Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 12
ólafur Bjarnason sá, er hér verður
lítillega sagt frá, var fæddur 21. júní
1867, eða eins og hann sagði sjálfur:
„föstudaginn í 9. vikunni, vonda sum
arið fyrra“.
Og það var orð að sönnu. Þetta
ár varð Húnvetningum, og raunar
öllum Norðlendingum, þungt í skauti.
Veturinn 1866—1867 var mjög harð-
ur, og um vorið kom hafísinn, fyllti
alla flóa — og fór ekki frá land-
steinum fyrr en á miðju sumri. Hey-
skapartíð var þá slík, að margir náðu
engu af heyjum sinum inn, fyrr en
um eða eftir veturnætur, vegna sí-
felldra kulda, rigninga og hríða.
Spretta var einnig mjög léleg. Eftir
veturnætur gerði hins vegar einmuna
blíðutíð. Þá náðu margir bændur inn
þeim heyjum, sem hrakizt höfðu frá
urðu lífseigar og langffeygar, heldur
miklu fremur hið gagnstæða. En þær
voru hafðar í flimtingum, og það
var hægt að hlæja að þeim. Höfund-
urinn þótti sérlegur á ýmsan máta og
varð því oft umræðuefni fólki í fá-
sinni og athlægi gárunga í fjölmenni.
Allt var það þó græskulaust, enda
maðurinn meinhægur og hvergi illa
séður.
Persónulega kynntist ég Ólafi ekki
fyrr en eftir 1930. Hann var þá orð-
inn aldinn að árum og laus í vist-
um. Var mikið á faraldsfæti og ferða-
lögum. Hann var hjarðmaður og átti
hjörð sína einn. Það voru 10—15
stóðhross.
Hann var á hrakhólum með þennan
pening sinn og raunar enginn maður
til að sjá honum farborða, hvorki
varð því alltaf að notast við eigin
fætur, þegar hann þurfti að bera sig
yfir. Hann var orðinn stirður til
gangs og að sama skapi lélegur hey-
skaparmaður. Það sýndist mér þó, að
hann mundi ekki hafa verið óliðlegur
sláttumaður, meðan hann var og hét.
Einhverjir urðu oftast til að hjálpa
honum að hirða það litla, sem hann
reytti af heyi. Var það sett saman á
ýmsum stöðum, ýmist í tóttarbrotum
eyðijarðanna, eða úti á víðavangi.
Aldrei urðu þau heyin há í lofti, voru
illa upp borin og gegndrap því oftast.
Oft kom það líka fyrir, að hrossin
hans skömmtuðu sér sjálf það af
þeim, sem ætilegt var, þegar harðna
tók á dalnum. Brutu upp kleggjana.
Ólafur leit oft til þeirra á vetrum og
KALKVISTUR FRA
VONDA SUMRINU FYRRA
því um sumarið, þótt auðvitað væri
það ekkert fóður, —- og nokkrir hófu
þá slátt að nýju, rótuðu upp sinu-
rudda á jólaíöstunni, til þess að hafa
eitthvert hár handa skepnunum,
þegar harðnaði aftur. Þetta dugði þó
skammt, því seinni hluti vetrarins
var harður og áfreðasamur og hor-
fellir hjá flestum bændum um vorið.
Vonda sumarið síðara mun hafa
verið 1881.
Ólafur var næstyngstur 5 barna
hjónanna í Stafni í Svartárdal, þeirra
Margrétar Jónsdóttur, „Margrétar í
Stafni“, eins og hún var oftast nefnd
og ýmsir hafa ritað um (Sjá m.a.
grein um hana- í bókinni Hlynir og
hreggviðir, e. frú Kristínu Sigvalda-
dóttur á Skeggstöðum, dótturdóttur
þeirra hjóna) og Bjarna Ólafssonar.
Ólafur ólst upp í Stafni með for-
eldrum sínum. Hann var efnilegur,
skýr og skik-kanlegur, eftir vitnis-
burði sóknarpréstsins að dæma, og
fékk ágætt í flestum skyldufögum við
fermingu.
Eftir að foreldrar hans brugðu búi,
gekk hann í vistir og var víða, en
lengst af í Svartárdalnum og nær-
sveitum.
Strax og ég óx úr grasi heyrði ég
talað um Ólaf Bjarnason og lærði
ýmsar vísur eftir hann, sem þá voru á
hvers manns vörum, a.m.k. í A.-Húna-
vatnssýslu. Ekki var það þó beint
vegna skáldskapargildis, sem þær
vetur né sumar. Þrautalending hans
varð því Laxárdalur, heimasveit mín.
Þar voru þá ýmsar jarðir komnar í
eyði og því hægt að íá þar bæði haga
og heyskap fyrir lítið. Þarna hafði
svo Ólafur hrossin sín í nokkur ár,
og gengu þau að mestu sjálfala, því
árferði var þá gott. Sjálfur var hann
að baksa við heyskap á sumrum og
fókk slægjur bæði í Mjóadal og
Skyttudal, en þær jarðir voru þá í
auðn.
Þóít Ólafur væri svona hrossamarg-
ur, átti hann enga drógina tamda, og
var -hrein furða, hvað hann entist td
að pjakka í frosti og fönnum.
Ekki átti Ólafur neinn veraldlegan
auð nema hrossin og fötin, sem hann
gekk í. Hann seidi eitt og eitt hross
fyrir nauðþurf.um sínum, en var sárt
um að ganga á stofninn, og sparaði
við sig flestar lífsnautnir, nema nef-
tóbak. Einhvern veginn varð honum
aldrei mikið við hendur fast, þótt ein-
hleypur væri.
Ólafur var heldur lágur maður
vexti og grannur, bolur flatvaxinn,
bakið beint og herðar breiðar. Hnén
,vy-v'-;i V.V - -»»VJ•* >'V'■ • 'v -\f>' 'r'l-'
r -‘ V . £ ••■•.-
A ö(lum tímum hafa veiið til hér á landi
kynlegir kvistir, menn, sem á=einlfvern hátt
hafa farið aðrar götur’ en flestir samferða-
menn þeirra. Hér segir Rósbero G. Snædal,
rithöfundur frá einum þcssará mahna, Hún-
vetnihgnum Olafi Bjarnasyni frá Stafni,—
r . . • . :
Olafi seiga sem kallaður var.
684
TtHINN — SUNNUDAGSBLAÐ