Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 17
Mary Brakefield, kona Samuels Brake field, gestgjafans í Gullna Ljóninu í Netlierhinton, lagði. leið sína eftir gamalkunnu limbryddu götunni, sem lá upp að rótum sandhólanna. Þegar götunni sleppti tók við snarbrött brekka, vaxin grófgerðu sandgresi, alla leið upp á hæðarbrúnina. Þar uppi var flatneskja, umkringd vold- ugum virkisvegg, sem gnæfði tignar. lega yfir breiðan virkisskurðinn um- hverfis hann. Framhlið þessa forna torfveggjar, var svo brött, að sá, sem klifrað'i þar upp, varð að skríða á hnjánum og vega sig upp á höndunum, með því að halda í sterka grastoppana, sem þöktu vegginn likt og stríðhærður loðfeldur. Á hverjum þriðjudegi fór Mary Brakefield þessa sömu göngu- ferð og alltaf ein. Hún var hæglát, vingjarnleg og heiðvirð kona, ekkert sérvitur að öðru leyti en þessu, og þó að maður liennar og nágrannar færu aldrei í gönguferðir nema nauð- syn krefði, höfðu þeir fyrir löngu vanizt þessum gönguferðum hennar, svo að þeir voru hættir að líta þær undrunaraugum, jafnvel þótt veður væri svo hvasst, að ótrúlegt virtist, að nokkur færi út. að nauðsynjalausu, hvað þá færi að klifra upp á sandhól- ana sér til skemmtunar. Á vetrarkvöldum, þegar þorpsbúar litu út um gluggana á smáhýsum sín- um, út í rokhvasst kvöldhúmið og sáu einmana manneskju berjast á móti stormi og regnj, niður löngu þorps- götuna, voru þeir vanir að segja undrunarlaust: „Það er víst bara frú Brakefield að koma heim af göngu sinni“. Hún var grannvaxin, snotur kona um fertugt, þótt ókunnugir gizkuðu á, að hún væri yfir fimmtugt. Andlit hennar var fölt og beinabert, augun voru einnig fölleit og þreytuleg og hvarmarnir rauðir. Við niðurbeygð munnvikin voru djúpir beiskjudrætt- ir, sem stöku sinnum viku, allt í einu SAGA EFTIR MARTIN ARMSTRONG T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 689

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.