Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1963, Blaðsíða 19
herbergi. Stundum á sumrin, þegar svo margir gestir komu, að veitinga- stofan var orSin troðfull, var sumum þeirra vísað inn í litlu setustofuna og þeir afgreiddir þar, en níu mánuði ársins hafði Mary þessa stofu fyrir sig eina, og þar sat hún oft og saum- aði og stoppaði. Og þegar hún sat þar hjá bókun- um, serfí hann hlaut að hafa lesið oft, og hjá heiðuirsskjalinu hans, fannst henni hún vera honum nær en á nokkrum öðrum stað, nema hjá virkisveggnum. Hún leit oft á nafnið neðst á skjalinu — Lance-eorporal James Ansell — en hún las sjaldan þar sem var þar fyrir ofan, af því að síðasta setningin: — „Þeir, sem á eftir koma, sjái um, að nafn hans gleymist ekki“ — minnti of átakan- l'ega á fjarveru hans og gerði úr hon- um nafn aðeins, nafn, sem gleymskan bjóst til að gleypa. Það var fyrir átján árum, rúmum átján árum í dag, sem þau hittust í hinzta sinn. Síðasta daginn, sem hann var í leyfi frá herstöðvunum í Frakk- landi, höfðu þau gengið upp á sandhól ana saman, klifrað upp virkisvegg- inn og gengið fram á hamrabrúnina. Hann hafði hlegið, þegar hún greip fast um handlegg hans til að hindra hann í að ganga fram á brún þver- hnípisins. Þetta feiknamikla loftdýpi fyrir fótum þeirra og þar fyrir neð- an glitraði geysileg víðátta hafsins í sólskini. Út við sjóndeildarhringinn sást skip — enskt orrustuskip — sem dró á eftir sér langan, hálfgagnsæjan reykjarslóða. Jim benti út að sjón. deildarhringnum. „Þér dytti víst aldr- ei í hug, er það“, sagði hann, „að þús- undir ungra manna væru í eldinum þarna fyrir handan?“. „Ekki þetta“, sagði hún. „Ekki hugsa um það. Ég vil ekki hugsa um það fyrr en . . . “ „Fyrr en ég er kominn þangað?“. Hún hneigði höfuðið til samþykkis og þau sneru frá brúninni og gengu yfir í hornið við virkisvegginn. Þar lögðust þau niður og hann vafði hana örmum. „Þú ætlar þá að bíða eftir mér“, hvíslaði hann í hálf-gamansöm- um tón. „Aðeins fáeina mánuði, þar til ég fæ leyfi næst. Þá giftum við okkur“. Hún þrýsti vanga sínum þétt að vanga hans. „Ég þarf ekki að bíða“, sagði hún., og það var sem hjarta hennar fylltist allt í einu. „Ég er þín nú þegar“. Hann þagði um stund. Síðan sagði hann: „Já, þú ert mín, Mary, og ég er þinn. Við þurfum aðeins að bíða næsta leyfis til þess að gifta okkur“. Hún hristi höfuðið. „Við erum þegar gift“. Aftur var hann þögull um stund, eins og hugsandi. Svo sagði hann: „En . . . en fari nú svo ,að ég verði fyrir einni?“ „Fyrir einni?“ „Fyrir sprengju eða kúlu. Skyldi falla“. Hún lagði hendina yfir munn hans „Ekki þetta. Ekkí tala svona“. „En það gæti komið fyrir“, sagði hann, þegar hún sleppti hendinni af munni hans. „Það þýðir að við getum ekki beð- ið“. „En hugsaðu um það, Mary, hvað komið gæti/fyrir, fyrir þig á ég við“. „Ég er að hugsa um það“, sagði hún. „Það er þess vegna, sem ég segi að við getum ekki beðið“. Það var orðið aldimmt, þegar þau gengu saman heimleiðis og skildu fyrir utan garðshliðið, þar sem hún átti heima. Viku siðar, áður en hún hafði feng- ið nokkurt bréf frá honum, var hún að ganga fram hjá húsi móður hans, þegar frú Ansell kallaði til hennar úr dyrum sínum. Mary fór til hennar og hún vísaði henni inn í litlu stof- una sína, þagði á meðan hún lokaði dyrunum, sneri sér síðan að ungu stúlkunni með andlit ummyndað af sorg. „Mary“, sagði hún, „Jim er dáinn“. „Dáinn“. Það var eins og elding hefði lostið hana. Hún fann eitthvað, læsast um sig frá hvirfli til ilja. „FalUnn“, sagði frú Ansell. Þegar Mary vissi að hún myndi eignast barn, sagði hún móður sinni það — grátandi, ekki af skömm, held- ur af sorg yfir dauða Jims. Móðir hennar lagði handlegginn yfirum herðar henni. Hún sagði ekki eitt einasta ásökunarorð, og þótt hún segði heldur ekkert huggunarorð, vissi Mary, að hún skildi hana og fann til með henni. „Ég verð víst að segja föður þínum frá þessu“, var allt sem hún sagði. „Ætli hann verði reiður?“, spurði Mary. „Já“, sagði gamla konan, „en ég skal sjá um hann. Þú gætir þess að verða ekki á vegi hans, og segir ekk- ert“. Mary vissi aldrei, hvað foreldrum hennar fór á milli, né heldur, að faðir hennar hafði viljað reka hana burt af heimilinu og hætt við það ein- ungis vegna þess, að móðir hennar hafði sagt honum, að ef Mary færi, færi hún með henni. Hún vissi aðeins, að eíftir þetta talaði faðir hennar aldrei við hana og lét aUtaf sem hann sæi hana ekki. Tveim mánuðum seinna sagði móð- ir hennar henni, að hún ætti að fara til frænku sinnar í Devonshire og vera þar, þangað til barn hennar væri fætt. Hvað gerast ætti eftir það, spurði hún ekki um, en hún var á- kveðin í því, að hvað sem getðist, skyldi hún aldrei láta skilja sig frá barninu sínu. En barnið, lítill dier.g- ur, fæddist andvana, og þremur mán- uðum eftir fæðingu hans fór Mary aftur heim til sín. Henni fannst lífi sinu vera lokið. í fjarveru hennar hafði konuð nýr gestgjafi í Gullna Ljónið. Hann var piparsveinn og móð‘r hennar vat’.n nú í veitingahúsmu, þvoði góll og sá um uppþvott á glösum og drvkkjar könnurn. Skömmu eftir heimkomu hennar, kom móðir hennar hebn með þær fréttir, að herra Brakefield vant- aði lipra stúlku til að hjálpa sér í bamum, og að hún hefði minnzt á Mary við hann. Fáum dögum seinna byrjaði Mary að vinna í veitingahús- inu. Sam Brakefield var þeim mæðgun- um góður húsbóndi. Hann var hæg- látur, vingjarnlegur maður, tíu árum eldri en Mary. Að ári liðnu bað hann hennar, henni til mikillar undrunar og skelfingar. Náföl og með titrandl vörum neitaði hún honum, en har.n lét sem hann heyrði það ekki. „Þú hugs- ar þig um, góða mín“, sagði hann. „Eg kæri mig ekkert um að reka á eftir þér. Hugsaðu um það og vittu, hvað móðir þín segir“. Þegar Mary sagði móður sinni frá þessu, lagði hún fast að henr.i að taka hr. Brakefield. „Þú verður að hugsa um framtíðina, vina mín“. sagði hún. „Þegar við, foreldrar þín- ir, erum dáin, átt þú ekkert heimili. Þá munt þú þurfa að þræla og strita, ef til vill fyrir harðan húsbónda eða húsmóður. Hr. Brakefield er heiðar- legur og hann er góður maður. Hann mun verða þér góður eiginmaður, Mary. Taktu honum. Það yrði mér mikil huggun að vita, að vel væri séð fyrir þér“. „En ég get ekki gleymt Jim“, sagði Mary. „Þú þarft ekki að gleyma honum. Geymdu minninguna hans með sjálfri þér, það er allt og sumt, og breyttu vel við eiginmann þinn“. „En þarf ég ekki að segja hon- um . . . ?“ „Frá Jim?“ „Frá barninu?“ „Nei. Það er engin ástæða til að segja honum frá því. Enginn hér veit neitt um það og mun aldrei vita“. Mánuði seinna varð Mary frú Brakefield. Það var farið að skyggja, þegar Mary Brakefield opnaði augun og átt- aði sig á því, að hún var alein undir berum himni í horninu við virkis- vegginn. Utan við sig og skjálfandi stóð hún á fætur. Ef hún flýtti sér ekki, myndi hún ekki finna götú- troðninginn, sem lá niður snarbratta brekkuna. Þegar er hún hafði klifrað niður torfvegginn mikla og kom upp T í M I N N — SUVNUDAGSBLAÐ 691

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.