Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 13
Ólafur seigi amaSist viS Bóiu-Hjálmari, kaupfélögunum og veSurfregnunum. vísuðu mikið út, en fótleggir voru bognir inn og virtist hann ganga á jörkunum. Vel var hann farinn í and- liti, og hefði vel mátt teljast fríður á yngri árum. Bjartur yfirlitum og fráneygur, enni hátt og bratt og mikil hofmannavik til hársvarðar. Hamn bar yfirvararskegg, Ijósjarpt á lit. Skalla varðist hann alla tíð, en koll- urinn hvítnaði með árum. Hvort Ólafur hefur frá fyrstu tið verið öðruvísi en annað f’ólk, eða orðið það fyrir utanaðkomandi atvik, veit eg ekki. Eg hef að sönnu heyrt, að hann hafi snemma á ævinni gerzt vonbiðill vissrar heimasætu þarna í dölunum, en ekki hreppt hnossið, — og aldrei borið sitt barr fullkomlega eftir þau úrslit. Víst má þetta vera satt, því mörg eru manna dæmin. — Öðru sinni mun hann einnig hafa ratað í ástarævintýri og jafnvel verið kenndur krógi, sem hann gekkst þó heldur seinlega við — og barnið mun hafa dáið fljótlega. Mér er ekki kunnugt um, að Ólafur væri orðaður af kvenfólki í önnur skipti. En hvernig vai' Ólafur þá öðruvísi en annað fólk? Því er ekki fljótsvar- að. Oft lýsti hann öðrum monnum á þá leið, að þeir væru „fálkalegir“. Sjál.fum verður honum naumast bet- ur lýst með öðru orði.. Hann var fálkalegur, ör í öllum hreyfingum, augun síflöktandi og höfuðið á sífelld- um erli. Málandi hans var hraður og rómurinn nokkuð hávær, — og allir voru taktar hans sérkennilegir og málflutningur hans öfgakenndur, þeg- ar hann skeggræddi eða rökræddi um menn og málefni. Hann var kátlegur í háttum og tali, og ólíikur öllum öðr- um, án þess þó að vera fíflalegur, — því fífl var Ólafur Bjarnason ekki — langt í frá. Þægilegur var hann jafn- an í umgengni ,og reiddist ekki, þótt stæl't væri vi'ð hann um eitthvað, sem honum virtist vera hita og hjartans mál. Ólafur hlaut kenningarnafn, og var kallaður Ólafur seigi. Það var dregið af því orðatiltækí hans að segja, að þessi eða hinn, sem hann talaði um, væri seigur. „Hann er seigur sá“, sagði hann oft. í heimasveitinni og næsta nágrenni festist þó þetta auk- nefni aldrei við hann, en ég heyri, að það hefur fengið hefð í sveitum vestan Blöndu, þar sem Ólafur dvald- ist nokkuð. Ólafur hafði sérstaklega gott minni fram á efstu ár. Hann las alltaf mikið og var fljótur með hverja bók, sem hann komst yfir. Þó átti hann létt með að segja kjarna sögunnar, eftir á. Það var eins og hann myndi allar bælkur, sem hann hafði lesið frá blautu barnsbeini. Þegar hann las að- efins fyrir sjálfan sig, vildi hann helzt lesa hálf-upphótt og þannig las hann heilu tímana. Annað veifið gat hann ekki stillt sig um að skjóta inn at'hugasemdum viðvíkjandi efn- inu, og oft bar við, að fólk, sem í námunda var, hrökk hastarlega við, þegar Ólafur kvað upp úr eitthvað á þessa leið: „Helvízkur þrællinn, sá er ögn vitlaus núna, — eða finnst þér það ekki? Jú, jú, alveg kolvitlaus, bölvaður kjóanefurinn. Það er ekki gaman að vitleysunni, nei, nei, — eða finnst þér það?“ Hann var góður lesari og mun oft hafa lesið upphátt fyrir heimilisfólk á vökunni, en ekki sleppti hann inn- skotum sínum að heldur. Eg þykist vita, að hann hafi gert þetta til gam- ans, því margir gátu ekki á sér setið og skelltu upp úr, þegar karlinn gerði sínar sérstæð'u og meinlegu athuga- semdir. A. m. k. hafði eg gaman af að ýta undir, hvag þetta snerti — og oft bar það góðan árangur. Ólafur kunni ógrynnin öll af sög- um og ævintýrum, og stundum var hann fenginn til að segja sögur á skemmtunum. Hann sagði skýrt og ski'lmerkilega frá og réð yfir þrótt- miklu málfari, sem féll vel að efninu, en gaman hafði hann af að lauma inn í frásögn sína skringilegum upp- hrópunum. Hann réð yfir liðugum talanda og1’ gat orðið mjög mælskur ef hann varði mál sitt í kappræðum, sem oft kom fyrir. Skoðanir hans á hlutunum fóru ekki allténd í gamla farvegi eða að óskum og hyggju viðmælanda. Nei, ónei. Ólafur hafði jafnan nokkra- sérstöðu, og beygði ógjarnan af þótt við ofurefli sýndist að etja og mál- staðurinn hæpinn frá hans hendi. Var orð- og rökfimi hans næsta undra- verð, þegar sá gállinn var á honum, og þýddi lítt að malda í móinn. Nokk- uð var þó málflutningur hans öfga- kenndur með sprettum. Eg man sérstaklega eftir þremur málefnum, sem hann lagði sérstakt kapp á að andmæla og niðra, en þau voru: Bólu-Hjálmar, kaupfélög og veð urfregnir útvarpsins. Hann var mjög ákveðinn andmæl- andi og andstæðingur Bólu-Hjálmars. Sagði hann hið versta leirskáld og bögubósa, sem aldrei hefði gert ær- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 685

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.