Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 3
til kvöldsins með óhögguðum um- merkjum frá því ag' slysið varð. Að gerðri likskoðun var álit lækn- isins 1 Norðfjarðarlæknishéraði, að dauðaorsök Frímanns hefði verið hjartabilun en ekki dnikknun. III. DUL OG DRAUMAR. Þessi hörmulegi atburður vakti mik ig umtal og ugg. Hann þótti hafa orð- ið með svo miklum ólíkindum. Veðri eða sjólagi var ekki um kennt né öðrum kuniium orsökum. Leiddi þetta hugi ag reimleika orðrómi, sem um langan aldur hafði fylgt bænum í Viðfirði og ágerzt eða magnazt fyrir nokkrum imm. Upphaf reimleikanna í Viðfirði hef- ur í sögnum verig rakið til öndverðr ar 18. aldar á þessa leið: Eitt sinn — sem oftar — var hald- inn dansleikur í Viðfirði, eða önnur almenn skemmtisamkoma. Meðal samkomugesta voru skipsmenn af franskri fiskirkútu, sem lá þar á firð- inum. Skipverjar höfðu meg sér áfengi, druklnj fast og urðu ölóðir. Missætti kom upp milli tveggja há- setanna og hörð átök. Var annar þeirra unglingsmaður en hinn full- tíða eða roskinn og taldi sig vera um- sjónarmann. hans og siðameistara. Lauk svo, ag ungi maðurinn dauðrot- aðist í viðuieigninni. Þegar sá roskni sá, hvílíkt óhapp hann hafði hent, lagði hann sig í gegn með rýtingi sínum. Skipstjórinn fékk leyfi til að grafa líkin spölkorn frá bæjarhúsum. Upp frá þessu tók að bera á reim- leikum ýmiss konar í Viðfirði. Skyggnir rnenr. þóttust sjá roskinn mann svipþungan á gangi í bænum og í nánd við hann. Miklar sögur fóru ekki af reimleikum þessum en orðrómurinn hélzt þó við. Vorið ?ftir andlát Sveins bónda var grafið fyrir stóru steinhúsi í Við- firði til hliðar vig bæinn. í húsgrunn- inum fjærst bænum var lítil hæðar- þúst, sem haldin var dys hásetanna frönsku. Þegar grafið var í þúst þessa, varð þar fyrir beinasafn. Þetta var að kvöldi dags, þegar vinnunni var hætt. Nóttina eftir dreymir Frímann ókenndan mann þungbúinn á svip. Ávarpar hann Frímann og segir, að það séu bem sín og félaga síns, sem rótag hafi verið við í gærkveldi. Bið- ur hann, ag ekki verði raskað ró þeirra félaga, heldur breytt hús- grunninum eða hann færður, ella muni hann búa með þeim í húsinu og kunni þá iila ag fara. Ekki var tekið mark á draumi þess- um og húsgrunnurinn grafinn sem ætlag hafði verið, en beinin grafin niður á öðrum stað. Eftir að husi var komið upp og farið var að búa í því ágerðust liinir fyrri reimleikar: Heyranlegur um- gangur um húsið, högg á hurðir og glugga, aðsólcn og mártröð í svefni. Ófreskir menn, þar á meðal systkinin tvö, urðu sýnilega varir svipveru þeirrar eða draugs, sem frá öndverðu var talig að hefði hafzt við í bænum; einkum var sótt ag Frímanni. Al- mælt var, að reimleikavaldurinn væri sjómaðurinn franski, sem fyrir um það bil tveimur öldum hafði banað sér í örvita æði. Stuttu íyrir drukknun þeirra bræð’ra sagði Frímann draum sinn, sem hann taldi að vera myndi fyrir skammlífi sinu, jafnvel allra þeirra bræðra. Brátt eftir slysið kom fram í draumi skýring á því með hvaða hætti það hafði orðið. Þann draum dreymdi Sigríði, eizíu systurina. Draumurinn var á þessa leið: Henni þótti Frímann vitrast sér og mæla svo: Svona fór það. Við vorum komnir út og suður fyrir Horn (Barðs neshorn) og búnir að renna færum, báturinn lá flatur fyrir bárunni. Ég sat við mastrið. Sá ég þá hvar stór straumhnútur reis upp við borðstokk- inn og féll yfir bátinn. Ég greip um mastrig og hélt mér meðan sjórinn féll yfir. Þegar af létti sjávarflóðinu, var báturinn fullur af sjó og hina alla hafði flóðið tekið útbyrðis. Þórarni skaut í þessu bili upp vig borðstokk- inn. Ég greip í hann þar sem ég náði til og fékk hald á úrinu í vestisvasa hans. í sama bili reið annar brotsjór yfir bátinn. Ég náði Þórarni því ekki inn, en sleppti þó ekki takinu og hélt mér sem áður með annarri hendinni. Þegar ólagig var gengið hjá, sá ég ekkert til Þórarins, en hélt á úri hans í hendinni. Ællaði ég þá að hreyfa mig, en í sama bili hvarf mér vitund. Báturina sjófullur á réttum kUi, lík Frímanns fram yfir þóftuna og úrið í kjöisogi bátsins staðfesta — það sem það r.ær — frásögn draums- ins. Straumhnútar á sjó eru kunn fyrinbæri, en veður og sjólag daginn, sem slysið varð, var ekki þannig, að mönnum kærni sjóhnútur í hug. En margt getur skeð á sæ. Annan draum dreymdi Ólöfu móð- ur bræðnniia eftir slysið. Henni þótti Sófus koma að rúmi sínu og segja: Ekki kom mér í hug, ag sá franskl myndi hefaa sín svo grimmilega, að taka okkur alla bræður. Ilaustið sama sem slysið varð komu bræðurnir f-.*am á tilraunafundi I Reykjavík hjá Einari Kvaran og sögðu fyrir munn miðilsins frá slysinu á sama veg sem í draumi Sigríðar. Á miðiLfundi hjá Hafsteini nokkru síðar var spurt í áheym minni, sem þessa frásögn ritar, hvort fleiri en fjórir menn hefðu verið í bátnum. Svarið var: Já þeir voru fimm, en einn var ekki af þessum heimi. Ekki vildu allir taka gildan — nema að nokkru leyti — draum Sig- ríðar, systur bræðranna, um orsök slyssins. — Hvað olli sjóhnútum, eln- um af öðrum í kyrru veðri og sjó- lagi? — Var ekki draumur Ólafar hús- freyju um slysvaldinn jafngildur draumi Sigriðar? — Hvert gildi hafði umsögn sláttumannsins á Stuðlum, ag fimm hafi hanr. talig mennina í bátn- um og í framhaldi af því staðfesting þess á miðilsíundi hjá Hafsteini? — Þessar spurningar sóttu á hugi ýmissa en við þeim var engin svör að fá. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 675

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.