Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 16
: GOMUL SVIPM YND FRÁ STOKKHÓLMI Það gerðist í Stokkhólmi um jól'aleytið 1754. Kaupmaðurinn var ekki í sem beztu skapi, og þeim hjónunum varð sundurorða. Minnugur þess, að maðurinn var höfuð konunnar og herra, afréð hann að binda endi á þófið og kenna kvinnu sinni verðuga auð- mýkt og undirgefni. Hann gaf henni vel útilátinn kinnhest eins og Gunnar á Hlíðarenda Hallgerði forðum. En það hefði hann átt að láta ógert. Kaupmannskonan sænska var hefnigjörn, ekki síður en Hall- gerður, og ekki þagði hún í sam- kundunum eins og Páll postuli hafði þó brýnt fyrir konum. Hún lét það ekki liggja í láginni, hvern ig maður hennar hafði leikið hana, og henni tókst að haga frásögnum sínum á þann hátt, að kunningja- konur hennar urðu æfar. Kinn- hestsims varð að hefna á eftir- minnilegan hátt. Og svo lögðu konurnar á ráffin. Kvöld eitt gekk kaupmaður til náða og vissi sér einskis ills von. Ef til vill hefur hann dálítið slompaður — brennivín var á þeirri tíð talinn mikill heilsudrykk ur og auk þess merki um þrek og manndóm að drekka sig blindfull- an. En hvað sem um það er, þá gerðist það þetta kvöld, að kvens- urnar ruddust margar saman inn í svefnstofu hans, þar sem hann var að tína af sér spjarirnar. Þær höfðu hrísvendi að vopni, byltu honum upp í rekkjuna og hýddu hann svo rækilega, að hann lá næstu daga í sárum og mátti sig ekki hræra. Þetta kom§t í hámæli í borg- inni, er kaupmaður skreiddist á fætur og krafðist þess af dómur- unum að þeir réttu hlut sinn, því að einn og óstuddur treysti hann sér ekki td þess að jafna reikn- ingana við maddömurnar. En þetta hefði hann átt að láta ógert. Kon- urnar voru að sönnu dæmdar til þess að greiða sjötíu dali í sekt fyrir brot á heimilisfriffi. En al- mannarómurinn sá urn það, að hlutur kaupmannsins varð stórum verri. Hann varð sem sé að spotti og spéi fyrir það að hafa látið kerlingar fletta sig klæðum og hýða sig. Sagan um smán hans flaug um alla borgina, hagyrðing- ar ortu söngvísur um atburðinn og teiknarar gerffu af honum myndir. Það eitt vann vesalings kaup- maðurinn, að hans hefur verið minnzt fram á þennan dag, þótt hvorki sé með sérstakri vinsemd né virðingu. ☆ S88 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.