Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 10
íyrst verið tamin á þessum slóðum, Cg hún Ihefur ekki aðeins mikla þýð'- íngu fyrir atvinnulíf manna, heldur nýtur um leig trúarlegrar yirðingar, svo að auðvelt er að skilja, að mikið iberi á haframyndum. En með' hest- inn gegnir öðru máli. Kalashmenn eiga ekki hesta og sjá þá sjaldan, enda væri ekki hægt að koma hest- um vig í því fjalllendi, sem þarna er. En í augum þeirra virðist hesturinn vera höfðingjagripur, og sómi hverj- um manni að mvnda hann á hest- baki. Robertsson lýsir meðal annars hofi, sem Presun-Kafírar í Nuristan höfðu reist. Það var hof, helgað' Imra, skap- aanum, sextíu fet í grunnþvermál og tuttugu feta hátt. Aðaldyrnar voru nær því jafnháar húsinu. Alls voru dyrnar sjö, og kringum þær voru átta risastórar myndir af goðinu, og er ljóst af lýsingum Robertssons, að þær hafa verið í sama stíl og myndin, sem birtist með þessari grein. Auk þessara átta mynda voru inni í hofinu fimm stór líkneski af Imra, og þar að auki fjöldinn allur af útskornum súlum og þiljum og önnur skreyting. Tréskurðurinn var ekki hinn sami hjá öllum ættbálkunum. Presun-Kaf- írar virðast hafa lagt mest upp úr goð'amyndum, en þeir virðast ekki hafa smíðað grafmyndir. Kalash- menn leggja hins vegar megináherzlu á grafmyndir, en gera sér ekki goð'a- líkneski. Undantekning frá því er að- eins ein, lítU stílfærð mynd af gyðj- unni Dezalik, sem geymd er í bams- fæðinga'húsi ættbálksins. iHof Presun-manna var jafnað við jörðu, meðan verið var að snúa þeim til K "’meðstrúar. Þau kafírsku hof, sem iU standa, hafa litlu hlutverki að gegna, og löngu er hætt að byggja .ý hof. En minningar- og grafmynd- ir eru enn gerð'ar, og virðast aðal- lega vera tvenns konar. Sumar eru reistar við hlig þorpanna og eru um átján þumlunga háar og standa á sjö eð'a átta feta hárri steinundirstöðu. í hinum flokknum eru stórar myndir, oft í fullri líkamsstærð. Kalash-menn jarða ekki lík sín, heldur le^gja þau í grafhýsi, sem reist eru otanjarðar úr viðardrumbum og bjálkum og graf myndirnar eru reistar upp við veggi þessara grafhýsa. Myndir eru látnar. við grafhýsi bæði karla og kvenna. Gerg myndar- innar segir til um, hve umfangsmikil hátíðahöld skuli fara fram á þeim degi, er ár er liðið frá greftrunar- deginum, þegar styttan var reist. Venjulegar styttur fá eins dags há- tíð, en sé meira í þær borið geta hátíðahöldin staðig í allt ag þremur dögum. Þessar styttuhátíðir eru ein- att miklar veizlur og góður gleðskap- ur. Kafírar taka dauðanum jafnan með stillingu. Algeng andlátsorð þeirra eru: „Þú getur refsag mér, Hestur er virðingarmerkí i grafmyndalist Kalash-manna, og fyrir kemur meira að segja, að sami ríddarinn sé látinn sitja tvo reiðskjóta í senn. 662 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.