnari Árnasyni á Æsustöðum oa átti góðu að mæta hjá þeim hjónum. Þegar þau fluttu suður í Kópavog, fór Ólafur að Sikeggsstöð- um í Svartárdal, til frændfólks síns. Þar dó hann hinn 6. okt. 1953, rúm- lega áttræður að aldri. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 687

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.